Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T Tafla I. Flæðiskema yfir sjúklinga í rannsóknarhóp. Fjöldi Heildarfjöldi 1955-2004 1025 Tilviljanagreining við krufningu 173 Ekki krabbamein við endurmat 47 Fjöldi tilfella í nýgengisútreikningum 805 Sjúklingar eingöngu klínískt greindir 9 Sjúklingar greindir með fínnálarástungu 7 Flöguþekjukrabbamein 2 Heildarfjöldi tilfella í endanlegri rannsókn 787 Mynd 1. Árlegt aldursstaðlað nýgengi skjaldkirtilskrabbameins á íslandi 1955-2004 (nýgengi af 100.000 miðað við alpjóðlegan aldursstaðal). Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri og Vefjarann- sóknarstofunni í Reykjavík (Álfheimum 74). Öll vefjasýni voru yfirfarin af meinafræðingi og greining endurskoðuð samkvæmt viðurkenndri flokkun Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.1’ Úr sjúkraskrám fengust upplýsingar um afdrif sjúklinganna og einng staðfesting og eftir atvikum ítarlegri upplýsingar um stigun krabbameinsins. Eftir endurskoðun allra vefjasýna voru 47 einstaklingar ekki taldir hafa haft skjaldkirtils- krabbamein miðað við núgildandi skilgreiningar Tafla II. Skjaldkirtilskrabbamein á íslandi 1955-2004. Fjöldi, hlutfall og meðalaldur sjúklinga sem greinast með skjaldkirtilskrabbamein, flokkað eftir vefjagerð. Fjöldi og hlutfall (%) Meðalaldur Vefjagerð Karlar Konur Alls Karlar Konur Alls Totumyndandi krabbamein 160 (75) 472 (83) 632 (81) 56 49 51 Skjaldbúskrabbamein 35 (16) 61 (11) 96 (12) 62 54 57 Merggerðarkrabbamein 9(4) 8(1) 17(2) 52 55 53 Villivaxtarkrabbamein 11 (5) 31 (5) 42(5) 68 71 70 215(100) 572 (100) 787 (100) 58 51 53 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.9 Oftast var hér um að ræða skjaldbúskrabbamein, sem við endurflokkun töldust góðkynja æxli og sum totu- myndandi æxli töldust einnig við endurskoðun aðeins vera góðkynja mein. I einu tilfelli reyndist við endurmat um eitilfrumuæxli að ræða en ekki þekjufrumukrabbamein og féll það utan þessarar rannsóknar. Alls greindust því 805 einstaklingar með skjaldkirtilskrabbamein í lifanda lífi á tíma- bilinu og eru almennir útreikningar á nýgengi í þessari rannsókn unnir út frá þessum fjölda. Af þessum 805 tilfellum voru níu sjúklingar (rúmlega 1%) eingöngu greindir klínískt og vefja- gerð æxlis því með öllu óviss. Sjö tilfelli voru aðeins greind með fínnálarástungu á meininu (tæplega 1%). Þrjú þessara meina voru talin totumyndandi krabbamein í frumugreiningu, en þeir einstakling- ar létust ekki úr skjaldkirtilskrabbameini. Hin fjögur tilfellin voru greind með illa þroskuð krabbamein, sennilega af villivaxtarkrabbameins- gerð. Þeir einstaklingar létust allir fljótlega eftir greiningu úr skjaldkirtilskrabbameini. Klínískt greind skjaldkirtilskrabbamein og mein greind eingöngu með frumumeinafræðirannsókn reynd- ust í heild aðeins um 2% greindra skjaldkirtils- krabbameina á landinu á þeirri hálfu öld sem hér er til rannsóknar. Vefjameinafræðileg greining var því gerð á um 98% greindra tilfella. Við endurskoðun vefjasýna voru æxlin flokkuð í viðurkenndar meinafræðigerðir. Það eru fjórar megingerðir sem mynda yfirgnæf- andi hluta allra illkynja meinsemda í skjald- kirtli og þær nefnast totumyndandi krabbamein, skjaldbúskrabbamein, villivaxtarkrabbamein og merggerðarkrabbamein.9 Eftir endurskoðun vefjagreininga reyndust tvö mein flöguþekjukrabbamein, sem er afar sjaldgæf og tiltölulega nýlega viðurkennd gerð skjaldkirtilskrabbameina. Öll önnur mein var unnt að flokka í þær fjórar megingerðir sem best eru þekktar og hafa verið allvel skilgreindar, samanber hér að ofan. Að frátöldum almennum nýgengisútreikningum var ákveðið að binda aðra úrvinnslu á niðurstöðum rannsóknarinnar við þessar megingerðir sem staðfest voru með vefja- greiningu, eða alls 787 tilfelli (sjá töflu I). Rannsóknarhópurinn var skoðaður með til- liti til kyns, aldurs við greiningu, greiningarárs, vefjagerðar og TNM-stigunar (TNM: T, tumor = æxli, N, nodes = eitlar, M, metastases = mein- vörp). Stuðst var við sjöttu útgáfu AJCC frá 2002 við TNM-flokkun æxlanna.11’ T0 vísar til þess að frumæxlið í skjaldkirtlinum hafi ekki fundist. Tl- æxli eru minni eða ekki stærri en 2 cm. Tl-æxlum er ennfremur skipt í tvennt, annars vegar æxli sem eru 1 cm og minni (Tla) og hins vegar æxli sem 84 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.