Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELLI
voru notkun getnaðarvamartaflna og fóstureyðing
hjá stúlkum (75%) og slys/áverkar hjá drengjum
(67%).4
Flest börn sem fá blóðsegarek til lirngna hafa
að minnsta kosti einn áhættuþátt. Áunnir áhættu-
þættir era svipaðir hjá börnum og fullorðnum,
sá algengasti hjá bömum er djúpbláæðaleggir.5
Algengustu meðfæddu áhættuþættir fyrir sega-
myndun eru stökkbreytingar í factor V (factor V
Leiden) og prothrombin (prothrombin 20210 A).6
Ekki fundust merki inn meðfædda segahneigð
hjá stúlkunni og var notkun getnaðarvarnarpillu
talinn hennar eini áhættuþáttur.
Sýnt hefur verið að samsettar getnaðarvamar-
pillur auka líkur á myndun blóðsega. Áhættan er
mest fyrstu mánuðina eftir að meðferð hefst og
eftir því sem estrógenmagnið er meira.7
Engin sértæk greiningarferli hafa verið þróuð
fyrir böm og þau sem notuð eru fyrir fullorðna
hafa ekki verið skoðuð miðað við forspárgildi í
bömum.
D-dímer er oft notaður sem hluti af grein-
ingarferli blóðsegareks til lungna hjá fullorðnum
þar sem rannsóknir hafa sýnt að mælingin hefur
96,4% næmi og að neikvætt forspárgildi er
99,6% hjá fullorðnum.8 Engar stórar rannsóknir
hafa skoðað gagnsemi D-dímer við greiningu
blóðsegareks til lungna hjá börnum.
Lungnaæðamyndataka hefur verið talin gull-
stika í greiningu blóðsegareks til lirngna og sjást
þá eyður eða þverstopp í skuggaefnisfyllingu.5
Rannsóknin er hins vegar ífarandi og dýr og því
ekki mikið notuð núorðið. í dag er oftast stuðst
við tölvusneiðmyndatöku af lungnaæðum með
skuggaefni (spiral CT angió). Hún tekur skamman
tíma og gefur upplýsingar um blóðsegarek
og mögulega fylgikvilla þess, svo sem drep í
lungnavef. Einnig getur rannsóknin greint aðrar
skýringar, svo sem lungnabólgu og bólgur í
gollurshúsi. Ókostir rannsóknarinnar eru þeir að
sjúklingurinn verður fyrir umtalsverðri geislun
og nota þarf skuggaefni í æð sem hentar ekki
þeim sem eru með ofnæmi fyrir skuggaefni
eða skerta nýmastarfsemi. Stöku sinnum er
gert innöndunarblóðflæðiskann af lungum en
niðurstaða þess er oft ekki afgerandi og háð þeim
sem les úr rannsókninni.
Stúlkan fór í bráðaaðgerð þar sem blóðseginn
var fjarlægður. Annar kostur er segaleysandi með-
ferð en deila má um hvort hún hefði komið til
greina þar sem ástand stúlkunnar var óstöðugt og
hratt versnandi.
Heimildir
1. Selbst SM. Evaluation of chest pain in children. Pediatr Rev
1986; 8: 56-62.
2. Selbst SM, Ruddy RM, Clark BJ, et al. Pediatric chest pain: a
prospective study. Pediatrics 1988; 82: 319-23.
3. Pantell RH, Goodman BW, Jr. Adolescent chest pain: a
prospective study. Pediatrics 1983; 71:881-7.
4. Bemstein D, Coupey S, Schonberg SK. Pulmonary embolism
in adolescents. Am j Dis Child 1986; 140: 667-71.
5. Van Ommen CH, Peters M. Acute pulmonary embolism in
childhood. Thromb Res 2006; 118:13-25.
6. Lane DA, Mannucci PM, Bauer KA, et al. Inherited
thrombophilia: Part 1. Thromb Haemost 1996; 76:651-62.
7. van Hylckama Vlieg A, Helmerhorst FM, Vandenbroucke
JP, et al. The venous thrombotic risk of oral contraceptives,
effects of oestrogen dose and progestogen type: results of the
MEGA case-control study. BMJ 2009; 339: b2921.
8. Schoepf UJ, Goldhaber SZ, Costello P. Spiral computed
tomography for acute pulmonary embolism. Circulation
2004; 109: 2160-7.
>-
DC
<
V>
I
C/D
C3
Z
m
Pulmonary embolism in a teenage girl
Pulmonary embolism is an uncommon but potentially life
threatening disease in children and adolescents. The clinical
findings can be similarto other more common conditions
such as pneumonia. Therefore high level of suspicion is
required for early and accurate diagnosis. Most children
have at least one underlying risk factor, either inherited or
acquired.
Computed tomography is the most widely used method
in diagnosing pulmonary embolism. Anticoagulation is the
mainstay of therapy for pulmonary embolism, however,
acute surgery may be recquired for removal of the
embolism.
We report a case of pulmonary embolism in a teenage girl
with serious circulatory failure where emergency surgery
was needed.
Baldursdottir S, Tortason B, Sigfusson G, Benediktsdottir K, Bjarnason R.
Pulmonary embolism in a teenage girl. Icel Med J 2011; 97:97-9.
Key words: computed tomography, P-pill, anticoagulation, surgery
Correspondence: Ragnar Bjarnason, ragnarb@landspitali.is
Barst: 2. september 2010, - samþykkt til birtingar: 4. janúar 2011
Hagsmunatengsl: Engin
LÆKNAblaðið 2011/97 99