Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla II. Leiðrétt meðaltöl fyrir hreyfingu (mínútur) af miðlungserfiðri ákefð hreyfingar samkvæmt besta mati fjölþrepa aðhvarfsgreiningarlíkans þar sem sést samanburður á kynjum eftir aldri og búsetu. Reiknað var með meðalhúðþykkt fyrir bæði kyn samkvæmt töflu I. 9 ára 15 ára* Meðaltal (mín) Meðaltal (mín) Meðaltalslengd hreyfingar af Borgf 24,4 30,1 miðlungserfiðri og erfiðri ákefð meðal stelpna Bær 19,5 24,7 Sveit 17,0 20,9 Meðaltalslengd hreyfingar af Borg 34,8 40,4 miðlungserfiðri og erfiðri ákefð meðal stráka* Bær 28,9 34,1 Sveit 24,8 29,7 * strákar hreyfðu sig marktækt meira en stelpur (p<0,0001) t börn í borg hreyfðu sig marktækt meira en börn í bæjum og sveitum (p<0,03) 115 ára hreyfðu sig marktækt lengur á þessari ákefð samanborið við 9 ára börn (p=0,006) breytunni var félagshagfræðilegur bakgrunnur barnartna (mæld sem flokkabreyta - lágur, mið, hár - út frá tekjum foreldra). Tölfræðiforritið R (version 2.11.1, www.r-project.org/) var notað við úrvinnslu gagna þessarar rannsóknar og nlme aðgerðapakkinn við greiningu fjölþrepalíkansins. Niðurstöður Lýsandi upplýsingar um úrtak rannsóknarinnar með tilliti til holdafars og hreyfibreyta eru settar fram í töflu I. Þar er einnig að finna tölfræðilegan samanburð á þessum breytum milli kynja. Niðurstöður fjölþrepa aðhvarfsgreiningar leiddu í ljós að hreyfing yfir 3400 slög/mín tengdist kyni þannig að strákar hreyfðu sig lengur af þessari ákefð (p<0,0001), eldri börn hreyfðu sig lengur af þessari ákefð (p=0,006), aukin húðþykkt var tengd minni hreyfingu af þessari ákefð (p=0,001) og að börn á Reykjavíkursvæðinu hreyfðu sig lengur af þessari ákefð samanborið við börn í 0-15 mín 15-30 mín 30-45 min 45-60 min 60-75 min 75mín + Mynd 2. Meðallengd daglegrar hreyfingar af miðlungserfiðri ákefð (>3400 slög/mín) meðal 176 9 ára barna. bæjum (p=0,03) og strjálbýli á Norðausturlandi (p=0,006). Breytileikinn í meðaltalsfjölda mínútna yfir 3400 slög/mín hvern dag var mun minni milli skóla en innan skóla. Innanflokkafylgni er hlutfall heildarbreytileikans í gildum fjölda mínútna yfir 3400 slögum/mín milli skóla og reiknaðist 24%, þannig að lág fylgni var á milli gilda breytunnar innan hvers skóla. Um 46% útskýranlegs breytileika í meðaltalsfjölda mín yfir 3400 slög/mín/dag milli skóla (stig 2) útskýrðist af því á hvaða svæði skólarnir voru (höfuðborgarsvæði, Norðausturland - þéttbýli, Norðausturland - dreifbýli). Breytumar aldur, kyn og þykkt húðfellinga útskýrðu aftur á móti mun lægra hlutfall útskýranlegs breytileika hreyfingar innan skóla (stig 1), eða rúm 6%. Leiðrétt meðaltöl samkvæmt fjölþrepa aðhvarfslíkani fyrir lengd hreyfingar af meðalerfiðri og erfiðri ákefð innan hvers hóps barna er að finna í töflu II þar sem sjá má að almennt eyddu 15 ára börn fleiri mínútum á dag í hreyfingu af þessari ákefð samanborið við 9 ára börn. Flest 9 ára börn sem og 15 ára stúlkur hreyfðu sig í 15-30 mínútur á dag af meðalerfiðri og erfiðri ákefð í (myndir 2 og 3) meðan algengast var að 15 ára drengir hreyfðu sig að jafnaði í 30-45 mínútur á dag af þessari ákefð (mynd 3). Samkvæmt viðmiðum um meðalerfiða og erfiða hreyfingu uppfylltu um 5% 9 ára barna ráðleggingar Lýðheilsustöðvar, eða 2% stúlkna og 8,5% 9 ára stráka. Hlutfall 15 ára unglinga er ekki nema um 9% að meðaltali, eða 1,5% stúlkna og 14,5% drengja sem uppfylltu þessar sömu ráðleggingar (mynd 4). Umræða Lágt hlutfall 9 og 15 ára bama hreyfði sig í samræmi við ráðleggingar Lýðheilsustöðvar samkvæmt hlutlægum mælingum með hröðunar- mælum. Strákar hreyfðu sig að jafnaði meira en stelpur og hver lota meðalerfiðrar og erfiðrar hreyfingar var ein til tvær mínútur að jafnaði. Níu ára strákar hreyfðu sig meira en þeir 15 ára, sé litið til hreyfingarinnar út frá slögum/ mínútu, en ekki var tölfræðilega marktækur munur á meðalerfiðri og erfiðri hreyfingu þeirra. Svipaða sögu er að segja um samanburð stelpna. Samkvæmt fjölþrepa aðhvarfsgreiningu tengdist aukin hreyfing af meðalerfiðri og erfiðri ákefð minni þykkt húðfellinga, því að vera strákur, vera 15 ára og búa á höfuðborgarsvæðinu frekar en í bæ eða sveit. Almenn staða hreyfingar meðal bama og unglinga hvað varðar ákefð og tímalengd er um margt óljós vegna þeirra mismunandi hröðunar- mælaviðmiða sem í umferð eru.15'17 Sú eining 78 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.