Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 7
Tryggvi Helgason barnalæknir tryggvihe@simnet.is Höfundur er barnalæknir í Domus Medica með offitu barna sem sérsvið. RITSTJÓRNARGREIN Offita barna Offita barna er vaxandi vandamál í hinum vestræna heimi. Þrátt fyrir að mikil vakning hafi orðið í þessum málum hefur ekki tekist að snúa þróuninni við síðastliðin ár. Ef það tekst ekki mun það hafa mikil áhrif á lífsgæði og lífslíkur þjóða. Hér á Islandi eigum við tölur um þróun þyngdar 9 ára íslenskra skólabama á 20. öld sem Brynhildur Briem tók saman.1 Þær sýna svo ekki verður um villst að offita barna hefur farið hratt vaxandi hér frá því á áttunda áratugnum. Samkvæmt Lýðheilsustöð (2009) mælast 21,3% íslenskra 5-15 ára bama of þung og rúmur fjórðungur þeirra, eða 5,5% bama á Islandi, mælast of feit. Þetta hlutfall hefur farið hratt hækkandi á síðustu áratugum. Þegar hlutfallið er umreiknað í fjölda barna kemur í ljós að um 2650 börn á Islandi eru of feit. Þetta er stór hópur og þörf fyrir markviss inngrip. I þessu tölublaði Læknablaðsins eru niðurstöður mælinga Kristjáns Þórs Magnússonar og félaga á hreyfingu 9 og 15 ára íslenskra skólabarna teknar saman.2 Þær sýna að mikill meirihluti íslenskra barna, mælt á hlutlægan hátt, hreyfir sig minna en ráðlegt er til að viðhalda heilsunni. Þau börn sem hreyfðu sig minna, reyndust vera með meiri fitu undir húð en þau sem hreyfðu sig meira. Niðurstaða þeirra er að íhlutunar sé þörf til að auka hreyfingu barna í skólum á Islandi. Þegar horft er til aukningar á offitu barna hérlendis er eðlilegt að draga þá ályktun. Vissulega er í mörgum tilvikum þörf á átaki í að bæta mataræði og minnka neyslu á orkuríkum og næringarsnauðum mat og drykk. Það hefur hins vegar frá alda öðli verið talið merki um hreysti unga fólksins að það sé duglegt að hreyfa sig. Enda hefur verið sýnt að ef börn eru í réttu umhverfi liggur í eðli þeirra að hreyfa sig. Því er rannsóknin sem kynnt er í þessu tölublaði mikilvægt innlegg og góð hvatning fyrir þá sem vinna nú þegar að aukinni hreyfingu barna. Einnig eru þetta skýr skilaboð til yfirvalda um hvar megi spara og hvar skuli bæta við fjármunum. Læknum er vel ljós sú hætta sem fylgisjúkdómar offitunnar bera með sér. Má þar nefna sykursýki, háan blóðþrýsting og fitulifur. Rannsókn á indíánum í Arizona sýnir að áhrif fylgisjúkdóma byrja strax á bamsaldri.3 Böm sem þjáðust af offitu við 11 ára aldur vom tvöfalt líklegri til að deyja fyrir 55 ára miðað við þá sem voru grannir, ef ytri orsakavaldar, svo sem slys, eru dregin frá. Þótt erfitt sé að alhæfa út frá slíkri erlendri rannsókn em sterkar líkur á að hið sama eigi við um íslendinga og að of mikil fita allt frá barnsaldri auki álag á kerfi líkamans og valdi hættulegum fylgisjúkdómum í framtíðinni. Tíðni þessara sjúkdóma mun aukast hratt á næstu árum ef ekkert er að gert. Svo hratt að ævilíkur kynslóðarinnar sem nú vex úr grasi gætu verið styttri en þeirrar sem ól hana af sér. Þetta er þveröfugt við þá þróun sem varð á síðustu öld á lífsgæðum og ævilíkum.4 Þegar jafn örar breytingar verða á þróun heilsu heilla kynslóða er eðlilegt að álykta að vandann sé að finna í þróun samfélags okkar á síðustu áratugum. Læknar hafa í sögulegu samhengi haft for- göngu um breytingar á samfélaginu í átt að heilbrigðari lífsháttum. Má þar nefna baráttu gegn ungbarnadauða, bólusetningar og þegar fátækum börnum var gefin mjólk í skólum. Vandi okkar í dag snýr hins vegar frekar að ofgnótt en skorti eins og á uppvaxtarárum lýðveldisins. Ástríður Stefánsdóttir siðfræðingur velti í fróðlegum fyrirlestri upp þeirri spurningu hvort það væru kannski ekki þeir einstaklingar sem væru of feitir, sem væru vandamálið, heldur sýndu þeir merki þess að samfélagið okkar ætti í vanda. Það hlýtur að minnsta kosti að vera okkur umhugsunarefni þegar gera þarf fjölda aðgerða á ári til þess að þeir sem verst eru staddir geti búið í samfélagi okkar án þess að þjást af fylgisjúkdómum offitu. Þegar nýtt heilbrigðisvandamál birtist, eins og offita barna hefur gert á síðustu árum, þarf að bregðast við því og læknar geta verið þar í forystuhlutverki. Stöðugt meiri þekking byggist upp á því hvað hægt sé að gera til að snúa þróuninni við. Hér á landi er stækkandi hópur vísindamanna að leita leiða til að auka hreysti þjóðarinnar eins og greinin í blaðinu er gott dæmi um. Nú er því mikilvægt að læknar, vísindamenn, heilbrigðisstarfsmenn, stjórnmálamenn, foreldrar og aðrir þeir sem láta sér annt um heilsu íslenskra barna taki höndum saman og stýri samfélaginu af þeirri braut sem leiðir til aukinnar offitu og inn á braut hreysti og heilbrigðari lífsstíls. Heimildir 1. Briem B. Breytingar á hæð og þyngd 9 ára skólabama í Reykjavík 1919-1998. Meistaraprófsritgerð læknadeild Háskóla íslands, ágúst 1999. 2. Magnússon KÞ, Amgrímsson SÁ, Sveinsson Þ, Jóhannsson E. Líkamshreyfing 9 og 15 ára íslenskra bama í ljósi lýð- heilsumarkmiða. Læknablaðið 2011; 97: 75-81. 3. PW Franks, Hanson RL, Knowler WC, et al. Childhood obesity, other risk factors, and premature death. NEJM 2010; 362:485-93. 4. Olshansky SJ, Passaro DJ, Hershow RC, et al. A potential decline in life expectancy in the United States in the 21st Century. N Engl J Med 2005; 352:1138-45. LÆKNAblaðið 2011/97 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.