Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Tafla III. Breytingar á nýgengi skjaldkirtilskrabbameins á Islandi 1955-2004 og hlutfallslegum fjölda eftir vefjagerð. 1955-1964 1965-1974 1975-1984 1985-1994 1995-2004 Nýgengi * og hlutfall (%) Nýgengi * og hlutfall (%) Nýgengi * og hlutfall (%) Nýgengi * og hlutfall (%) Nýgengi * og hlutfall (%) Vefjagerð Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur Karlar Konur (n=10) (n=52) (n=34) (n=119) (n=52) (n=118) (n=52) (n=124) (n=67) (n=159) Totumyndandi krabbamein 0,8 (60) 3,9 (65) 2,6 (76) 9,5 (81) 3,5 (79) 8,4 (82) 2,5 (68) 6,9 (82) 3,0 (78) 8,9 (90) Skjaldbúskrabbamein 0,3 (20) 1,0 (17) 0,4 (12) 1,4 (12) 1,0(21) 1,0 (10) 0,8 (22) 1,0 (11) 0,3 (9) 0,7 (7) Merggerðarkrabbamein 0(0) 0,4 (6) 0,1 (3) 0(0) 0(0) 0,1 (2) 0,1 (4) 0,2 (2) 0,3 (4) 0,1 (1) Villivaxtarkrabbamein 0,2 (20) 0,6 (12) 0,3 (9) 0,5 (7) 0(0) 0,5 (6) 0,2 (6) 0,3 (5) 0,2 (9) 0,2 (2) Alls 1,3 (100) 5,9(100) 3,4 (100) 11,5 (100) 4,6 (100) 10,0 (100) 3,6 (100) 8,4 (100) 3,8(100) 9,9(100) * Árlegt aldursstaðlað nýgengi af 100.000 miðað við alþjóðlegan aldursstaðal. eru stærri en 1 cm, en ekki stærri en 2 cm (Tlb). T2-æxli er stærrra en 2 cm en ekki stærra en 4 cm. T3-æxli er stærra en 4 cm en ekki vaxið út í aðligg- jandi vefi. Ef vöxtur er út fyrir skjaldkirtilinn er um T4-æxli að ræða, óháð stærð. N1 táknar mein- vörp í eitlum og M1 táknar að fjarmeinvörp séu til staðar. A fyrstu áratugum rannsóknarinnar gat verið erfitt að meta nákvæmlega stærð æxlanna, en á þeim tíma var stærðin gjarnan borin saman við fuglsegg í sjúkraskrám og meinafræðisvörum, til dæmis kríuegg, dúfuegg eða gæsaregg. Einnig komu fyrir orðin gómstór, krónustór eða sveskja og vínber. Þetta ber að hafa í huga þegar skoðaðar eru breytingar á stærð æxlanna á rannsóknartí- mabilinu. Við ákvörðun stærðar æxlis og T-stigs í rannsóknamiðurstöðum, var ákveðið að áætla stærð í sentimetrum miðað við eðlilegt viðmið uppgefinnar eggstærðar eða annars stærðarvið- miðs. Horfur sjúklinga voru reiknaðar með tilliti til ofangreindra þátta. Hluti þessa sjúklingahóps hefur verið kynntur áður68 en í þessari rannsókn er gerð grein fyrir niðurstöðum á 50 ára rannsókn- artímabili. Utreikningar á nýgengi voru gerðir í excel og staðlað með alþjóðlegum aldursstaðli (world). Til að meta áhrif greiningarárs, greiningarald- urs, kyns, TNM-stigunar og vefjagerðar á líkur þess að deyja úr skjaldkirtilskrabbameini var beitt aðferð Cox (maximum-likelihood, proportional hazard tnodel) og reiknað hættuhlutfall (Hazard Ratio, HR) og 95% öryggisbil. Gerð var bæði einbreytu- og fjölbreytugreining. Talningar, Kaplan-Meier lif- unarrit og útreikningar hættuhlutfalls voru unnin í tölvuforritinu Stata/IC 10.0 for Windows. Leyfi fyrir rannsókninni hafa fengist frá Per- sónuvernd (tilvísunarnúmer: PV/2006090518) og Vísindasiðanefnd (tilvísananúmer: VSN00/002/ SI/ og VSNb2006010014/03-12). Niðurstöður Af þeim 805 einstaklingum sem greindust með skjaldkirtilskrabbamein á íslandi á þeirri hálfri öld sem til skoðunar var í þessari rannsókn voru 217 í körlum og 588 í konum. Meðalaldur karla við greiningu var 58 ár og meðalaldur kvenna 51 ár. A mynd 1 sést línurit yfir breytingar á nýgengi skjaldkirtilskrabbameins hjá báðum kynjum á þessu 50 ára tímabili eftir endurmat vefjagreininga. Nýgengi þessara meina á fslandi var að meðaltali 3,4 af 100.000 hjá körlum og 9,3 af 100.000 hjá konum og var því tæplega þrefalt hærra hjá konum en körlum á rannsóknartímabilinu. Nýgengið var nokkuð sveiflukennt milli tímabila og var marktækur munur bæði hjá körlum og konum milli tímabilsins 1955-64 og við seinni 40 ár rannsóknartímans (p-gildi <0,05 fyrir bæði kyn). Frekari vinnsla var bundin við þau 98% einstaklinga sem greindust með einhverja af fjórum skilgreindum meginvefjagerðum skjald- kirtilskrabbameina í vefjafræðilegri rannsókn á æxli. Rannsóknarhópurinn var því alls 787 ein- staklingar, 572 konur og 215 karlar. í töflu II sést heildarfjöldi, hundraðshlutfall, kynskipting og meðalaldur sjúklinga í öllum meg- invefjagerðum skjaldkirtilskrabbameina á íslandi tímabilið 1955-2004. Totumyndandi krabbamein var langalgengasta vefjagerð greindra skjald- kirtilskrabbameina hér á landi, eða um 80% allra æxlanna. Tafla III sýnir nýgengi einstakra vefjagerða, skipt niður í fimm 10 ára tímabil. Þar kemur fram hlutfall hverrar vefjagerðar fyrir sig, skipt eftir kynjum. í töflunni sést að nýgengi totumyndandi krabbameina var hæst bæði hjá körlum og konum öll tímabilin. Hæst var það hjá konum sem greindar voru á tímabilinu 1995-2004, eða alls um 90% meinanna. Nýgengi skjaldbúskrabbameina var næstalgengast öll tímabilin hjá báðum kynj- LÆKNAblaðið 2011/97 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.