Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 35
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Á F E N G I
öðrum framleiðanda eða að minnsta kosti frá
öðrum framleiðslustað en samanburðarsýnin.
Kopar var ákvarðaður með anóðustrípun.4
Áfengi íblandað ólögmætum efnum
Við víngerjun myndast etanól úr þrúgusykri.
Gerjun annarra efna í þrúgum en sykurs
leiðir til myndunar metanóls og hærri alkóhóla
(fúsilalkóhóla) og um það bil 10 lífrænna sýra.
Hér við bætist sútunarsýra, sem að jafnaði er í
vínþrúgum. Þessi efni eru ásamt etanóli afgerandi
fyrir mat á gæðum hlutaðeigandi vína. f vissum
tilvikum leyfist að blanda einhverju þessara efna
í vín eða gerjandi vín, ekki síst sykri.5 íblöndun í
vín er þó ætíð háð ströngum reglum. Því kom það
höfundum í opna skjöldu að vínframleiðendur
skyldu hætta á að blanda eiturefnum á borð við
metanól eða etýlenglýkól í vín til þess að villa fyrir
um gæði vínanna.
Metanól (metýlalkóhól; „tréspíritus")
Vorið 1986 bárust RLE á fjórða tug ítalskra vína í
órofnum ílátum, með beiðni um rannsókn á því
hvort í þeim fyndist metanól. Rannsóknarbeiðandi
var Hollustuvernd ríkisins (nú niðurlögð), en
upplýsingar með beiðninni voru fremur óljósar.
Sem betur fer var metanól ekki í mælanlegu magni
í neinu vínanna.
Um blöndun metanóls í vín var fjallað á síðum
Morgunblaðsins 9. og 17. apríl 1986.6 Önnur
heimild staðfestir frásögn Morgunblaðsins á þann
veg að nokkrir vínframleiðendur á Ítalíu hefðu
á þessum tíma: „ ... added methanol - a cheap
alcohol used in anti-freeze and for fuel - to boost
the bite of their wines, killing at least 20 people".7
í þessari heimild kemur réttilega fram, að metanól
sé ódýrt efni. Metanól er jafnframt að mörgu leyti
mjög líkt etanóli, sem jafnan er mjög skattlagt, og
það blandast etanóli og vatni í öllum hlutföllum.
Hvatinn til þess að blanda metanóli í vín er því
greinilega til staðar.
Etanól umbrotnar, aðallega í lifur, fyrir tilstilli
alkóhóldehýdrógenasa (ADH) í asetaldehýð og
edikssýru (asetat), sem eru líkamanum eiginleg
efni og hvarfast að jafnaði auðveldlega án teljandi
eiturhrifa. Öfugt við etanól umbrotnar metanól
fyrir tilstilli ADH í maurasýru, sem ekki gengur
inn í efnaskiptakeðjur líkamans og veldur
sjóntaugaskemmdum (blindu), sýringu (pH <7,4)
og oft dauða af þeim sökum.8
Etýlenglýkól
Etýlenglýkól er litlaus og lyktarlaus vökvi með
tiltölulega hátt suðumark og sætt bragð. Það
blandast vel bæði vatni og etanóli. Etýlenglýkól
hefur verið mikið notað sem leysiefni
og í frostlög og hemlavökva. Vegna hins
sæta bragðs, án litar eða lyktar, hafa
óhlutvandir menn notað etýlenglýkól
til þess að hressa við löglega framleitt
vín með of lágt sætustig. Etýlenglýkól
er ámóta eitrað efni og metanól og
eiturhrifin eru um margt svipuð, en það
veldur þó ekki blindu.8
Frá fyrri árum eru gögn í RLE um
rannsóknir á austurrískum hvítvínum
og frá síðari árum eru rannsóknir á
tveimur rauðvínum. í engu tilfelli
var etýlenglýkól í mælanlegu magni í
vínunum.
Umræða
Vatn er vissulega í öllu áfengi, hverju
nafni sem það nefnist. Það telst hins
vegar ólögmætt athæfi að blanda vatni
í áfengi, umfram það sem þarf og
leyfilegt er til þess að stilla þéttni etanóls
í hlutaðeigandi áfengistegund rétt. Um
4-11% munur á rannsóknarsýnum og
samanburðarsýnum af sterku áfengi
(mynd 1) bendir því sterklega til sak-
næms athæfis.
Miklu alvarlegra mál er samt að
blanda eiturefnum á borð við metanól í
löglega framleitt áfengi til þess að auka
„bit" (e. bite) þess eða etýlenglýkól til
þess að hækka sætustig. Eftir að hafa
snúið sér til eins vínfróðasta manns
í læknastétt er nokkuð ljóst, að vín
með mikið „bit" eru að jafnaði hvöss
mm
Mynd 2. Áfengisflaska með sérstökum
merkimiða á hálsi, sem sýnir að áfengið
er ætlað til sölu í veitingahúsi eingöngu.
Skömtnu eftir inngöngu íslands í Evrópska
efnahagssvæðið 1994 var áfengislögum
breytt ogfellt niður ákvæði um
sérmerkingu áfengis til veitingahúsa. Eftir
1998 var pessum merkingum alfarið hætt
(Skúli Magnússon; ÁTVR 26.4.2010).
1,2
1 ■
Absolut Borzoi Stolichnaya Wodka
vodka vodka vodka Wyborowa
Mynd 3. Myndin
sýnir þéttni kopars í
áfengi sem var ranglega
merktfjórum þekktum
vodkategundum.
Til samanburðar
eru niðurstöður
mælinga á kopar í
sömu vodkategundum
fengnum frá ATVR.
Eitt rannsóknarsýni
skar sig úr hvað varðar
þéttni kopars (lengst
til vinstri). Þéttnin
var í öllum tilvikum
langt undir leyfilegum
mörkum (79pmól/l
samkvæmt alþjóðlegum
staðli).3
LÆKNAblaðið 2010/96 627