Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 51
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR LÆKNADAGAR hefur komið í ljós að þeir sem svipta sig lífi eru með lág gildi af ómega-3. Það má því tengja skort á ómega-3 fitusýrum beint við þunglyndi hjá bæði börnum og fullorðnum. Lýsi er lífsnauðsyn Michael segir að breytingar á neyslumynstri Islendinga séu þess valdandi að neysla á ómega-3 fitusýrum hafi minnkað hjá þjóðinni. „Fiskneysla hefur minnkað gríðarlega og í rannsókn sem ég gerði fyrir nokkrum árum á fiskneyslu 10-11 ára barna kom í ljós að börnin borðuðu ekki fisk nema í mesta lagi einu sinni til tvisvar í viku. Það má auka. Hvað lýsið varðar þá er það einfalt. Við eigum að taka lýsi. Þeir sem ekki gera það þjást af D-vítamínskorti stærsta hluta ársins. Það er ekki tilviljun að forfeður okkar tóku lýsi." Michael nefnir einnig að neysla á alls kyns jurtum og kryddi hafi ýmiss konar áhrif á líkamsstarfsemina. „Það var gerð athyglisverð rannsókn á áhrifum óreganókryddsins á boðefni í heilanum og birt í fyrra. Þar er sýnt fram á að óreganó getur hamlað endurupptöku á mónóamínum og haft þannig hugsanleg jákvæð áhrif á líðan okkar. Til eru margar ágætar rann- sóknir sem sýna ótvírætt fram á að fæðan sem við borðum getur haft bein áhrif á hegðun okkar og lífsgæði. Það er mikilvægt að fræða almenning um kosti góðrar næringar og hvað sé gott fyrir mann og hvað ekki. Það er því miður mikið af upplýsingum í gangi sem lítið mark er takandi á, en þumalputtareglan gæti verið sú að taka ekki mark á upplýsingum frá seljandanum. Það skyldi enginn gera. Betra er að treysta óháðum fagaðilum." „Skýrar vinnureglur minnka líkur á að tilfinningaleg vandamál skapist við einstök tilfelli," segir Sigurveig Pétursdóttir bæklunarlæknir. Beinbrot af völdum ofbeldis „Ofbeldi á börnum er afskaplega vítt hugtak. Það getur verið allt frá andlegu ofbeldi yfir í hart líkamlegt ofbeldi. í starfi mínu sem bæklunarlæknir sé ég einungis þau börn sem eru með beinbrot en aðrir læknar sjá hin bömin. Það eru slysadeildarlæknar og barnalæknar sem bera þar hitann og þungann," segir Sigurveig Pétursdóttir bæklunarlæknir, en hún talaði um ofbeldi gegn bömum á Læknadögum á málþingi um bráðalækningar. „Það getur verið mjög erfitt að átta sig á því hvort áverkinn stafi af ofbeldi eða eigi sér aðrar orsakir. Þegar ég starfaði á bæklunardeild háskóla- sjúkrahússins í Uppsölum í Svíþjóð á ámnum 1990-2002 fékk ég áhuga á þessu og tók þátt í að byggja upp móttöku- og greiningarferli fyrir böm sem grunur lék á um að hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Kerfið sem við byggðum upp hafði mikil og góð áhrif og það má reyndar rekja til tveggja ákveðinna tilfella þar sem aðgerðaleysi vakthafandi læknis byggðist alfarið á þeirri staðreynd að hann var góðmenni og gat ekki trúað því að nokkur hefði beitt barnið sem komið var með ofbeldi. Áverkinn benti hins vegar eindregið til hins gagnstæða og þetta varð til þess að settar vom upp skýrar leiðbeiningar um hvernig meðhöndla skyldi svona mál. Þær ollu nokkrum usla í upphafi en urðu síðan til góðs og eru að því er ég best veit enn í notkun. Þetta gekk einfaldlega út á að öll böm sem lögð vom inn með lærbrot og voru yngri en tveggja ára og ekki var staðfest að það hefði gerst í slysi eða í vitna viðurvist, voru rannsökuð sem óeðlileg beinbrot. Það þarf auðvitað ekki að þýða að barnið hafi verið beitt ofbeldi; óeðlilegt beinbrot getur bent til þess að LÆKNAblaðið 2011/97 11 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.