Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN að íslendingum muni fjölga um tæplega 42.000 fram til ársins 2025 og verði þá rúmlega 354.0007 í útreikningum var ekki tekið tillit til fjölgunar innan aldurshópa og þannig gert ráð fyrir hlutfallslega meiri fjölgun í eldri aldurshópum þar sem þörf fyrir heilbrigðisþjónustu er meiri (sjá umræðu). Útreikningar miðuðust við 1. september 2008 og voru upplýsingar skráðar í tölvuforritið Excel. Niðurstöður Alls voru teknir með í rannsóknina 273 íslenskir skurðlæknar, þar af voru 237 með sérfræði- viðurkenningu og 36 (13,2%) sem voru í sérnámi erlendis. Af 237 skurðlæknum með sérfræðiréttindi voru 167 búsettir á íslandi (70,5%) og 70 erlendis (29,5%). Samtals voru 36 skurðlæknar á eftirlaunum, eða 13,2% hópsins, þar af 29 á íslandi og sjö erlendis. Alls voru 167 (61%) þessara lækna búsettir á íslandi, en hlutfallið var 69% ef aðeins var miðað starfandi lækna. Meðalaldur og starfsvettvangur 273 starfandi skurðlækna eru sýndir í töflu I. Meðalaldur skurð- lækna á Islandi var 52 ár, 44 ár hjá íslenskum skurðlæknum búsettum erlendis og 34 ár hjá læknum í sérnámi erlendis. Kynjaskipting er sýnd í töflu I. Þar sést að 8% skurðlækna í starfi á íslandi voru konur, en hlutfallið var 17,5% á meðal íslenskra skurðlækna erlendis. Aðeins ein kona var í hópi skurðlækna á eftirlaunum, en 19,4% skurðlækna í sérnámi voru konur. Aldursskipting íslenskra skurðlækna á íslandi og erlendis er sýnd í töflu II. Teknir voru með 36 skurðlæknar í sérnámi erlendis en þeim sem hættir voru störfum vegna aldurs var sleppt. Samtals voru 58,6% íslenskra skurðlækna yfir fertugu, þar af tæpur þriðjungur á aldrinum 51 til 60 ára og tæplega fjórðungur á milli fertugs og fimmtugs. Skipting eftir undirsérgreinum er sýnd í töflu III. Ekki eru taldir með 36 skurðlæknar sem komnir eru á eftirlaun, né heldur 36 læknar í sérnámi erlendis. Flestir, eða 26,9% hópsins, störfuðu innan bæklunarskurðlækninga og tæplega fjórðungur innan almennra skurðlækninga. Næst á eftir komu háls-, nef- og eyrnalækningar (12,9%), síðan lýtaskurðlækningar (8%), þvagfæra- (7,5%), heila- og tauga- (6%) og æðaskurðlækningar (6%). Fámennustu sérgreinarnar voru brjósthols- (5%) og barnaskurðlækningar (4%). Skipting í undirsérgreinar var svipuð meðal skurðlækna búsettra á íslandi og erlendis (tafla II). Erlendis voru þó hlutfallslega fleiri skurðlæknar starfandi í heila- og taugaskurðlækningum. Tafla III. Skipting starfandi íslenskra skurðlækna eftir sérgreinum þann 1. sept. 2008. Aðeins er talin ein sérgrein og er miðað við aðaisérgrein. Ekki eru taldir með sérfræðingar sem komnireru á eftiriaun (n=36). Gefinn erupp fjöldi og % i sviga. Sérfræðingar í starfi á Islandi n (%) Sérfræðingar í starfi erlendis n (%) Alls n (%) Bæklunar- og handarskurðlækningar 39 (28,3) 15(23,8) 54 (26,9) Almennar skurðlækningar 33(23,9) 15(23,8) 48 (23,9) Háls-, nef- og eyrnalækningar 21 (15,2) 5 (7,9) 26 (12,9) Þvagfæraskurðlækningar 11 (8,0) 4 (6,3) 15(7,5) Lýtalækningar 10(7,2) 6 (9,5) 16(8) Heila- og taugaskurðlækningar 5 (3,6) 7(11,1) 12(6) Æðaskurðlækningar 8 (5,8) 4 (6,3) 12(6) Brjóstholsskurðlækningar 6 (4,3) 4 (6,3) 10(5) Barnaskurðlækningar 5 (3,6) 3 (4,8) 8(4) 138 (100) 63(100) 201 (100) ■ Landspítali (74) ■ Höfuðborgarsvæðið utan Landspítala (34) * Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri (14) ■ Landsbyggðin, annað (16) Starfsvettvangur 138 skurðlækna við störf á Islandi er sýndur á mynd 1. Rúmur helmingur þeirra (53,6%, n=74) voru í aðalstarfi á Landspítala en á Sjúkrahúsinu á Akureyri störfuðu 14 skurð- læknar. Hinir störfuðu annaðhvort á smærri sjúkrahúsum á landsbyggðinni (n=16) eða á einkareknum stofum á höfuðborgarsvæðinu, flestir í Orkuhúsinu, þar af 14 í fullu starfi. Tafla IV sýnir lönd þar sem sérfræðinám var stundað. Aðeins voru teknir með skurðlæknar sem lokið höfðu sérnámi. Langflestir, eða 164 (69,2%), stunduðu sérnám í Svíþjóð, en Bandaríkin komu næst, og er þá talinn með læknir sem stundaði framhaldsnám í Kanada. Þar á eftir komu Noregur Mynd 1. Starfsvettvangur 138 sérfræðinga í skurölækningum á íslandi þann 1. september 2008. Fjöldi skurðlækna í sviga. Tafla IV. Löndin þar sem 237 íslenskir skurðiæknar stunduðu sérfræðiném. Uppiýsingarnar miðast við 7. september 2008. Aðeins er miðað við eitt iand. Ekki eru taldir með læknar sem ekki hafa lokið sérnámi. Gefinn er upp fjöldi og % í sviga. Land n (%) Svíþjóð 164(69,2) Bandaríkin og Kanada 29 (12,2) Noregur 23 (9,7) Bretland 9 (3,8) Danmörk 7 (3,0) Önnur lönd (m.a. Þýskaland, Frakkland) 5 (2,1) 237 (100) LÆKNAblaðið 2010/96 605
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.