Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 34
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Á F E N G I
Svikið áfengi
Kristín
Magnúsdóttir
deildarstjóri
kristmag@hi.is
Jakob
Kristinsson
prófessor
jakobk@hi.is
Þorkell
Jóhannesson
prófessor úr embætti
dr. thorkell@simnet. is
Inngangur
Samkvæmt íslenskum lögum telst áfengi hver sá
neysluhæfi vökvi, sem í er 2,25% v/v af etanóli (í
lögunum nefnt „hreinn vínandi") eða meira (2. gr.
laga nr. 75/1998, með síðari breytingum). Af 7.
grein er ljóst, að neysluhæfur vökvi er í skilningi
laganna sama og drykkjarhæfur vökvi. Til þess
að áfengi teljist löglegt þarf það enn fremur að
uppfylla þau skilyrði sem í lögunum greinir. Við
höfum áður skýrt frá rannsóknum á áfengi sem
hér er framleitt án tilskilinna leyfa („landi").' I
þessum pistli er ætlunin að fjalla um rannsóknir
á löglega framleiddu áfengi sem með ýmsum
hætti hefur sviksamlega verið um vélað og nefna
má svikið áfengi og rannsakað hefur verið í
Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði (RLE).
Löglega framleitt áfengi telst svikið ef það er:
a) sviksamlega þynnt með vatni fyrir sölu/neyslu;
b) blandað ólögmætum efnum, þar á meðal
eiturefnum eða hættulegum efnum; c) selt eða
dreift í öðrum ílátum en rétt eru og þannig villt um
heimildir á áfenginu; d) með farið með hverjum
öðrum hætti, sem ólögmætur telst.
Áfengi þynnt með vatni
Etanól og önnur alkóhól voru ákvörðuð í þessum
sýnum og öðrum sýnum með gasgreiningu á
súlu.1- 2 Samanburðarsýni í órofnum ílátum af
sömu tegundum áfengis voru fengin í Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR).
Mynd 1. Myndin sýnir péttni etnnóls í premur tegundum af íslensku dfengi, sem pynnt Imfði
verið með ólögmætum hætti. Til snmanburðar eru niðurstöður mxlinga á ópynntu áfengi sömu
tegunda, sem fengið var í ÁTVR.
Á mynd 1 eru sýndar niðurstöður mælinga
á etanóli í þremur íslenskum áfengistegundum,
sem höfðu verið þynntar með vatni. Mismunur
á þéttni rannsóknarsýnis og samanburðarsýnis
var frá sex (Kláravín) og upp í átta (Aqua vitae)
prósentustig. Annað áfengi sem sannanlega
hafði verið þynnt með vatni voru fjórar tegundir
af vodka, tvær af gini, tvær af sjenever og ein
af rommi. Var þynningarhlutfallið 4-11%. I
alþjóðlegum staðli yfir ýmiss konar sterkt áfengi
(vodka, gin, ákavíti og fleira) segir að einungis
megi blanda vatni í áfengið í framleiðsluferlinu til
þess að tryggja að þéttni etanóls sé innan þröngra,
skilgreindra marka.3
Áfengi í röngum ílátum
Áfengisflöskur voru áður sérmerktar vínveitinga-
húsum (mynd 2). Á árinu 1987 vaknaði grunur
um að smyglað vodka hefði verið sett í tómar
flöskur undan vodka sem áður hafði verið selt
veitingahúsum með lögmætum hætti. Flöskurnar
voru merktar tilteknum vodkategundum og
höfðu verið opnaðar. Til samanburðar fékk RLE
órofnar flöskur með vodka af sömu tegundum frá
ÁTVR.
Samkvæmt alþjóðlegum staðli skal þéttni
etanóls í vodka vera á bilinu 36-54% v/v við 20°.
I staðlinum eru einnig ákvæði um hámarksþéttni
málma (kopars, blýs) og fleiri efna.3 Breytilegt
magn kopars í sýnum af sterku áfengi sömu gerðar
vísar jafnan á mismunandi framleiðendur eða að
minnsta kosti á mismunandi framleiðslustaði
(brugghús).
Öll sýnin innihéldu 39 eða 40% v/v etanól,
sem er algeng þéttni etanóls í vodka. Fúsilalkóhól
eða metanól voru ekki mælanleg í sýnunum,
en svo er oftast í vodka (til aðskilnaðar frá öðru
sterku áfengi á borð við koníak og viskí). í fimm
rannsóknarsýnum var þéttni kopars marktækt
meiri en í samanburðarsýnum sömu tegundar
(mynd 3). í einu þeirra (merkt Stolichnaya vodka),
var munurinn þó á mörkum þess að teljast
marktækur. í þessu sýni reyndist rafleiðni aftur
á móti vera miklu lægri en í samanburðarsýninu.
Rannsóknarsýnin hefðu því réttilega getað verið
vodka, þótt þau hefðu að öllum líkindum verið frá
626 LÆKNAblaðið 2010/96