Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN samband einkenna, rannsókna, árstíða og aldurs við niðurstöðu ræktana og til að kanna samband einkenna, blóðrannsókna og myndrannsókna milli beinasýkinga og liðasýkinga. Könnun á breytingu nýgengis á milli ára var gerð með Poisson-aðhvarfsgreiningu. Fengin voru tilskilin leyfi frá Persónuvemd og Vísindasiðanefnd Landspítala auk samþykkis framkvæmdastjóra lækninga Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Niðurstöður Leit samkvæmt ICD greiningarkóðum í sjúkra- skrám skilaði 253 tilfellum. Tveir einstaklingar komu fyrir tvívegis. í öðru tilfellinu var um að ræða unga stúlku með beinasýkingu í mismunandi beinum með tveggja ára millibili. í hinu tilfellinu var um að ræða táningsstúlku sem fékk beinbelg (bonecyst) í kjölfar beinasýkingar. Að fjórum árum liðnum greindist hún með sýkingu í beinbelgnum og fékk aftur fulla meðferð eins og um beinasýkingu væri að ræða. Bæði tilfellin voru því talin sem nýjar sýkingar en ekki endursýkingar. Leit í skrá sýklafræðideildar Landspítala bætti ekki við fleiri tilfellum. Alls uppfylltu 220 af 253 tilfellum skilyrði rannsóknarinnar. Af 220 sjúklingum voru 161 (73%) með beinasýkingu og 59 (27%) liðasýkingu. í 59% tilfella beinasýkinga og 44% liðasýkinga tókst að greina orsakavald sýkingar. í töflu I er samanburður á tilfellum með jákvæða og neikvæða ræktun. Einungis aldur tengdist marktækt niðurstöðu ræktana og voru neikvæðar ræktanir algengari hjá yngstu börnunum. Aldursdreifing barnanna var frá 34 daga aldri að 17,7 ára aldri (mynd 1). Miðgildi aldurs barna með beinasýkingu var 6,1 ár (spönn 0,1-17,7). Aldursdreifingin er ekki normaldreifð og hefur nýgengi beinsýkinga tvo toppa, um eins ár aldur og um 11 ára aldur (mynd 1). Miðgildi liðasýkinga var 1,8 ár (spönn 0,8-17,0). Marktækur munur var á aldri þessara hópa (p=0,003). Kynjahlutfall beinasýkinga var 1,3 drengir á móti hverri stúlku og var hlutfallið 1,2 í liðasýkingum. Ekki var marktækur munur á kynjahlutföllum. Nýgengi beina- og liðasýkinga sést á mynd 2. Arlegt nýgengi sýkinganna samanlagt eykst mark- tækt á rannsóknartímabilinu (p=0,019). Sund- urliðun í aldurshópa og greining á milli beina- og liðasýkinga sýnir að aukningin skýrist fyrst og fremst af vaxandi nýgengi beinasýkinga í hópi 0-5 ára (p<0,001) (mynd 3). Nýgengi sýkinga þar sem jákvæð ræktun lá fyrir breyttist ekki á tímabilinu en neikvæðar ræktanir jukust marktækt (p<0,001). Hjá 219 af 220 börnum voru fengin sýni til Tafla II. Niðurstöður ræktana beina- og liðasýkinga. Beinasýkingar (N = 161) Liðasýkingar (N = 59) Bakteríur (N = 95) Fjöldi Hlutfal Bakteríur (N = 26) Fjöldi Hlutfall S. aureus 62 65% S. aureus 7 27% Kingella kingea 6 7% Kingella kingea 3 11% S. pyogenes 6 7% KNS 3 11% Kóagúlasa neikvæðir staphýlókokkar (KNS) 4 4% S. pyogenes 3 11% Corynebacterium sp. 3 3% S. pneumoniae 2 8% S. pneumoniae 2 2% Streptókokkar af flokki C 1 4% Bacillus sp. 1 1% N. mengingitidis 1 4% S. mitis 1 1% S. mitis 1 4% H. influenzae 1 1% Viridans streptókokkar 1 4% Moraxella sp. 1 1% Streptococcus sp. 1 4% Propionibacterium sp. 1 1% Flavobacterium sp. 1 4% S. salivarius 1 1% S. pneumoniae + S. viridans 1 4% Viridans streptókokkar 1 1% KNS + Bacillus sp. 1 4% Streptókokkar af flokki C 1 1% S. aureus + KNS 1 1% S. aureus + S. mitis 1 1% S. aureus + Propionibacterium sp. 1 1% KNS + S. oralis + S. marcecens 1 1% ræktunar. Hjá sjúklingum með liðasýkingu var aflað liðvökva hjá 57 tilfellum af 59, en hjá þeim tveimur sem ekki voru tekin úr liðvökvasýni var ræktað blóð. í hópi bama með beinasýkingar voru gerðar 124 ástungur á bein og liði en blóð var sent í ræktun hjá 136 tilfellum af 161. Hjá einu barni með beinasýkingu var ekkert sýni tekið til ræktunar. í bæði beina- og liðasýkingum var S. nureus algengasti orsakavaldurinn. Niðurstöður ræktana má sjá í töflu II. Dreifing sýkingarvalda Beinasýkingar Liðasýkingar 2(3%) 28 (47%) 9(15%) Mynd 3. Staðsetning sýkinga í beina- og liðasýkingum. ísumum tilfellum var sýking ífleiri en einu beini. 1. Heildarfjöldi sýktra beina í ökkla. LÆKNAblaðið 2011/97 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.