Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 28
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELL I
í heiminum verið lýst með tilkomu betri grein-
ingartækni eins og tölvusneiðmyndun og segul-
ómun.3-4 Blöðrur á sáðblöðrum greinast oftast hjá
sjúklingum sem eru á milli tvítugs og þrítugs.
Blöðrur sem eru minni en fimm sentímetrar geta
verið einkennalausar og greinast þá oftast fyrir
tilviljun.5 Stærri blöðrur valda oftar einkennum.
Algeng einkenni eru verkir í kviðarholi, grindar-
holi eða spöng, verkir við sáðlát, verkir við þvag-
lát, tíð þvaglát, blóðmiga, þvagfærasýkingar eða
ófrjósemi.3-5-7 Þessi einkenni líkjast mjög algeng-
um einkennum blöðruhálskirtilsbólgu og því
getur greining verið torveld og dregist á langinn.
Þreifing um endaþarm getur vakið grun um þetta
vandamál en myndgreining er framkvæmd með
ómun um endaþarm, sneiðmyndatöku eða segul-
ómun. Sú síðastnefnda gefur þó nákvæmustu
greininguna.5-8
Tengslin milli blaðra á sáðblöðrum og nýrna-
vísisleysis sömu megin er hægt að skýra
vegna sameiginlegs fósturfræðilegs uppruna.
Þvagleiðarasproti (ureteral bud) myndast frá
afturhluta miðnýrnarásar (mesonephric duct)
og virkjar sérhæfingu á miðnýranu (mesoneph-
ros) sem verður svo að hinu endanlega nýra
(metanephros). Miðnýrnarásin sérhæfist svo í
eistnalyppu, sáðrás, sáðfallsrás og sáðblöðru.9
Eðlileg myndun á nýra á fósturstigi er því
háð aðleiðslu þvagleiðarasprotans og miðnýrna-
rásarinnar. Vanmyndun á afturhluta miðnýrna-
rásar leiðir til þess að þvagleiðarasproti myndast
ekki. Það veldur nýrnavísisleysi þeim megin og
lokun á sáðfallsrás sem leiðir til þess að sáðblaðran
stíflast, seyti safnast fyrir og blöðrur myndast.
Meðferð er óþörf nema blöðrurnar valdi
einkennum.3 Lengi vel hefur opin aðgerð verið
algengasta meðferðarformið með 100% árang-
urshlutfalli, en vegna staðsetningar sáðblaðranna
djúpt í grindarholi er aukin hætta á fylgikvillum
eins og taugaskaða eða skaða á nærliggjandi
líffærum, aðallega endaþarmi, þvagblöðru eða
þvagleiðara.1 Tæming á þessum blöðrum með
því að stinga á þeim um endaþarm er sjaldan
árangursrík, með 30% árangurshlutfalli, og tengist
hárri endurkomutíðni og sýkingum.1-6 7 I seinni
tíð er í auknum mæli farið að fjarlægja blöðrur af
sáðblöðrum gegnum kviðsjá.4-6
Lokaorð
Blöðrur á sáðblöðru ásamt nýrnavísisleysi sömu
megin er sjaldgæfur meðfæddur galli. Einkenni
geta verið margvísleg, líkjast oft einkennum
blöðruhálskirtilsbólgu og því getur rétt greining
tafist. Segulómun af grindarholi er ákjósanleg
greiningaraðferð og brottnám á sáðblöðru er líkleg
til þess að uppræta einkenni.
Heimildir
1. van den Ouden D, Blom JH, Bangma C, et al. Diagnosis
and management of seminal vesicle cysts associated with
ipsilateral renal agenesis: a pooled analysis of 52 cases. Eur
Urol 1998; 33: 433-40.
2. Zinner A. Ein fall von intravesikaler samenblasencyste. Wien
Med Wochenschr 1914; 64: 605-9.
3. Gozen AS, Alagol B. Endoscopic management of seminal-
vesical cyst with right renal agenesis causing acute urinary
retention: Case report. J Endourol 2006; 20: 919-22.
4. Han P, Dong Q, Shi M, et al. Seminal vesicle cyst and
ipsilateral renal agenesis: laparoscopic approach. Arch
Androl 2007; 53: 285-8.
5. Livingston L, Larsen CR. Seminal Vesicle Cyst with
Ipsilateral Renal Agenesis. Am J Roentgenol 2000; 175: 177-
80.
6. Liatsikos EN, Lee B, Filos KS, et al. Congenital seminal
vesicle cyst and coexisting renal agenesis: laparoscopic
approach. Urology 2004; 63: 584-6.
7. Seo IY, Kim HS, Rim JS. Congenital Seminal Vesicle Cyst
Associated with Ipsilateral Renal Agenesis. Yonsei Med J
2009; 50: 560-3.
8. Pace G, Galatioto GP, Guala L, et al. Ejaculatory duct
obstruction caused by a right giant seminal vesicle with an
ipsilateral upper urinary tract agenesia: an embryologic
malformation. Fertil Steril 2008; 89: 390-4.
9. Sadler T. Langman's Medical Embryology. 8th Edition ed.
Lippincott Williams & Wilkins, Baltimore 2000.
>-
CC
<
5
5
X
(J)
X
V)
_1
o
z
Ui
Case report: Seminal vesicle cyst with ipsilateral renal agenesis
We describe a case of right seminal vesicle cyst with pain and pain on defecation and ejaculation. The cyst was
ipsilateral renal agenesis in a 25 year old male. The cyst surgically removed and the patient became asymtomatic.
caused severe pain syndrome with progressive perineal
Viktorsdottir MB, Jonsson E, Einarsdottir H.
Case report: Seminal vesicle cyst with ipsilateral renal agenesis. Icel Med J 2010; 96: 619-20
Correspondence: Eiríkur Jónsson, eirikjon@tandspitati.is
Key words: Men, seminal vesicle cysts, ipsilateral renal agenesis.
620 LÆKNAblaðið 2010/96
Barst: 9. apríl 2010, - samþykkt til birtingar: 24. ágúst 2010
Hagsmunatengsl: Engin