Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 12
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla I. Lýsandi tölfræði á einkennum úrtaks rannsóknarinnar. 9 ára 15 ára Stelpur (n=95) meðaltal (SD)7 miðgildi (QD) Strákar (n=81) meðaltal SD*/ miðgildi (QD) 95% ÖM fyrir mun milli kynja Stelpur (n=72) meðaltal (SD)*/ miðgildi (QD) Strákar (n=90) meðaltal (SD)*/ miðgildi (QD) 95% ÖM fyrir mun milli kynja Aldur (ár) 9,4 (0,3)* 9,4 (0,3)* (-0,1; 0,08) 15,3(0,3)* 15,3 (0,3)* (-0,1; 0,1) Hæö (cm) 138,0(7,0)* 138,9 (6,0)* (-0,8; 3,1) 165,1 (6,0)* 176,5(7,0 )* (9,1; 13,4) Þyngd (kg) 32,1 (4,0) 32,2 (4,6) (-1,2; 2,4) 58,0 (6,4) 63,5 (6,3) (4,8; 11,1) Húðþykkt (mm)1 40,0 (12,9) 31,0 (11,9) (3,0; 12,0) 58,8 (16,2) 37,8 (17,0) (13,5; 25,0) BMI (þyngd/hæð2) 17,1 (1,3) 16,7(1,7) (-0,6; 0,7) 20,4 (1,7) 20,7 (2,2) (-0,8; 0,9) Hlutfall of þungra/of feitra* 14,7% 22,2% - 15,3% 22,2% - Slög/mín alla daga 580,9 (101,0) 683,8(115,7) (48,4; 152,6) 449,6 (79,9) 571,4 (108,4) (56,4; 175,6) Slög/mín virka daga 610,0 (94,4) 728,1 (123,4) (48,4; 152,6) 473,9 (87,0) 594,8 (126,0) (59,3; 178,1) Slög/mín um helgar 490,7 (122,9) 584,5 (139,3) (14,3; 139,2) 359,9 (96,3) 476,0(165,8) (56,4; 175,8) Hreyfing yfir 3400 slög/mín (mín/dag) 20,0 (8,2) 30,2 (12,6) (4,4; 13,4) 22,5 (7,8) 36,1 (13.7) (8,3; 18,4) Meðalfjöldi lota yfir 3400 slög/mín/dag 12,2 (4,1) 17,2 (5,6) (2,3; 6,9) 9,7 (2,6) 13,2 (3,7) (1,9; 5,2) Meðallengd lota yfir 3400 slög/mín/dag 1,6 (0,2) 1,7 (0,2) (0,02; 0,2) 2,4 (0,4) 2,8 (0,6) (0,1; 0,6) t Húöþykkt var mæld á fjórum stöðum (bicep, tricep, subscapular og suprailiac) og mælingar hvers staðar lagðar saman. t Ofþyngd og offita meðal 9 og 15 ára barna var greind út frá viðmiðum Cole og félaga frá árinu 2000.20 SD: staðalfrávik (e. standard deviation) QD: fjórðungsfrávik (e. quartile deviatiorí) ÖM: Öryggismörk BMI: Body Mass lndex= líkamsþyngdarstuðull Árið 2008 gaf Lýðheilsustöð út ráðleggingar um hversu mikið almenningur skuli hreyfa sig að jafnaði svo heilsubót hljótist af.14 Ráðleggingamar byggjast á erlendum rannsóknum og svipuðum viðmiðum hinna Norðurlandanna. Við mat á ákefð hreyfingar í þessari rannsókn var stuðst við viðmið Guinhouya og félaga á neðri mörkum meðalerfiðrar hreyfingar sem miðast við 3400 slög/mín.15 Samræmist þetta viðmið niðurstöðum annarra rannsókna sem styðjast allar við neðri mörk sem ekki eru lægri en 3000 slög/mín.12'16,17 Tilgangur þessarar þversniðsrannsóknar var: a) að rannsaka í hvaða mæli 9 og 15 ára gömul börn og unglingar uppfylltu nýlegar ráðleggingar um æskilega hreyfingu og ákefð hennar samkvæmt niðurstöðum viðurkenndra hlutlægra mælinga (hröðunarmælaslög), og b) að kanna hvort þættir eins og búseta, aldur, kyn og holdafar tengdust meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu. Efniviður og aðferðir Rannsóknarsnið og val á þátttakendum Niðurstöðurnar í þessari grein eru hluti af rannsókninni Lífsstíll 9 og 15 ára íslendinga. Tengdum niðurstöðum er varða þetta úrtak íslenskra barna hafa verið gerð skil áður.4-18 Gagna var aflað að fyrirmynd evrópskrar rannsóknar, European Youth Heart Study (EYHS)19 sem ætlað var að kanna áhættuþætti hjartasjúkdóma meðal barna og unglinga. Rannsóknin var gerð á tímabilinu september 2003 til janúar 2004 í 18 skólum á höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði), í þéttbýliskjörnum (Akureyri, Egilsstöðum, Húsavík) og dreifbýli (Eyjafirði, Þingeyjarsýslu, Fljótsdalshéraði) á Norðausturlandi sem valdir voru af handahófi. Úrtak skólanna var valið þannig að það endurspeglaði sem best hlutfallslegan fjölda barna alls þýðisins miðað við tegund búsetu. Öllum 9 ára (N=662) og 15 ára (N=661) nemendum skólanna 18 var boðin þátttaka í rannsókninni. Helmingur þeirra sem þáðu að taka þátt (n=660) var handahófsvalinn til að undirgangast hreyfihluta rannsóknarinnar og skiluðu 338 einstaklingar nothæfum gögnum (176 9 ára og 162 15 ára). Upplýsingar um einkenni úrtaksins og samanburð á kynjum eftir aldri eru í töflu I. Um 46% þátttakenda í hreyfihluta rannsóknarinnar komu úr skólum á höfuðborgarsvæðinu, 41% frá þéttbýliskjörnum á Norðausturlandi og 13% þátttakenda bjuggu í dreifbýli. Rannsóknarleyfi var veitt af Vís- indasiðanefnd (VSNa2003060014/03-12/BH/~). Holdafarsmælingar Þátttakendur rannsóknarinnar voru hæðar- og þyngdarmældir á léttum nærfatnaði og samkvæmt hefðbundnum aðferðum með nákvæmni uppá 0,1 sm (hæð) og 0,1 kg (þyngd). Þykkt húðfellinga var mæld með húðfellingamæli á fjórum stöðum á líkamanum: aftan á upphandlegg (e. tricep), framan á upphandlegg (e. bicep), neðan herða- blaðs (e. subscapular) og ofan mjaðmakambs 76 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.