Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 50
UMRÆÐUR O G LÆKNADAGAR F R É T T I R Bein tengsl milli fæðu og hegðunar Michael Clausen barnalæknir hefur um árabil stundað rannsóknir á fæðuofnæmi og hann nefnir rannsóknir á áhrifum fitusýra á ónæmiskerfið sem einn þeirra þátta sem hann hefur beint athygli sinni að. „Út frá því vaknaði áhugi minn á því hvemig fæðan sjálf hefur áhrif á hegðun. Það er svo sem ekkert nýtt í sjálfu sér, þar sem kjörorðið „Þú ert það sem þú borðar" hefur lengi verið þekkt en spurningin snýst frekar um hvernig maður nálgast þetta," segir Michael. Hávar Sigurjónsson Um þetta fjallaði málþing á Læknadögum sem Michael skipulagði, en þar var fjallað frá ýmsum sjónarhornum um áhrif fæðunnar á líkamann, áhrif hennar á ýmsa sjúkdóma, stoðkerfið, húðina og taugakerfið. Breytingar á fæðumynstri þjóðarinnar voru einnig reifaðar, en þar hefur nánast orðið bylting á undanfömum árum. Fitusýrur í frumuhimnum Michael ræddi síðan sjálfur um áhrif fæðunnar á miðtaugakerfið og segir að lengi hafi verið þekkt að fæðan hefði ýmiss konar áhrif á hegðun og „Líkaminn nýtir þáfitu sem er í boði til að mynda frumuhimnurnar," segir Michael Clausen barna- og ofnæmislæknir. ofnæmisviðbrögð. „Á síðustu áratugum hefur rannsóknum á þessu sviði hins vegar vaxið mjög fiskur um hrygg og margt athyglisvert komið fram. Má nefna rannsóknir á áhrifum litarefna í matvælum á hegðun barna, sem hefur aftur verið staðfest í nýlegri vel gerðri breskri rannsókn. Fæðan sem við látum ofan í okkur samanstendur í meginatriðum af sykri, fitu og prótíni, auk steinefna og vítamína. Ekki hefur verið sýnt fram á að sykur hafi beinlínis áhrif á hegðun, önnur en þau að þegar börn fá stóran sykurskammt verða þau ör og kraftmikil um stund vegna þessa skyndilega orkuskots í líkamann. Fitan hins vegar er áhugaverðara rannsóknarefni þar sem hún hefur beinlínis áhrif á hegðunina. Það hefur verið sýnt fram á með góðum rannsóknum hvernig ómega-3 fitusýrur hafa áhrif á miðtaugakerfið. Bæði geta þær haft áhrif á þroska miðtaugakerfisins hjá bami í móðurkviði, á fyrstu árum bamsins og einnig hjá fullorðnum. Allar frumuhimnur í líkamanum eru búnar til úr fitusýrum og líkaminn nýtir þá fitu sem er í boði til að mynda frumuhimnurnar. Fitusýrurnar í frumhimnunni hafa mikil áhrif á gegndræpi frumuhimnunnar, framleiðslu á boðefnum, starfsemi viðtaka og jónaganga, auk losunar taugaboðefna. Fitusýrur koma einnig inn í genatjáningu. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á þessu sviði hafa staðfest ótvírætt þessi áhrif fitunnar og þá sérstaklega ágæti ómega-3 fitusýra hvað varðar jákvæð áhrif á taugakerfið. Rannsókn á mæðrum sem tóku lýsi á meðgöngu sýndi ótvírætt að það hafði jákvæð áhrif á hegðun og þroska barnanna við fjögurra ára aldur. í þessari rannsókn var tæplega 12.000 börnum fylgt eftir og það kom í ljós að fiskneysla á meðgöngu hafði mælanleg áhrif á greindarvísitölu barnanna. Þá hefur verið rannsakað að þunglyndissjúklingar eru með lág gildi af ómega-3 fitusýrum og einnig 114 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.