Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T byggist á samloku-ELISA-aðferð (Ensyme-Linked Immunosorbent Assay) þar sem húðað er með mótefni gegn MBL.43 Neðstu greiningarmörk mælingarinnar eru 20 ng/ml. Eftir því sem meira er vitað um MBL og samverkandi sameindir þess virðist MBL- styrksmæling ekki gefa fullnægjandi svör um starfsemi lektínferilsins hjá sjúklingum. MBL- styrksmæling mælir ekki MASP-2-skort (sjá kafla um MASP-2-skort hér að ofan). Áætlað er að ónæmisfræðideildin bjóði framvegis upp á próf sem mælir skilvirkni lektínferilsins. Prófið er vottuð ELISA-aðferð þar sem plötur eru húðaðar með sykrunni mannan og því er MBL-miðluð ræsing sérhæft mæld.44 Þar sem fíkólín bindast ekki mannan er ekki verið að mæla ræsingu af þeirra völdum. í mælingunni er komið í veg fyrir ræsingu klassíska ferilsins með því að bæta út í Clq-hindra. Prófið mælir lokaafurð komplímentræsingar eða MAC (membrane attack complex) (C5b-9). Niðurstöður eru gefnar upp sem prósentur af viðmiði. Viðmiðunargildi fyrir virkniskort eru <10% virkni samkvæmt mælingunni. Áætlað er að nota virkniprófið sem skimpróf og ef einstaklingur mælist undir viðmiðunarmörkum er hægt að staðfesta með styrk og/eða arfgerð. Stöðluð virknipróf sem mæla fíkólínmiðlaða ræsingu eru enn ekki fáanleg en væntanlega munu þau koma fljótlega á markað og líklegt er að ónæmisfræðideild taki þau í notkun fyrir rútínumælingar og vísindarannsóknir. Við gæðaprófun á ofangreindu virkniprófi hjá ónæmisfræðideild voru 130 manns með þekktan MBL-styrk mældir. Það var línulegt samband milli styrks og virkni en þó voru undantekningar. Sex manns sem áður höfðu mælst með MBL-styrk <500 ng/ml, mældust með yfir 50% virkni, þar af einn með 100% virkni. Það er mjög sennilegt að þessir einstaklingar hafi XA/XA arfgerð (lágur styrkur en virkt prótein). Ætlunin er að nota virkniprófið til að bera virkni lektínferilsins hjá XA/XA einstaklingum saman við virknina hjá O/O einstaklingum (lágur styrkur og gallað prótein). Tengsl MBL-skorts við sjúkdóma Fjöldi rannsókna hefur verið gerður til að finna möguleg tengsl MBL-skorts við sjúkdóma. Helstu rannsóknir þar sem tengsl hafa fundist eru teknar saman í töflu II. Til að gæta samræmis eru hér aðeins teknar saman rannsóknir þar sem miðað er við tengsl sjúkdóma við skortsarfgerðirnar XA/O og O/O. Einstaklingar með þessar arfgerðir geta verið heilbrigðir og almennt er talið að aðrir meðfæddir ónæmisgallar eða ónæmisbæling þurfi að vera til staðar til að MBL-skortur hafi einhverja Tafla II. Sjúklingahóprannsóknir. Tengsl MBL-skortsarfgerða (XA/O eða O/O) við sjúkdóma. Sjúkdómur/ástand Marktæk fylgni Neisseria meningitidis sýkingar Aukin hætta á ífarandi sýkingu (heilahimnubólgu) Streptococcus pneumoniae sýkingar Aukin hætta á ifarandi sýkingu (eyrnabólgu og lungnabólgu) og aukin dánartíðni Lifrarbólguveiru B og C sýkingar Aukin hætta á skorpulifur og lífhimnubólgu af völdum bakteríusýkinga Verri svörun við interferonmeðferð Mycoplasma sýkingar Minna viðnám HIV-1 sýkingar Aukin hætta á fyrstu HIV-1 sýkingu og styttri líftími eftir greiningu Aukin hætta á öðrum sýkingum (cryptosporidiosis) Áhrif á framvindu yfir í alnæmi hjá útsettum ungbörnum Sýkingar í börnum Sýkingar í ónæmisbældum börnum Aukin hætta á endurteknum og alvarlegum sýkingum “Febrile neutropenia” varir lengur Sýkingar í fullorðnum sem ekki eru með aðra þekkta meðfædda ónæmisgalla Aukin hætta á sjaldgæfum, alvarlegum og endurteknum sýkingum Sýkingar í ónæmisbældum fullorðnum Aukin hætta á alvarlegum sýkingum Severe acute respiratory syndrome coronavirus infection (SARS-CoV) Minna viðnám gegn coronavirus sýkingum en hækkar ekki dánartíðni Systemic inflammatory response syndrome (SIRS) og sepsis Stóraukin hætta að fá SIRS og sepsis og hærri dánartíðni Aukin hætta á rauðum úlfum (Systemic Lupus Erythematosus (SLE)) Aukin hætta á slagæðasega i SLE sjúklingum Sjálfsofnæmissjúkdómar Verri sjúkdómsmynd og batahorfur i iktsýki (RA) Meiri líkur á mildari “systemic and immunological disease” í Sjögren’s syndrome Igræðsla á blóðmyndandi stofnfrumum Aukin tíðni á alvarlegum ifarandi sýkingum Slímseigjusjúkdómur (cystic fibrosis) Skert lungnastarfsemi og minni lifun Kawasaki sjúkdómur Aukin hætta á kransæðarskemmd Heimilda er getið í rafrænni útgáfu greinarinnar á heimasíðu Læknablaðsins. klíníska þýðingu.45 Þó hafa nýlegar rannsóknir sýnt fram á hærri tíðni MBL-skortsarfgerða hjá fullorðnum með alvarlegar, sjaldgæfar og endurteknar sýkingar, óháð því hvort þeir eru með meðfædda ónæmisgalla.46 Sjá nánar í töflu II. Á undanförnum árum hafa tengsl MASP2-skorts við sjúkdóma/sjúklingahópa einnig verið rannsökuð LÆKNAblaðið 2010/96 615
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.