Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 58
UMRÆÐUR O G FRÉTTI
ÖLDUNGADEILD
R
Jón Hilmar
Alfreðsson
uHldungadeild
A—' Læknafélags íslands
Umsjón síðu
Páll Ásmundsson
Stjórn
Öldungadeildar
Sigurður E. Þorvaldsson
formaður
Jón Hilmar Alfreðsson
ritari
Tryggvi Ásmundsson
gjaldkeri
Guðmundur Oddsson
Óli Björn Hannesson
Öldungaráð
Hörður Þorleifsson
Höskuldur Baldursson
Kristín Guttormsson
Leifur Jónsson
Páll Ásmundsson
Vigfús Magnússon
Vefsíða Öldungadeildar
finnst meðal annarra
vefsíðna sérfélaga á
síðu LÍ.
Oft er gott það er gamlir kveða
Svo segir í Hávamálum og eflaust er það rétt, að
okkur yngri mönnunum (sic!) getur verið það til
upplýsingar, sem hinir eldri hafa sagt og skrifað.
Orðtakið kemur mér í hug sem ég fletti
fyrstu eintökunum af Læknablaðinu frá árunum
1915 og 1916. Að vísu höfðu læknar norðan og
austanlands með sér félag og gáfu út fjölritað blað
sem nefnt var Læknablaðið, en frá árinu 1915 hefur
blaðið komið út óslitið og ávallt verið vettvangur
bæði fræða og félagsmála.
Það sem vekur athygli mína er að þegar í
þessum fyrstu tölublöðum er talsvert fjallað um
fæðingafræði og það sem síðar var skilgreint
sem kvenlækningar, graviditas extrauterina, mola
hydatidosa, hyperemesis gravidarum, ecclampsia
gravidarum, graviditas prolongata og sagt er frá
fæðingu sem eigi varð lokið nema borað yrði gat
á höfuð barnsins. Þessi umfjöllun þykir mér sýna
hve þessi oft bráðhættulegu tilfelli hjá annars
hraustum konum brunnu á læknum úti í héraði.
Hins vegar leiddu menn alveg hjá sér óþarfa eins
og ófrjósemi og liðu bæði ár og dagur uns til þess
kæmi að það yrði rætt.
Form umfjöllunar var gjarnan „casuistik" eða
samantekt nokkurra tilfella sömu gerðar, en það
var ekki orðin tíska á þessum árum að fara með
staðtölur, varla hundraðshluta. Stundum er rætt
um orsakir, til dæmis hyperemesis og ecclampsia
og vandséð er að menn séu enn í dag miklu nær
í þeim efnum. Varðandi meðferð vitnar Matthías
Einarsson í þýskan höfund sem segir svo: „Von
Stroganoff ist in der neueren Zeit die Morphium
Behandlung mit Chloral sehr empfohlen worden."
Skyldi magnesíumsúlfat sem er inni í dag vera
virkara?
I félagsmálum ber nokkuð á umræðu um þörf
á „íslensku læknafélagi" sem næði til allra lækna
landsins. LR var stofnað 1909 og gaf út Læknablaðið
frá upphafi. Landsfélag hafði verið reynt að stofna
um aldamótin 1900, en sú tilraun mistókst, einkum
vegna þess að ókleift reyndist að ná mönnum
saman á fund, jafnvel ekki annað hvert ár.
Þeir sem árið 1915 hvetja til stofnunar
landsfélags benda á að tímar séu breyttir, ekki
sé lengur tilfinnanlegur læknaskortur, heldur
séu læknar nú fleiri en embættin og eftir fáein ár
verði sennilega embættislausir læknar víðsvegar
um land. „Vér rekum oss þá á samkeppni, kosti
hennar og lesti," segir Guðmundur Hannesson.
Árið 1915 varð allsérstæð uppákoma í tveimur
læknishéruðum, Eskifirði og Eyrarbakka. Ný-
skipaðir læknar voru ofsóttir með býsna grófum
hætti. Þá söknuðu menn heildarsamtaka að taka
á málum. Um þetta segir Gunnlaugur Claessen í
Læknablaðinu 1916: „Því miður eru þess fleiri dæmi
en eitt, að læknar hér á landi eru lagðir í einelti af
héraðsbúum, atvinnu þeirra spillt og mannorð
þeirra svívirt, án þess að þeir virðist að nokkru
leyti hafa til saka unnið."
Fram kemur að á þessum árum fá læknar
námsstyrki til utanferða, þó líklega eingöngu em-
bættislæknar. Ljóst er hve mikil fagleg upplyfting
þetta hefur verið, eins og glöggt kemur fram
hjá Ingólfi Gíslasyni á Vopnafirði í lokaorðum
greinargerðar hans um utanferð árið 1915: „Mjög
finnst mér nauðsynlegt fyrir okkur, sem eru svona
einangraðir og afskekktir að ferðast til útlanda
við og við til þess að fræðast um sitt af hverju
viðvíkjandi okkar fræðum og hressast eftir stritið
og ófrelsið, sem við eigum við að búa."
Skopmyndin
Sigurður Sigurjónsson læknir er frábær teiknari.
Margrir muna bókina Flora medicorum et chirurgorum
sem kom út sem fylgirit Læknanemans 1971. Hún
innihélt skemmtilegar skopmyndir af starfsfélögum og
lærifeðrum.
Sigurður hefur góðfúslega gefið öldungadeildinni
leyfi til að birta myndir úr bókinni. Reynt verður að birta
mynd þegar rými leyfir. Hafa skal í huga að myndirnar
eru um það bil 40 ára gamlar. Margir þeirra sem
myndirnar sýna eru þegar horfnir af sviðinu en aðrir
komnir til ára sinna. Riðið er á vaðið með ástsælum
prófessor í skurðlækningum.
122 LÆKNAblaðið 2011/97