Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 52
IUMRÆÐUR O G FRÉTTIR
LÆKNADAGAR
eitthvað sé að barninu sem ástæða er til að kanna
betur. Með þetta að leiðarljósi er líka auðveldara
að nálgast aðstandendur, leggja öll spilin á borðið
og snúa þeim upp. Það er engin ásökun fólgin
í því, heldur er þetta útskýrt sem vinnuregla
sjúkrahússins. Þannig halda allir andlitinu og
miklu auðveldara verður að eiga samstarf við
aðstandendur. Skýrar vinnureglur minnka líkur
á að tilfinningaleg vandamál skapist við einstök
tilfelli. Hér vantar slíkar reglur. Þetta sem ég er að
lýsa átti eingöngu við lærbrot, því orsakir annarra
beinbrota getur verið flóknara að greina. Börn á
öðru ári sem byrjuð eru að ganga fá oft smábrot sem
verður að telja eðlileg þó gáleysi geti verið um að
kenna. Eldri systkini geta einnig valdið beinbrotum
smábarna ef þau eru að rogast með þau í fanginu
eða veltast með þau. Skýringarnar geta því verið af
ýmsum toga en það leysir okkur ekki undan þeirri
Freud í
íslendingasögum
Fundur á vegum Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar í
fundarsal Þjóðminjasafns laugardaginn 26. febrúar kl. 10.00.
Fundarstjóri: Ólöf Garðarsdóttir
Fyrirlesarar:
Torfi Tulinius prófessor
„ Veg þú aldri meir i inn sama knérunn en um sinn. “
Um endurtekningar og dauðaþrá í Brennu-Njáls sögu.
Óttar Guðmundsson læknir
„Brunnu beggja kinna
björt Ijós á mig drósar"
Um ástir og ástleysi í skáldasögunum.
Kaffiveitingar.
skyldu að rannsaka til hlítar hvert tilfelli og ekki
síst ef grunur um misþyrmingu vaknar."
Sigurveig leggur þunga áherslu á að
alltaf skuli rannsaka hvort beinbrot stafi af
misþyrmingum ef barnið er ekki farið að ganga.
„Af hverju brotna hvítvoðungar?" það er
spuming sem maður verður að spyrja sig. Böm
sem ekki eru farin að tala eru þau börn sem helst
eru útsett fyrir misþyrmingum. Þau geta ekki
sagt frá hvað gerðist. Og ef áverldnn stafar af
misþyrmingum eru þessi börn í lífshættu. Það
er vitað að ofbeldi endurtekur sig og næsta skref
getur orðið harðara. Það verður að segja það og
fylgja málum eftir samkvæmt þeirri hræðilegu
staðreynd að næsti áverki getur orðið barninu
banvænn. Hér á landi eru sem betur fer ekki
mörg tilfelli barna undir tveggja ára aldri sem
koma inn með beinbrot. Af þeim eiga langflest
sér eðlilegar skýringar en í starfi mínu hér á
Landspítala hef ég séð tilfelli sem var örugglega
misþyrming og tvö sem ég er nokkuð viss um
að hafi verið af völdum ofbeldis. Við læknarnir
vitum síðan ekkert hvað verður um málið eftir að
við höfum tilkynnt það til barnavemdaryfirvalda
nema komi til málaferla og maður verði kallaður
til vitnis. Annars vitum við ekki hvernig málinu
reiðir af. Við fáum ekki að vita neitt og þó það
eigi sér skýringar, skilur það mann eftir í lausu
lofti og það er slæmt að vita ekki hvort grunur
martns reyndist réttur eða ekki."
Ekki alltaf mannvonska
Sigurveig segir að lokum að þó erfitt geti verið
að koma að málum þar sem börn hafi orðið
fyrir ofbeldi þá telji hún rétt að hafa í huga að
ofbeldið þurfi ekki alltaf að stafa af hreinni
mannvonsku. „Það er alltaf rangt, alltaf refsivert
og alltaf ástæða til að stoppa það, en það hjálpar
manni sjálfum að hafa í huga að manneskjan sem
beitir ofbeldinu getur hafa verið aðframkomin
af þreytu, átt í andlegum erfiðleikum, eða hafi
engan stuðning frá umhverfinu. Sumir eru ekki
hæfir til að hafa börn af ýmsum ástæðum og
fyrir okkur sem sjáum þetta í starfi okkar er rétt
að hafa þetta í huga þegar við þurfum að eiga
samskipti við þann sem beitt hefur barn ofbeldi.
Við dæmum ekki heldur sýnum skilning en
gerum engu að síður það sem þarf að gera."
1 1 6 LÆKNAblaðið 2011/97