Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 40
UMRÆÐUR 0 G LÆKNASKORTU F R É T T I R R Yfirvofandi læknaskortur er staðreynd [„Viðvaranir læknasamtakanna á íslandi um fækkun lækna og yfirvofandi skort á læknum í ákveðnum sérgreinum virðast ekki ná eyrum ráðamanna eða athygli almennings. Ég veit ekki hvernig við getum talað skýrar svo vandinn verði öllum ljós," segir Þorbjörn Jónsson formaður læknaráðs Landspítalans. „Við höfum rætt þessa stöðu í stjórn læknaráðs og höfum miklar áhyggjur af þróun mála." „Við höfum ítrekað bent á staðreyndir sem ættu að vera öllum ljósar. Það er staðreynd að fleiri læknar eru að flytjast af landi brott en eru að flytja til landsins. Ástæðurnar eru einkum þrjár. í fyrsta lagi eru unglæknar að drífa sig í sérnám til útlanda ef þeir mögulega eiga þess kost og þeir telja hag sínum betur borgið við sérnám erlendis en að starfa sem almennir læknar hérlendis við núverandi aðstæður. í öðru lagi eru læknar sem lokið hafa sérnámi erlendis ekki að skila sér heim, heldur kjósa að búa og starfa áfram erlendis. I þriðja lagi er nokkuð um að sérfræðilæknar sem verið hafa starfandi hér séu hættir og fluttir til útlanda. Dæmi um þetta af Landspítala er að tveir sérfræðingar í krabbameinslækningum eru nýlega hættir og farnir utan og enginn sótti um lausa stöðu sem auglýst var. Yfirlæknir deildarinnar talaði við eina sex lækna sem hafa lokið sérnámi og eru búsettir erlendis, en enginn þeirra vildi eða treysti sér til að flytjast heim að svo búnu máli." Ekki sótt um stöður Þorbjörn nefnir annað dæmi um að þrjár stöður brjóstholsskurðlækna hafi verið auglýstar lausar á Landspítalanum í sumar. Ein umsókn „Heilbrigðismál eru viðkvæmur málaflokkur og mikiivægt að ætíð ségóð samvinna og sátt niilli stjórnvalda og heilbrigðisstarfsmanna. Áfundum með ráðuneytinu hefur ítrckað verið varað við þeirri hættu að íslenskir læknar leiti til útlanda þar sem þeim byðust betri kjör. Því miður virðisl svo sem þessi varnaðarorð séu nú kominfram, því að víða gengur illa að manna stöður lækna. Það kann að liafa villt umfyrir ráðherranum (Álfheiði Ingadóttur. Innsk. blm.) að Sjúkratryggingar ígóðri samvinnu við ráðuneytið náðu alltfrá vorinu 2009 miklum sparnaði í útgjöldum vegna lyfjakostnaðar með því að binda niðurgrciðslur við ódýrasta lyfið í hverjum lyfjaflokki. Því miður finnast engir samheitalæknar sem hægt er að leita til íþvískyni að draga úr útgjöldum." Benedikt Jóhannesson: Ráðherra í framúrkeyrslu. Fráttablaðið 14. september 2010 Hávar Sigurjónsson barst. „Þetta er auðvitað mjög alvarlegt mál, því til að halda úti sólarhringsþjónustu þarf lágmarksmannafla. Annars er hreinlega hætta á því að þjónustan leggist af. Á næstu fimm árum hætta að minnsta kosti 39 sérfræðilæknar störfum á Landspítalanum vegna aldurs, líklega þó fleiri vegna þess að það færist í vöxt að menn hætti störfum áður en sjötugsaldri er náð. Miðað við undirtektir lækna og fjölda umsókna verður að teljast afar líklegt að erfitt verði að fylla þetta stóra skarð ef efnahagskreppan hangir yfir okkur næstu ár. Það er hugsanlegt að þetta muni koma illa við einhverjar sérgreinar og það gæti leitt til þess að endurskoða þurfi hvaða þjónustu þessar sérgreinar geta veitt. Það á sérstaklega við um fámennar sérgreinar eða sérgreinar þar sem meðalaldur lækna er hár. í þessu samhengi er nauðsynlegt að hafa í huga lögbundið hlutverk Landspítalans, en í lögum um heilbrigðisþjónustu frá árinu 2007 segir að Landspítalinn skuli veita „ ... m.a. sérfræðiþjónustu í nær öllum viðurkenndum greinum læknisfræðinnar, ... ”. Ef sú staða kemur upp að við getum ekki veitt alhliða þjónustu, til dæmis í brjóstholsskurðlækningum eða krabbameinslækningum, erum við í miklum vanda stödd." Meðalaldur hækkar hratt Lítil endurnýjun í læknastétt hefur þau áhrif að meðalaldur starfandi lækna á íslandi mun hækka hraðar en eðlilegt getur talist. Þá er rétt að hafa í huga að samkvæmt kjarasamningum fellur vaktskylda sjúkrahúslækna niður við 55 ára aldur. Meðalaldur starfandi sérfræðilækna á Landspítalanum er núna tæplega 54 ár og það er því ljóst að stór hluti af sérfræðingum spítalans þarf ekki að sinna vöktum ef þeir svo kjósa. „Þannig verður enn erfiðara að manna vaktir en áður og eldri læknar sem séð hafa fram á rólegri daga á síðasta hluta starfsævinnar finna sig nánast siðferðilega knúna til að ganga vaktir þó þeir hafi hvorki löngun né skyldu til að vinna næturvinnu. Yngri læknar gera líka annars konar kröfur til vinnutíma og samveru með fjölskyldu en áður var og forgangsröðun þeirra er einfaldlega önnur. Samanburður við erlend sjúkrahús verður sérstaklega óhagstæður þegar vinnutími og vaktaskylda eru borin saman þar og hér; erlendis er vinnutíminn víða styttri, vaktaskyldan iðulega miklu minni en launin eru engu að síður mun 632 LÆKNAblaöið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.