Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 43
U M R Æ Ð U R
H E
O G FRÉTTIR
ILSUGÆSLAN
„/skýrslunni er aðfinna
bæði ágætar hugmyndir og
aðrar alveg arfaslæmar,"
segir Halldór Jónsson
formaður FÍH.
byggir á persónulegri þjónustu frekar en
annars-, þriðja- og fjórðastigs þjónusta hennar.
Markvisst starf grunnþjónustunnar byggir á
þekkingu á félagslegum og efnalegum aðbúnaði
fjölskyldnanna. Eftir því sem þjónustueiningarnar
verða stærri og sérhæfing starfsmanna meiri,
dregur úr getu kerfisins til að mæta þörfum
skjólstæðinganna, þekking starfsfólks á
einstaklingunum þynnist og hugmyndafræði
heimilislækninganna um samfellu í þjónustu og
skilgreindum hópum fyrir hvern heimilislækni
mun líða undir lok. Margvíslegar rannsóknir
hafa sýnt fram á mikilvægi samfellu í þjónustu
á fyrsta stigi heilbrigðiskerfisins og að erfiðara
er að viðhalda henni í stofnunum, sem komnar
eru yfir ákveðna stærð. Það kemur fram í skýrslu
nefndarinnar að fagfélög á Norðurlöndum hafi
talað um 12-15 lækna stöðvar en skv. okkar
upplýsingum er ekkert fagfélag heimilislækna
á Norðurlöndum sem styður slíkt, þvert á móti
vara þau við slíkri þróun. Rekstur „ofurstöðva"
með miklum fjölda lækna hefur þegar verið
reyndur á Norðurlöndum en olli vonbrigðum.
Þar hefur því verið fallið frá slíkum risavöxnum
heilsustofnunum. Slíkar ofurstöðvar eru farnar að
líkjast of mikið litlum sjúkrahúsum og stofnunum
og hafa þar með tapað þeim persónulega
blæ sem er svo mikilvægur í nærþjónustu
heimilislækna þar sem komið er til móts við
þarfir einstaklingsins, líka þeirra sem oft og tíðum
er illa við slíkar stofnanir. Aukið samstarf milli
fámennra heilsugæslustöðva gæti hæglega leyst
mönnimarvanda og afleysingavanda ef þörf er á
og hefur slíkt samstarf milli heilsugæslustöðva
nú þegar reynst vel hér á landi og nær væri þá að
auka það en alls ekki fækka heilsugæslustöðvum."
Eftirsóknarvert starfsumhverfi
I 1. tillögu nefndarinnar er lagt til að fjölga
eigi námsstöðum í heimilislækningum og segir
Halldór það í samræmi við óskir og ábendingar
FÍH um árabil. „Það er öllum ljóst að nú þegar
er skortur á heimilislæknum á íslandi og fyrir-
sjáanlegur enn frekari skortur í nánustu framtíð
vegna aldurssamsetningar hópsins og lítillar
nýliðunar. Tillaga nefndarinnar um að „árlega
næstu 5 árin verið 20 læknar teknir inn í sérnám í
heimilislækningum" er mikið fagnaðarefni."
Þessi fjölgun gerist þó ekki yfir nótt og
það er umhugsunarefni hvort 20 unglæknar
muni árlega sækja um að komast í sérnám í
heimilislækningum. Það er nær helmingur af
árlega útskrifuðum unglæknum úr læknadeild
Háskóla Islands. Halldór bendir ennfremur
á hina augljósu mótsögn sem blasi við í inn-
LÆKNAblaðið 2010/96 635