Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 39
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR við hann var kennd („l'appareil Pravaz"). Pravaz notaði dæluna aldrei til lækninga í mönnum þótt endurbætt gerð hennar nyti síðar allmikillar hylli. Pravaz-dælan var flóknari að gerð en endurbætt Ferguson-dæla eins og Wood notaði.5,8 Árið 1869 smíðaði þýskur verkfærasmiður sem bjó í París, Wiilfing Luer (d. 1883), nýja lyfjadælu sem við hann er kennd. Luer-dælan hafði þann kost að nálin var ekki skrúfuð á stútinn, heldur smellt á keilulaga enda hans. Hefur þetta haldist á lyfjadælum. Upphaflega voru merkingar til þess að mæla rúmmálseiningar á bullustafnum.4'5'11 Á mynd 2 er sýnd seinni útfærsla á Luer-dælum þar sem merkingar (ml) eru á bol og sérstök „loka" („lock") er á stút til þess að tryggja festingu á nálina. Record-dælumar voru upphaflega þýskar (framleiddar af Dewitt og Herz í Berlín). Þær komu á markað á árunum 1906-1909. Telja má að þessar lyfjadælur með síðari breytingum hafi orðið ríkjandi uns einnota lyfjadælur komu til sögunnar upp úr miðri 20. öld. Bullan og bullustafurinn voru upphaflega úr málmi.4- 5 Á mynd 3 er sýnd Record-dæla sem talin er vera upphafleg („original"). Til eru skrár um lausamuni er heyrðu til Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1867 og 1878 en það var helsti spítali landsins á 19. öld. í þessum skrám eru hvorki taldar lyfjadælur né nálar, en ýmsir aðrir hlutir sem algengir em við lækningar: umbúðir, þvagglös, stólpípa, skæri, pinsettur, lyfjaskápar og fleira.12 Árið 1878 hefur spítalinn þó eignast eina „tinspröite", en vandséð er að hún hafi verið notuð til lyfjagjafa við innstungu. Verður því ekki önnur ályktun dregin af þessu en sú að lyfjadælur hafi ekki verið til á spítalanum á þessum árum. Fyrsta heimild um að íslenskir læknar þurfi að eiga „sprautu" („morfín og sprautu"), er frá árinu 1902.13 Auglýsingar um lyfjadælur fyrirfinnast heldur ekki með vissu í Læknablaðinu fyrr en á árunum 1929-1931.1415 Erfitt er að tímasetja hvenær plastlyfjadælur, sem síðar nefndust einnota lyfjadælur, hafi orðið algengar hér á landi. Elstu heimildir um notkun slíkra lyfjadæla (og nála) á spítölum eru frá árinu 1955.16 í heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var notkun einnota lyfjadæla orðin þekkt á árunum 1962-1964.17 Slíkar lyfjadælur voru fyrst auglýstar í Læknablaðinu á árunum 1962 og 1965.18,19 Wood taldi að morfín verkaði á sársauka, bæði staðlega og eftir að hafa frásogast frá íkomustað.10 Af öðrum skrifum hans frá sama tíma er þó ljóst að hann taldi staðlega verkun á verkjastað skipta meginmáli.20 Það var hins vegar annar breskur læknir, Hunter, sem tók af öll tvímæli um að morfín verkaði jafn vel, hvort sem því var stungið í sársaukastaðinn eða fjær og eftir að hafa frásogast þaðan.21 Elstu stungulyf og notkun þeirra 1. Morfín Morfín er án efa fyrsta lyfið sem gefið var við innstungu undir húð (sbr. Wood að framan). Það sem er ef til vill athyglisverðast við morfín er að það hefur haldið gildi sínu frá upphafi vega og enn eru að koma fram skýringar á verkun þess og notagildi. Morfín var fyrsti plöntubasinn sem hreinunninn var úr plöntum (morfin úr ópíum) og notaður til lækninga. Það afrek vann ungur lyfjasveinn í þýsku sveitaapóteki í byrjun 19. aldar (1806). Hann hét Friedrich Wilhelm Adam Sertúrner (1783-1841) og vann við ótrúlega frumstæðar aðstæður án þess að hafa hlotið nokkra formlega menntun utan apóteksins.22,23 Auk morfíns verður í þessum flokki lyfja fjallað um kókaín, sem var í árdaga talsvert notað í stungulyf. Verkjadeyfing er sú verkun morfíns sem hæst ber. Morfín hefur verið ómissandi til verkjadeyfingar við skurðaðgerðir, við vissa langvinna sjúkdóma, á lokastigum lífsins og ekki síst við stór slys og í hemaði. Morfín til innstungu var notað í fransk-þýska stríðinu 1870-1871, báðum heimsstyrjöldunum og enn síðar í írak og Afganistan. f bardögunum 1944 á Omaha- ströndinni í Normandí var morfín enn síðasta hjálp sundurskotnum hermönnum.24 í þessu sambandi vekur sérstaka athygli frá stríðinu í írak, að morfín gefið í æð eftir áverka á vígvelli hefur marktæka vamandi verkun gegn „post-traumatic stress disorder", sem kalla mætti „áfallabundna streituröskun".25 Á vígvelli og við slysahjálp er morfín gjarnan gefið í sérstökum stungulykjum Mynd 3. Myndin sýnir 2 ml Record-lyfjadælu með bol úrgleri, en bullu, bullustaf og stút úr málmi. Þetta er talin vera upphafleg gerð Record-dæla, sem fyrst komufram á fyrsta áratug 20. aldar. Þær voru, með síðari breytingum, ríkjandi lyfjadælur, uns einnota lyfjadælur komu á markað upp úr miðri 20. öld (sbr. texta). (Mynd Lækningaminjasafns lslands NS 3897). LÆKNAblaðið 2011/97 103
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.