Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 47
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR
ADHD Á LÆKNADÖGUM
„Við stöndum frammifyrir þeim vanda að koma í
vegfyrir misnotkun lyfjanna en tryggja um leið að
þeir sem þurfi á þeim að haldafái þau," segir Geir
Gunnlaugsson landlæknir.
„Umtalsverður fjárhagslegur ávinningur," segir
Páll Matthíasson framkvæmdastjóri geðsviðs
Landspítala.
„Það sem skiptir máli er að nolkunin sé í samræmi
við góð læknisfræðileg rök," segir Kristinn
Tómasson formaður Geðlæknafélags íslands.
en staðreyndir um misnotkun lyfjanna segja mér
að svo sé ekki nema að hluta til."
Standa vörð um góða þjónustu
„Notkun meðal fullorðinna á metýlfenídat-
lyfjum er hratt vaxandi og hefur tvöfaldast á
síðustu fimm árum," segir Geir Gunnlaugsson
landlæknir. „Aukningin er langmest hjá fullorðn-
um en notkunin mæld í dagskömmtum lyfsins
meðal bama hefur verið nokkuð stöðug. Spyrja
má hvort þetta sé eðlileg þróun á notkun lyfsins
og hvort við séum að nálgast hina sönnu þörf eða
hvort notkunin sé ekki komin úr böndunum.
Það er ekki deilt um að lyf sem innihalda
metýlfenídat geti hentað fullorðnum mjög vel,
þó þau séu eingöngu skráð til notkunar fyrir
börn 6-18 ára. A hinn bóginn höfum við staðfest-
ar upplýsingar um að slík lyf séu misnotuð af
fullorðnum og sprautufíklum og gangi kaupum
og sölum meðal þeirra á svörtum markaði. Við
stöndum því frammi fyrir þeim vanda að koma
í veg fyrir misnotkun lyfjanna en tryggja um leið
að þeir sem þurfi á þeim að halda fái þau. Það er
einnig áleitin spurning hvort allir þeir fullorðnu
einstaklingar sem nú nota lyfið hafi farið í gegnum
vandaða frumgreiningu og hvort önnur úrræði en
lyfjagjöf hefðu hentað þeim jafn vel eða betur.
Síðastliðið haust voru upplýsingar sóttar
úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins og
kannað hverjir fengju meira en þrjá dagskammta
af lyfinu. í ljós kom að margir fengu lyfseðla með
slíkum skömmtum frá fleiri en einum lækni.
Þegar athygli þeirra var vakin á þessu með bréfi
frá landlækni kom í ljós að í sumum tilfellum
átti þetta sér eðlilegar skýringar en í öðrum vissu
læknar ekki um að sjúklingurinn væri einnig að
fá lyfseðil frá öðrum læknum. Viðbrögð lækna
við þessum aðgerðum voru mjög góð og ég hef
fundið fyrir skilningi á því að ástandið sé ekki gott
og að aukið eftirlit með ávísunum á þessi lyf sé
nauðsynlegt.
Síðastliðið haust skipaði þáverandi heilbrigðis-
ráðherra, Álfheiður Ingadóttir, vinnuhóp sem
hefur í kjölfarið lagt í vinnu til að átta sig á notkun-
inni, þörfinni og vandanum. í vinnuhópnum áttu
sæti auk mín Einar Magnússon, lyfjamálastjóri
ráðuneytisins, Guðrún I. Gylfadóttir frá Sjúkra-
tryggingum íslands og Jóhann Lénharðsson frá
Lyfjastofnim. Fyrsta aðgerð vinnuhópsins var að
skilgreina hverjir ættu að hafa leyfi til að ávísa
metylfenídat-lyfjum. Niðurstaðan er að tak-
marka lyfjaávísanir þessara lyfja við taugalækna,
geðlækna, bamageðlækna og bamalækna. Önnur
aðgerð var að finna leiðir til að draga úr fjölda
nýrra notenda lyfjanna og þá með því að bæta
frumgreininguna og var geðsviði Landspítala
falið að hafa yfirumsjón með henni, það er hinum
faglega hluta hennar. Til að ná sem mestri sátt við
þá sem vinna á vettvangi með ADHD hjá full-
orðnum hef ég, ásamt Kristni Tómassyni formanni
Geðlæknafélags íslands og Páli Matthíassyni
framkvæmdastjóra geðsviðs Landspítala, unnið
að nánari útfærslu þessarar hugmyndar. Auk
þessa vinnur nú hópur geðlækna og sálfræðinga
að yfirferð og endurskoðun klínískra leiðbeininga
um greiningu ADHD hjá bömum og fullorðnum
og hefur þar hliðsjón af leiðbeiningum sem lagðar
eru til grundvallar frumgreiningu og eftirfylgd
í nágrannalöndum okkar. Þegar greiningarferli
LÆKNAblaðið 2011/97 11 1