Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR ADHD Á LÆKNADÖGUM Árangurinn er oft stórkostlegur Grétar Sigurbergsson, geðlæknir flutti erindi á Læknadögum á málþingi um ADHD um rítalín- meðferð fullorðina. Hann kynnti sér þessa meðferð sem yfirlæknir réttargeðdeildarinnar á Sogni árið 1993. „Það vakti athygli mína hversu erfiðir margir fanganna gátu verið og héldu kerfinu stundum í heljargreipum. Ég rakst á rannsókn Stens Levander réttargeðlæknis sem komst að því helmingur karlmanna í sænskum fangelsum væri með ADHD. Ég kynnti mér ADHD og hóf að meðhöndla suma erfiðustu fangana með rítalíni. Þeir höfðu fram að því fengið róandi lyf sem gerði þá iðulega enn verri, en rítalínið gerði marga þessara fanga ljúfa sem lömb. Það verður að segjast að erfitt er að meðhöndla fanga með rítalíni án þess að það verði söluvara innan fangelisins. En þessi reynsla af rítalíni lofaði góðu og ég get nefnt síbrotamann, fíkil sem dvaldist í fangelsi frá unga aldri en hefur ekki stigið fæti þangað í 15 ár frá því hann hóf töku rítalíns. Hann er nú algjör fyrirmyndarmaður og segir að rítalín hafi bjargað lífi sínu." Grétar sagði skilið við réttargeðdeildina og fangelsislækningar árið 1996 en fór að endurmeta suma af erfiðustu sjúklingunum, einkum þá sem þurftu síendurtekið að leggjast inn. „Meðal þeirra var ung kona sem gengið hafði illa að lækna. Hún þjáðist af geðhvörfum en ég velti því fyrir mér hvort hún væri auk þess með ADHD. Mér fannst það tilraunarinnar virði að reyna rítalín og hún var tilbúin að reyna nær hvað sem var. Hún tók fyrst rítalín fyrir 15 árum og hefur ekki komið inn á geðdeild síðan. Hún hefur verið einkennalaus og stundað sína vinnu. Mér varð ljóst að ADHD er ekki sjúkdómur en getur verið alvarlegur sjúkdómsvaldur, sér í lagi hjá fullorðnum." Grétar segir að einkenni ADHD séu einbeitingarleysi, ofvirkni og hvatvísi og það sé þakklátt starf að leysa vanda þeirra sem þjást vegna þessa. „Ungt fólk með ADHD er líklegra en aðrir til að hverfa frá námi. Það hefur oft tilhneigingu til þunglyndis, kvíðaraskanir eru algengar, slysatíðni er hærri og hættan á að leiðast út í misnotkun vímuefna er margfalt hærri en hjá þeim sem ekki eru með ADHD." Ofvirkni nánast þjóðareinkenni Grétar segir kvillann vera arfgengan og hafi hugsanlega gert fólk hæfara til að lifa af við erfiðar aðstæður öldum saman. „ADHD gerir mann áræðnari, fífldjarfan jafnvel, og það eru eiginleikar sem hafa komið sér vel gegnum aldirnar hér á landi. ADHD gerir fólk stundum duglegt, mikilvirkt og oft mjög hugmyndaríkt. Það er sem sagt ekki alltaf til vandræða að vera með ADHD. En margt í samfélaginu gerir slíku fólki nú á tímum erfitt fyrir þegar áhersla er lögð á einbeitingu, minni, fyrirhyggju, stundvísi og skipulagsgáfu. Það má leiða að því líkur að hérlendis séu skýringar á því hvers vegna hlutfall ADHD sé hærra en í löndunum í kringum okkur, án þess að það hafi verið rannsakað. Við erum afkomendur fólks sem var áræðið og hvatvíst, það lagði á höfin út í óvissu og hafði ef til vill ekki fyrirhyggju til að hugsa um afleiðingarnar. Innflytjendasamfélög eru gjarnan þessu marki brennd og má velta því fyrir sér hvort genið sé ekki nokkuð ráðandi í slíkum samfélögum. Það væri verðugt rannsóknarefni og ýmislegt í hegðunarmynstri þjóðarinnar hefur mér fundist benda til þess að ofvirkni sé nánast þjóðareinkenni." Grétar tekur undir að vissulega þurfi að stemma stigu við misnotkun rítalíns og skyldra lyfja en engu að síður sé mikilvægt að hafa í huga að ADHD hafi lengi verið stórlega vangreint meðal fullorðinna. „Það eru aðeins 14 ár síðan efnt var til umræðufundar íslenskra geðlækna undir yfirskriftinni Er ADHD til meðal fullorðinna? Flestir töldu þá að svo væri ekki. Nú efast enginn um það lengur en við erum enn að vinda ofan af kúfnum. Ekki má heldur gleyma því að vangreindir einstaklingar með ADHD kosta samfélagið mikið. Heilbrigðisþjónustan og dómskerfið bera þyngsta hlutinn en fullorðnir með erfið einkenni af ADHD þjást af ýmsum fylgikvillum. Sumir leiðast út í vímuefnanotkun og andfélagslega hegðun og afbrot og slysatíðni þeirra er hærri en hjá öðrum. Það er því til mikils að vinna að greina ADHD sem fyrst hjá börnum því unglingar með ADHD eru miklu líklegri en aðrir unglingar til að leiðast út í vímuefnanotkun og detta út úr skóla. Það hefur verið sýnt fram á að með þvf að setja þessi börn á rítalín verða líkurnar á því að þau misnoti vímuefni engu meiri en hjá þeim sem ekki eru haldnir þessum kvilla. Eitt af því ánægjulegasta sem ég fæst við í starfi mínu er að hjálpa ungu fólki með ADHD sem hefur misst fótanna í tilverunni aftur á rétta braut og sjá það ná tökum á námi og ná að nýta hæfileika sína og blómstra." „Eitt afpví ánægjulegasta sem égfæst við í starfi mínu er að hjálpa ungu fólki með ADHD," segir Grétar Sigurbergsson geðlæknir. Hávar Sigurjónsson LÆKNAblaðið 2011/97 11 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.