Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 53
UMRÆÐUR OG FRÉTTIR
LÆKNADAGAR
Tækifæri til að
gera betur
„Hvað er góð heilbrigðisþjónusta og hvenær er
hún örugg?" spurði Leifur Bárðarson í erindi
sínu á málþingi á Læknadögum.
Svarið er jafneinfalt og spurningin. „Heil-
brigðisþjónusta er örugg þegar engin óhöpp eiga
sér stað," segir Leifur. „Spurningin í framhaldinu
snýst svo um hvernig við tryggjum sem öruggasta
heilbrigðisþjónustu, hvaða aðferðum og hvaða
verklagi þarf að beita til að ná þessu markmiði.
Góð heilbrigðisþjónusta er þegar meðferðin er í
samræmi við nýjustu þekkingu. Það gerist alltof
oft þegar grannt er skoðað að sjúklingar útskrifast
ekki á þeirri meðferð sem þeim er ætluð. Allir gera
ráð fyrir að svo sé, en þegar farið er yfir skýrslur
getur komið í ljós að hátt hlutfall sjúklinga fær
ekki þá meðferð sem þeim var ætluð," segir Leifur.
„Heilbrigðispjónusta er örugg þegar engin óhöpp eiga sér
stað," segir Leifar Bárðarson.
hefðbundnum brautum í stað þess að verklagið
taki mið af nýjustu þekkingu og búnaði. Stundum
er tregðan til að taka upp nýjungar skiljanleg en
hún stafar of oft af því að fólk er ekki tilbúið til að
tileinka sér ný vinnubrögð."
Þekkingin skilar sér ekki alltaf
Leifur segir að vandinn liggi að nokkru leyti í því
að læknisfræðin leggi alla áherslu á að rannsaka
tilurð sjúkdóma og hvernig sé best að lækna þá, en
áherslur skorti þegar kemur að því að beita þessari
þekkingu við meðferðina sjálfa. Hann vitnar í
nýlega bandaríska rannsókn þar sem bent er á að
á móti hverjum dollara í Bandaríkjunum sem veitt
er í grunn- og klínískar rannsóknir sé einu penníi
veitt í rannsóknir á gæðum heilbrigðisþjónustu.
„Ég held því miður að við náum ekki einu sinni
þessu marki. Staðreyndin er að hin gríðarlega
mikla þekking sem læknisfræðin býr yfir á eðli
sjúkdóma og hvernig eigi að lækna þá, skilar sér
því miður ekki alltaf alla leið í þjónustunni við
sjúklingana. Þetta stafar ekki af slæmum ásetningi
e ða vanrækslu. Þetta stafar af því að við leggjum
ekki réttan skilning í hugtökin öryggi og gæði
í heilbrigðisþjónustu. Við virðumst trúa því að
öryggi og gæði séu sjálfkrafa fólgin í því að koma
sjúklingum inn fyrir veggi stofnunarinnar. Þess
vegna er umræðan um heilbrigðisþjónustu á
landsbyggðinni á villigötum þegar öll áherslan
er lögð á vegalengdir að sjúkrahúsi og að dvelja í
sinni heimabyggð. Það sem við þurfum að beina
athyglinni að eru verkferlar og vinnubrögð innan
sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana og meta hvað er
unnt að gera á hverjum stað í samræmi við nýjustu
þekkingu. I því eru öryggið og gæðin fólgin.
Vinnubrögðin draga alltof oft dám af þekkingu
sem er jafnvel orðin úrelt eða gamaldags. Það
Hávar er innbyggð tregða og íhaldssemi í þjónustunni
Sigurjónsson sem erfitt er að vinna bug á. Við hugsum eftir
Breyttar kennsluaðferðir
Leifur segir að nú þegar niðurskurðarhnífurinn sé
á lofti í heilbrigðiskerfinu sé sérstaklega mikilvægt
að fylgjast vel með öryggi þjónustunnar. „Ég treysti
mér ekki til að fullyrða hvort niðurskurðurinn hafi
haft áhrif á öryggi þjónustunnar. Því er mikilvægt
að fylgjast vel með."
Öryggi þjónustunnar felst einnig í því læknar
séu þaulvanir að gera þær læknisaðgerðir sem þörf
er á. „Það er alveg ljóst að við verðum að taka upp
nýjar og breyttar kennslu- og þjálfunaraðferðir til
að læknar okkar haldi þjálfrm sinni við margar
sjaldgæfar og sérhæfðari aðgerðir. Skurðhermar
eru klárlega kennslutæki sem okkur vantar í
dag ef við ætlum að geta veitt góða og örugga
þjónustu."
Leifur segir að ekki hafi fyrr verið fjallað
um efnið gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu á
Læknadögum. „Við þurfum að skoða þetta og
fara ofan í saumana á verkferlunum og ræða þetta
opinskátt. Við þurfum að þora að viðurkenna
að við vitum ekki alla skapaða hluti og geta þá
vísað á aðra sem vita betur. Þá þurfum að við
ræða opinskátt og af hreinskilni þegar eitthvað fer
úrskeiðis og læra af því, fremur en að vilja aldrei
viðurkenna neitt og vera hafin yfir gagnrýni. Ótal
rannsóknir staðfesta að í 80-90% tilfella nægir
sjúklingnum að heyra lækninn biðjast afsökunar
ef óhapp hefur átt sér stað. Ég held þó að þetta sé
að breytast og með því mun margt lagast. Þekking
og reynsla eru til staðar en við verðum að geta
viðurkennt að okkur verði shmdum á mistök og
líta á þau sem tækifæri til að gera betur."
LÆKNAblaðið 2011/97 11 7