Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 15.10.2010, Blaðsíða 46
UMRÆÐUR O G FRÉTTI HEILSUGÆSLAN R Hvernig væri að koma sér inn í 21. öldina! II er margt ágætt að finna í þessari skýrslu en mér finnst rert skorta á tölfræðilegar upplýsingar í henni til stuðnings um fullyrðingum sem þar koma fram. Þá vantar að mínu mati darsýn á heilbrigðisþjónustuna og skýrar skilgreiningar á verki þjónustustiga innan hennar. Þar á ég einkum við hlutverk sugæslunnar, sjálfstætt starfandi sérfræðilækna og göngudeilda dspítalans," segir Runólfur Pálsson formaður Félags íslenskra ekna um áfangaskýrsluna Efling heilsugæslunnar sem unnin var á im heilbrigðisráðuneytisins í sumar. „Það hefur verið rætt um þörf fyrir endurskoðun á skipulagi heilbrigðisþjónustunnar á íslandi árum og áratugum saman en lítið verið um framkvæmdir. Það er því löngu tímabært að slík endurskoðun fari fram með áherslu á gæði, skilvirkni og hagkvæmni. Heilbrigðiskerfi okkar er að mörgu leyti ágætt en ýmislegt má betur fara og við eigum stöðugt að leita leiða til úrbóta. Þessi áfangaskýrsla er skref í rétta átt en hún vekur eiginlega mun fleiri spurningar en hún svarar." Runólfur tekur í sama streng og Halldór Jónsson formaður Félags íslenskra heimilislækna þegar hann segist efast um að takist að fá umsækjendur í 20 námsstöður á ári í heimilis- lækningar. „Þetta er nær helmingur útskrifaðra læknakandídata. Hingað til hefur hugur svo margra þeirra ekki staðið í þessa átt. Það verður að hugsa hlutina til enda áður en þeir eru settir fram. Ef fjölga á umtalsvert læknum sem leggja fyrir sig heimilislækningar þarf að gera ýmsar breytingar, svo sem að leggja aukna áherslu á kennslu í greininni í læknanáminu sjálfu og að bæta starfsskilyrði heimilislækna. Mér sýnast hugmyndir skýrslunnar ekki leggja næga áherslu á þessi atriði. Á hinn bóginn get ég að mörgu leyti tekið undir hugmyndir um tilvísunarskyldu." Órökstuddar fullyrðingar Runólfur segir að í skýrslunni sé að finna Hávar ýmsar órökstuddar fullyrðingar um samskipti Sigurjónsson heilsugæslunnar og sjálfstætt starfandi sérfræði- lækna og einnig um viðmót göngudeilda sjúkra- húsanna. „Ég þekki ekki dæmi um þessi atriði sem fram koma í skýrslunni en þar segir: „Heilsugæslulæktmr eru uggandi yfir því að Landspítalinn muni ekki hafa nægjanlegan viðbúnað til þess að mæta dag- göngudeildarþjónustu. í dag er sú þjónusta alls ekki fullnægjandi og mikið ósamræmi í því hvernig brugðist er við erindum sem þangað berast. Dæmi eru um að beiðnir séu endursendar og sjúklingum bent á að snúa sér til sérgreinalækna á einkareknum stofum og í öðrum tiivikum hafa verið settar takmarkanir á tilvísanir frá heilsugæslu í almenna meðferð." Um samskipti heilsugæslulækna og sjálfstætt starfandi sérfræðilækna segir á öðrum stað: „Ýmsir hnökrar eru taldir vera á samskiptum heimilislækna og sérgreinalækna, sérstaklega er til þess tekið að svo virðist sem sérgreinalækni sé í sjálfsvald sett hvort hann sinnir erindum frá heimilislæknum eða vísar þeimfrá sér. Þetta Imfi m.a. íför með sér að erfitt sé, og stundum nánast útilokað, fyrir heimilislækni að koma sjiiklingi í sérfræðimat, hvort sem um er að ræða að senda fólk á göngudeildir spítala eða til sérgreinalækna á stofu." „Ef þetta er rétt er það grafalvarlegt mál en mér þykir undarlegt að það skuli sett fram með þessum hætti án frekari skýringa. Ég er þó ekki í vafa um að bæta þurfi farveg fyrir tilvísanir sjúklinga til sérfræðilækna, hvort heldur er hjá sjálfstætt starfandi sérfræðilæknum eða á göngudeildum Landspítala og annarra sjúkrahúsa. Ég tel að stofnanir sem veita sérfræðilæknisþjónustu eigi að bjóða upp á sérstakt símanúmer sem tilvísandi læknar geta hringt í og sé þar liðsinnt. Þá er rétt sem kemur fram í skýrslunni að upplýsingaflæði milli heilsugæslunnar og sjálfstætt starfandi sérfræðinga og/eða sérfræðinga á sjúkrahúsunum mætti og gæti sannarlega verið mun betra. Talað er um að sérfræðilæknarnir skrifi ekki læknabréf með sjúklingi og sinni með því ekki upplýsingaskyldu sinni," segir Runólfur. Um þetta segir í skýrslunni: „Þannig virði sérgremalæknar oft alls ekki 6. gr. Reglugerðar nr. 638 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.