Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Blóðsegarek til lungna hjá unglingsstúlku - sjúkratilfelli Sonja Baldursdóttir3 læknir Bjarni Torfason12 sérfræöingur í hjarta- og brjóstholsskurðiækningum Gunnlaugur Sigfússon1'3 sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna Kolbrún Benediktsdóttir1'2 sérfræðingur í myndgreiningu Ragnar Bjarnason1'3 Sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Lykilorð: tölvusneiðmynd, getnaðarvarnarpilla, blóðþynning, skurðaðgerð. ’Læknadeild HÍ, 2Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ragnar Bjarnason Barnaspítala Hringsins Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. ragnarb@landspitali. is Ágrip Blóðsegarek til lungna er sjaldgæf orsök brjóstverkja hjá unglingum og enn sjaldgæfari hjá börnum. Einkenni geta líkst algengum kvillum, svo sem lungna- eða fleiðrubólgu og því mikilvægt að hafa þau í huga til þess að ekki verði töf á greiningu. Yfirleitt er einn áhættuþáttur til staðar, ýmist áunninn eða meðfæddur. Ekki eru til stöðluð ferli fyrir greiningu blóð- segareks til lungna hjá börnum og unglingum en stuðst er við svipaðar rannsóknir og hjá full- orðnum. Tölvusneiðmyndun af lungnaæðum með skuggaefni (spiral CT angio) er mest notaða aðferðin til greiningar á blóðsegareki til lungna. Meðferð felst í blóðþynningu og þegar þörf krefur er gerð skurðaðgerð til að fjarlægja blóðsegann. Lýst er blóðsegareki til lungna hjá unglings- stúlku sem var í bráðri lífshættu þar sem blóð- seginn takmarkaði blóðflæði verulega. í bráða- skurðaðgerð tókst að fjarlægja blóðsegann í tæka tíð. Sjúkrasaga 17 ára stúlka kom á bráðamóttöku bama eftir að hafa verið óglatt og með verki í brjóstkassa í tvær vikur. I fyrstu hafði ógleðin verið meiri, en síðustu daga fyrir komu hafði verkurinn farið versn- andi. Verknum lýsti hún sem sting í bringu sem versnaði við djúpa öndun og litla áreynslu. Auk þess fann hiin fyrir mæði og hröðum hjartslætti og hafði ekki getað sótt skóla í nokkra daga vegna þessara einkenna. Hjá heimilislækni hafði hún verið send í almennar blóðprufur sem voru eðlilegar og þungunarpróf var neikvætt. Tveim dögum fyrir innlögn leitaði hún á bráðamóttöku barna og var talin vera með magabólgur eða bakflæði. Hún var sett á sýruhemlandi lyf sem sló á ógleðina en brjóstverkurinn fór versnandi. Stúlkan hafði fengið mígreni en var annars hraust og tók engin lyf nema Mercilion getnaðar- varnartöflu síðastliðið hálft ár. Við skoðun bar stúlkan sig vel en var föl og and- stutt. Hún vó 56 kg, líkamshiti mældur í holhönd var 36,3°C, blóðþrýstingur 98/65 mm kvikasilfurs, hjartsláttur 110 slög/mínútu og súrefnismett- un 98%. Útlimir voru kaldir átöku og áberandi blámi. Hjartalínurit sýndi sinus takt, eðlilegan öxul og viðsnúna T-takka í hægri brjóstleiðslum (V1-V3) sem er eðlilegt hjá börnum og unglingum. Röntgenmynd af lungum var eðlileg. Blóðhagur, Na, K, kreatínín, CRP, blóðsykur, lifrarpróf og hjartaensímin CK-MB og trópónín-T, var innan marka en D-dímer var hækkaður, 18 mg/L (viðmiðunargildi <0,50 mg/L). Hjartaómskoðun sýndi eðlilega byggingu hjartans og engin merki um gollurshúsbólgu. Hægri slegill var stækkaður og var það talið vegna þrýstingsálags þar sem þrýstingur slegils var metinn hækkaður við óbeina mælingu á þríblöðkulokuleka. Vaknaði við það grunur um blóðsegarek til lungna og var því gerð tölvusneiðmynd með skugga- efni af brjóstholi. Rannsóknin sýndi stóran söðul- blóðsega sem hefti blóðflæði til beggja lungna (mynd 1). Stúlkan var flutt á gjörgæsludeild til undirbúnings fyrir opna hjartaskurðaðgerð. Þegar komið var á skurðstofu versnaði ástand stúlk- unnar skyndilega, súrefnismettun féll í 77%, en blóðþrýstingur var viðunandi, um 90 mm kvika- silfurs. Þegar opnað var inn í gollurshús kom í ljós mjög stórt hjarta, þanin hægri gátt og hægri slegill. Meginlungnaslagæð var opnuð eftir að hjartalungnavél hafði tekið yfir starfsemi hjarta og lungna og þá kom í ljós um 20 cm langur og sver blóðsegi, 2,0-2,5 cm í þvermál (mynd 2). Blóðseginn lá yfir greiningu lungnaslagæðar til hægra og vinstra lunga og fyllti þær nær alveg á löngum kafla. Blóðseginn var fjarlægður, blóð- Mynd 1. Tölvusneiðmynd með skuggaefni afbrjóstholi sýndi söðulblóðsega í lungnaslagæð. LÆKNAblaðið 2011/97 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.