Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 37
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Brot úr sögu stungulyfja Með sérstöku tilliti til íslenskra aðstæðna Jóhannes F. Skaftason1 cand. pharm., áður lektor og lyfsali skafta@intemet.is Jakob Kristinsson2 cand. pharm., prófessor jakobk@hi.is Þorkell Jóhannesson2 dr. med., áður prófessor dr. thorkell@simnet. is Fyrri hluti greinar um stungulyf, seinni hluti hennar verður birtur í marsblaðinu. Ágrip Fyrstu lyfjadælur og holnálar, sem nota mátti af öryggi til þess að koma lyfjum í bandvef undir húð, í vöðva, í æð eða eftir atvikum annars staðar, komu fram skömmu eftir 1850. Morfín er fyrsta lyfið sem gefið var undir húð úr lyfjadælu og gegnum holnál. íslenskir læknar virðast ekki hafa notað stungulyf við lækningar fyrr en um aldamótin 1900 og aðgengi að stungulyfjum og notkun þeirra virðast hafa verið lítil fram undir 1930. Stungulyf voru notuð áður en vitneskja um sýkla eða örverur varð almenn meðal lækna og áður en menn fengu haldbæra vitneskju um jónajafnvægi í frumum. Stungulyf eins og þau sem nú þekkjast eru því árangur áratugalangrar þróunar. Það var og mikil framför þegar farið var að nota einnota lyfjadælur og nálar kringum 1960. Framleiðsla stungulyfja virðist hefjast hér að marki á fjórða tug 20. aldar og var á tímabilinu 1940-1970 á allmargra höndum. Tveir stærstu framleiðendurnir höfðu mikið úrval lyfja en hinir framleiddu einkum vítamínstungulyf (B og C vítamín) og staðdeyfingarlyf (prókaín). Framleiðendum stungulyfja fækkaði smám saman og framleiðslan lagðist af upp úr aldamótunum 2000. Inngangur Stungulyf eru fljótandi lyfjasamsetningar ætlaðar til íkomu í húð, eða gegnum húð, slímhúð eða vessahúð. Til verksins þarf lyfjadælu þar sem mældum einingum lyfjanna er þrýst með bullu gegnum holnál í húð, bandvef undir húð, vöðva, æð eða annars staðar. Nothæfar lyfjadælur og holnálar komu fyrst fram upp úr 1850. Var gjöf lyfja undir húð eða í vöðva að kalla óþekkt áður, ,en menn höfðu þó reynt slíkar lyfjagjafir mun fyrr með frumstæðum aðferðum. Kröfur til gerðar lyfjadæla og stungulyfja uxu smám saman. Þó var komið allnokkuð fram á 20. öld áður en öllum kröfum til stungulyfja sem nú eru gerðar, var fullnægt. Brot af þessari sögu er rakið hér, ,allt til ársins 1965, er skráning sérlyfja hófst eftir gildistöku lyfsölulaga nr. 30 29. apríl 1963. Notkun stungulyfja varð talsvert útbreidd í ýmsum nálægum löndum þegar leið á 19. öld. Átti þetta sér í lagi við um morfín og aðra plöntubasa (alkalóíða), sem hreinunnir voru úr plöntum (atrópín, skópólamín, stryknín, kókaín o.fl.). Má meðal annars sjá þessa stað í Danmörku. Þótt flestir íslenskir læknar hafi á þessum árum ýmist verið menntaðir í Danmörku eða verið mótaðir af dönskum læknavísindum, hófst notkun stungulyfja mun síðar hér en í Danmörku. Til þess að fá yfirlit yfir framboð á stungu- lyfjum var kannaður fjöldi þeirra frá og með Lyfjaverðskránni 1913’ og til og með fyrstu Sérlyfjaskrárinnar 1965.2 Jafnframt var reynt að meta notkun og framboð á stungulyfjum (og lyfjadælum) með því að kanna skrif og auglýsingar í Læknablaðinu fram eftir árum, svo og skrif í Tímariti um lyfjafræði. Loks voru ársskýrslur helstu spítala kannaðar frá upphafi og fram á fjórða tug 20. aldar. Framleiðsla stungulyfja hér á landi hófst væntanlega að marki upp úr 1930 og var um skeið á allmargra höndum. Innlend framleiðsla stungulyfja hélst í áratugi, en er nú endanlega aflögð að því best er vitað. Elstu heimildir Lyfjagjöf í æð er að stofni til eldri en gjöf í húð, í bandvef undir húð eða í vöðva. Ræður hér að nokkru að fyrrum var algengt að taka mönnum blóð með bíld (e. lancet), en einnig að lyfjum í lausn varð komið í bláæðar við innrennsli án þess að dælur þyrfti til. 1. Gjöflyfja íæð William Harvey (1578-1657) birti grundvallarrit sitt um blóðrás og starfsemi hjartans (Exercitatio anatomica de motu cordis et sangvinis in animalibus) árið 1628. Sagan segir að þetta hafi vakið áhuga annars þekkts Englendings, Christophers Wren (1632-1723), á því að gefa lyf í æð. Wren, sem var prófessor í stjömufræði í Oxford og að auki þekktur arkitekt, hafði kynnst Harvey á námsárum sínum. Árið 1656 dældi hann ópíum og öðmm efnum í bláæðar hunda og notaði við það fjaðurpenna sem tengdur var lítilli blöðru. Heimildir eru ennfremur um tilraunir með lyfjagjafir í dýr í Þýskalandi 1642. Árið 1657 gaf svo Wren manni lyf í æð (vinum emeticunv, kalíumantímónýltartrat). LÆKNAblaðið 2011/97 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.