Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 19
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Skjaldkirtilskrabbamein á íslandi tímabilið 1955-2004 Klínísk og meinafræðileg faraldsfræðirannsókn Jón Gunnlaugur Jónasson1’3’4 líffærameinafræðingur Jón Hrafnkelsson2 krabbameinslæknir Elínborg Ólafsdóttir3 verkfræðingur Lykilorð: skjaldkirtilskrabbamein, vefjagerð æxla, TNM-stigun, nýgengi, faraldsfræði. 'Rannsóknarstofu í meinafræði á Landspítala, 2krabbameins- lækningadeild Landspítala, 3Krabbameinsskrá íslands hjá Krabbameinsfélagi íslands, ••læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Jón Gunnlaugur Jónasson, líffærameinafræðingur, rannsóknarstofu í meinafræði Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. jongj@landspitali. is Ágrip Inngangur: Krabbamein í skjaldkirtli eru fremur sjaldgæf æxli þó þau hafi verið óvenju algeng á Islandi. Meinafræðiflokkun og TNM-stigun æxlanna hefur breyst á undanfömum áratugum. Tilgangur rannsóknarinnar var að endurskoða öll skjaldkirtilskrabbamein á 50 ára tímabili, meta horfur sjúklinga og kanna breytingar. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar fengust hjá Krabbameinsskrá íslands um skjaldkirtilskrabba- mein greind á íslandi 1955-2004. Greiningardagur, kyn og aldur sjúklinga var skráð. Öll vefjasýni voru endurmetin, æxlin endurflokkuð og TNM- stig ákvarðað. Einungis æxli greind í lifandi sjúklingum komu inn í þessa rannsókn. Athugað var hvaða þættir höfðu áhrif á lifun sjúklinga og hverjir þeirra reyndust sjálfstætt marktækir. Niðurstöður: Alls greindust 805 skjaldkirtils- krabbamein á tímabilinu, þar af 588 í konum. Meðalaldur kvenna var 51 ár en karla 58 ár. Marktækar sveiflur á nýgengi komu fram en nýgengið jókst þó lítið á síðustu áratugum rannsóknartímans. Hlutfall totumyndandi krabba- meins var í heild um 80% og T0-T2 stig æxla um 66%. Þessi hlutföll breyttust lítið, einkum síðustu fjóra áratugina. Æxli í konum greindust almennt á lægra TNM-stigi. Sjúkdómssértæk fimm ára lifun var 88% og jókst marktækt á rannsóknartímanum. Við fjölbreytugreiningu var aldur við greiningu, greiningarár, vefjagerð og TNM-stig allt sjálf- stæðir þættir sem höfðu áhrif á horfur sjúklinga. Alyktun: Nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hér- lendis er ekki lengur hátt miðað við ýmis ná- grannalönd. Kyn reyndist ekki sjálfstætt mark- tækur áhættuþáttur varðandi lifun. Hins vegar var greiningarár sjálfstæður þáttur sem getur bent til að meðferð hafi orðið árangursríkari. Inngangur Krabbamein í skjaldkirtli eru ekki meðal algeng- ustu illkynja æxla. Þau hafa hins vegar verið óvenjulega algeng á íslandi í samanburði við hin Norðurlöndin og aðrar vestrænar þjóðir.1'3 Þau eru um 3% allra greindra krabbameina í landinu og eru talsvert algengari meðal kvenna en karla.1 Orsakir skjaldkirtilskrabbameina eru ekki ljósar en vitað er að jónandi geislun er sá áhættuþáttur sem best hefur verið tengdur við myndun þess- ara æxla.4 Aðallega er um að ræða fjórar megin- vefjagerðir illkynja æxla sem uppruna eiga í kirtlinum. Hér er átt við totumyndandi krabba- mein (papillary carcinoma), skjaldbúskrabbamein (follicular carcinoma), merggerðarkrabbamein (medullary carcinoma) og villivaxtarkrabbamein (anaplastic carcinoma). Sjaldgæfari tegundir eru til að mynda flöguþekjukrabbamein, eitilfrumu- æxli og sarkmein, en einnig koma til afar sjaldan meinvörp til skjaldkirtils. Vefjafræðilegt útlit skjaldkirtilskrabbameina er margvíslegt og horfur sjúklinga eru mjög breytilegar eftir tegund æxl- anna. Þanrdg hafa sjúklingar með vissar tegundir skjaldkirtilskrabbameina afar góðar horfur í sam- anburði við krabbamein almennt, meðan aðrar tegundir meinsins eru meðal illvígustu krabba- meina sem þekkjast.5 Höfundar hafa lengi unnið að rannsóknum á skjaldkirtilskrabbameinum á íslandi og þegar hafa birst greinar um faraldsfræði og meinafræði þess- ara æxla hér á landi fram til 1990.6'8 Þessi rannsókn er því framhald af fyrri vinnu höfunda. Markmiðið með þessari rannsókn er að gefa yfirlit yfir faraldsfræði skjaldkirtilskrabbameina á Islandi yfir hálfa öld þar sem endurskoðun hefur farið fram á meinafræði æxlanna, stigun, gerð og tengsl klínískra og meinafræðilegra þátta við lífs- horfur sjúklinga könnuð. Efniviður og aðferðir Frá Krabbameinsskrá íslands fengust upplýs- ingar um alla sjúklinga sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein á íslandi á tímabilinu 1955-2004, eða alls 1025 einstaklinga. Þessi sjúk- dómur greinist alloft óvænt við krufningu. Á rannsóknartímabilinu greindust alls 173 einstaklingar á þann hátt, en ákveðið var að binda þessa rannsókn eingöngu við þá sem greindust með æxlið í lifanda lífi, eða 852 sjúklinga alls. Öll vefjasvör sjúklinga og krufningaskýrslur voru yfirfarin. Vefjasýni voru fengin frá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafræði á Landspítala, meinafræðideild LÆKNAblaðið 2011/97 83
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.