Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 45
Ú R
______UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR
PENNA STJÓRNARMANNA LÍ
Kjaraviðræður á tímum kreppu
Ágúst Örn
Sverrisson
agust@hsu.is
Höfundur er hjartalæknir á
heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Stjórn Ll
Bima Jónsdóttir
formaður
Valgerður Á Rúnarsdóttir
varaformaður
Sigurveig Pétursdóttir
gjaldkeri
Anna K. Jóhannsdóttir
rítarí
Ágúst örn Sverrisson
Árdís Björk Ármannsdóttir
Orri Þór Ormarsson
Ragnar Victor Gunnarsson
Þórey Steinarsdóttir
í pistlunum Úrpenna
stjórnarmanna LÍ birta
þeir sínar eigin skoðanir
en ekki félagsins.
Undanfarið hefur samninganefnd LÍ átt í við-
ræðum við samninganefnd ríkisins vegna kjara-
mála en kjarasamningur lækna rann úr gildi
á síðasta hausti. í tilefni þessa og almennrar
umræðu í samfélaginu um kaup og kjör er ekki
úr vegi að læknar almennt leiði hugann að sínum
kjaramálum og reyni að gera sér grein fyrir hvaða
væntingar þeir hafi til ávinnings af komandi
samningum.
Allir læknar, jafnt sem flestir aðrir þegnar,
búa nú við mjög skert kjör miðað við það sem
áður var og er skýringin einkum þríþætt, laun
lækna hafa lækkað á meðan skatttaálögur hafa
hækkað mikið. Læknar hafa nokkuð misjafna
sögu að segja af launalækkunum en ef marka
má óformlega könnun á mínum vinnustað
hafa útborguð laun flestra lækkað um 10-20%.
Samkvæmt skilagreinum ríkissjóðs, sem berast LÍ
mánaðarlega, lækkuðu meðalheildarlaun lækna
um 5% frá mars 2009 til mars 2010. Margir læknar
hafa illa mátt við tekjulækkun til að standa við
fjárhagslegar skuldbindingar sínar og því leitað
leiða til að viðhalda tekjum með aukinni vinnu, í
mörgum tilfellum erlendis.
Auk lækkunar launa og hækkunar skatta er
kaupmáttur launa nú um 10% lægri en hann
var fyrir hrun, sökum verðhækkana á allri
neysluvöru sem varð vegna gengishruns og
verðbólgu. Kaupmáttur launa hefur þó lítillega
aukist að undanfömu í samræmi við hækkandi
launavísitölu og minnkandi verðbólgu samkvæmt
hagtölum Hagstofu. Kann þó að vera að þá
hækkun megi rekja til lítilla afmarkaðra hópa,
til dæmis slitastjórna, þar sem hinn almenni
launþegi hefur ekki fengið neinar kjarabætur að
undanförnu. Eftir að iaun lækna hækkuðu um
7% við undirritun samninga í október 2008, hafa
launataxtar ekki breyst. Sameiginleg áhrif lægri
ráðstöfunartekna og minnkandi kaupmáttar hafa
skert kjör lækna almennt að lágmarki um 15% á
síðustu tveimur árum og hjá mörgum þeirra mun
meira, eða allt að 20-30%.
Óháð því hve mjög kjör manna hafa verið skert
á síðustu tveimur árum má öllum ljóst vera hvaða
hljóð verður í samninganefnd ríkis. Ekki er um
annað talað en að ríkiskassinn sé tómur og nánast
ekkert svigrúm sé til launahækkana, hvorki hjá
ríki né á almennum markaði. Því er þungt fyrir
fæti hjá okkar mönnum að ná fram verulegri
prósentuhækkun á launataxta umfram það sem
aðrir hópar launþega ná fram í samningum nú
seinni hluta vetrar. Fæstir hafa vogað sér að vonast
eftir hækkunum sem nema meira en broti af þeirri
kjaraskerðingu sem læknar hafa orðið fyrir.
Það er því miður nær óhjákvæmilegt að við-
ræður nú og væntanlegir samningar muni aðeins
að takmörkuðu leyti leiðrétta kjararýrnun lækna
með prósentuhækkun launa. Að sjálfsögðu hafa
taxtahækkanir lítið að segja ef kaupmáttur launa
er ekki tryggður á sama tíma með stöðugleika í
efnahagslífi. í þessu sambandi er rétt að benda
á að á örfáum mánuðum, seinni hluta árs 2008
og í upphafi árs 2009, hvarf á einu bretti öll sú
kaupmáttaraukning sem myndast hafði í landinu
frá árinu 2000. Til þessarar staðreyndar verðum
við læknar að líta í okkar kjaraviðræðum líkt og
aðrar stéttir.
Sé erfitt að ná fram verulegum hækkunum á
launatöflum, megum við læknar leiða hugann
að því hvort ekki megi bæta kjör okkar með
öðrum hætti. Því miður er því svo farið að stór
hluti lækna er óánægður í starfi eins og komið
hefur fram í viðhorfskönnunum, nú síðast í stórri
könnun á starfsánægju innan Landspítalans.
Tveir augljósir þættir sem draga úr starfsánægju
lækna er óánægja þeirra með kjör sín og langur og
óreglulegur vinnutími. Augljós rök hníga því að
því að læknar leggi áherslu á styttingu vinnuviku
og viðveru í komandi samningum. Væri það í
takt við heilbrigða forgangsröðun og líklegt til að
auka lífsgæði ef læknar gætu aukið frítíma sinn til
að sinna hugðarefnum og fjölskyldu, án þess að
þurfa að skerða kjör sín frekar.
Það er reynsla þeirra sem best þekkja
til kjaraviðræðna að sjaldnast náist verulegur
árangur án sérstakra aðgerða eða hótana um slíkt
af hálfu launþega. Nú ber svo við að læknum
á íslandi fer óðum fækkandi og menn sækja
unnvörpum í betra vinnuumhverfi og kjör í
nágrannalöndum. Okkur læknum ber skylda
til að sporna gegn þessari þróun með því að
reyna að bæta starfsumhverfi okkar hér. Slíkar
umbætur munu ekki nást fram án þess að læknar
séu tilbúnir sem sameinaður og samhentur hópur
að grípa til sértækra aðgerða. Ekki er víst að tími
gefist til slíks nú á þessu ári en ekki er ráð nema
í tíma sé tekið. Með góðri undirbúningsvinnu
gætu læknar horft fram á enn sterkari stöðu
gagnvart samnningsaðilum sínum á næsta ári,
sem vonir standa til að bjóði upp á hagfelldari
efnahagsaðstæður en við nú búum við.
LÆKNAblaðið 2011/97 109