Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 27
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELLI
Margrét Brands
Viktorsdóttir
kandídat'2
Eiríkur Jónsson
þvagfæraskurðlæknir3
Hildur
Einarsdóttir
röntgenlæknir4
Lykilorð: karlmenn,
sáöblöðrublaðra, nýrnavísisleysi.
’Læknadeild HÍ,
2Landspítala,
3þvagfæraskurð-
lækningadeild,
4myndgreiningadeild
Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Eiríkur Jónsson,
þvagfæraskurð-
lækningadeild Landspítala
Hringbraut, 101 Reykjavík.
eirikjon@landspitali. is
Sjúkratilfelli. Fyrirferð í sáðblöðru
hjá sjúklingi með eitt nýra
Ágrip
Hér er rakin sjúkrasaga tuttugu og fimm ára
karlmanns sem greindist með blöðrur á hægri
sáðblöðru. Hann fæddist með nýrnavísisleysi
sömu megin og leitaði á bráðamóttöku eftir að
hafa verið með vaxandi verk í endaþarmi og
við sáðlát í þrjá mánuði. Hægri sáðblaðran var
fjarlægð í opinni aðgerð og varð sjúklingurinn
einkennalaus á eftir.
Sjúkratilfelli
Tuttugu og fimm ára hraustur karlmaður leitaði
á bráðamóttöku eftir að hafa verið um þriggja
mánaða skeið með vaxandi verk í endaþarmi
með verkjaleiðni yfir spangarsvæði og fram í
getnaðarlim. Hann lýsti stöðugri hægðaþörf og
verkjum við hægðalosun sem og við sáðlát en hafði
ekki einkenni frá þvagfærum. Maðurinn fæddist
með eitt nýra og hafði farið í endurísetningu á
vinstri þvagleiðara sem barn vegna bakflæðis.
Við endaþarmsþreifingu reyndist hann vera með
auma mjúka fyrirferð hægra megin og ofan til
við blöðruhálskirtilinn. Þvagskoðun var eðlileg
sem og stutt ristilspeglun. Fengin var segulómun
af kviðar- og grindarholi sem sýndi stækkun
á vinstra nýra en hægra nýra sást ekki. Vinstri
sáðblaðra hafði eðlilegt útlit en á hægri sáðblöðru
sáust margar og fyrirferðarmiklar blöðrur sem
teygðu sig upp á miðjan spjaldhrygg. Stærsta
blaðran mælist 2,6 x 2,1 x 7,2 cm (mynd 1).
Sjúklingur var tekinn til aðgerðar þar sem
hægri sáðblaðra var fjarlægð. Strengur eins og
þvagleiðari gekk upp úr sáðblöðrunni (mynd
2). Aðgerð gekk vel og mánuði eftir hana var
sjúklingur einkennalaus. Vefjagreining sýndi fram
á útvíkkaða sáðblöðru ásamt hluta af sáðrás og
leifar af miðnýrnarás (mesonephric duct).
Umræða
Blöðrur á sáðblöðrum geta verið meðfæddar
eða áunnar. Það sem einkennir meðfæddar
blöðrur á sáðblöðrum eru tengsl þeirra við aðra
meðfædda galla á þvag- og kynfærum, eins og
nýrnavísisleysi sömu megin (ipsilateral renal
agenesis), nýrnamisvöxt (renal dysplasia) eða
þvagleiðaraleif (rudimentary ureter). Meðfæddar
blöðrur á sáðblöðrum tengjast nýmavísisleysi
Mynd 1. Vinstri sáðblaðra hefur eðlilegt útlit en á hægri
sáðblöðru eru margar ogfyrirferðarmiklar blöðrur (ör).
Segulómmynd tekin á Landspítala Hringbraut.
sömu megin í 68% tilfella og leifar af þvagleiðara
hafa fundist í um 13% þessara sjúklinga.1 Áunnar
blöðrur á sáðblöðrur geta myndast í tengslum við
góðkynja stækkun á blöðruhálskirtli, aðgerð á
blöðruhálskirtli eða bólgu í sáðfallsrás og þá oftast
sem afleiðing af öflugri þvagfærasýkingu.2
Blöðrur á sáðblöðrum í tengslum við nýrna-
vísisleysi sömu megin er afar sjaldgæfur sjúk-
dómur. Fyrsta tilfellinu var lýst árið 1914 af
Zinner.2 Síðan þá hefur um 200 slíkum tilfellum
Mynd 2. Mynd tekin í aðgerð. Sýnir hægri sáðblöðru sem á
eru margar litlar blöðrur. Einnig sést leif af þvagleiðara (ör).
Myndina tók Eiríkur Jðnsson þvagfæraskurðlæknir.
LÆKNAblaðið 2010/96 61 9