Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.02.2011, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN legt umhverfi sýni að strákar hreyfi sig meira en stelpur, megi álykta að það stafi ekki síður af líffræðilegum þáttum en umhverfislegum.19 Ertnfremur hefur verið bent á að muninn milli kynjanna megi hugsanlega útskýra með mun minni erfiðri hreyfingu meðal stelpna, sem aftur ítrekar mikilvægi hreyfiíhlutunar sem sérstaklega tekur það til greina.24 Niðurstöður sýndu ennfremur að þeir þátt- takendur sem voru með meiri fitu undir húð, hreyfðu sig minna af meðalerfiðri og erfiðri ákefð samanborið við jafnaldra sem ekki höfðu jafn þykkar húðfellingar. Erlendar rannsóknir hafa leitt í ljós svipuð tengsl hreyfingar og líkamsfitu sem aftur ýtir undir mikilvægi þess að börn fái nægjanlega mikla hreyfingu dag hvern til að fyrirbyggja ofþyngd.28 Tengsl búsetu og hreyfingar barna hafa lítið verið rannsökuð með hlutlægum mælingum og eru um margt misvísandi. Þó hafa rannsóknir frá Bandaríkjunum sýnt að börn sem búa í strjálbýli eru líkleg til þess að eyða minni tíma í hreyfingu af meðalerfiðri og erfiðri ákefð þótt það samband geti einnig farið eftir aldri.29 Útskýringar á ástæðum tengsla milli búsetu og fjölda mínútna af meðalerfiðri og erfiðri ákefð innan okkar úrtaks gætu allt eins verið veðurfarslegar. Meirihluti barnartna af höfuðborgarsvæðinu var mældur í upphafi hausts þegar veður var betra en til að mynda þegar börn á Akureyri voru mæld síðla hausts og farið var að snjóa. Tengsl árstíma og veðurs við mælingar á hreyfingu hafa verið rannsökuð og benda niðurstöður til þess að börn á skólaaldri hreyfi sig að jafnaði meira á sumrin en veturna, eða sem nemur um og yfir 100 slög/ mín.12'30 Styrkur rannsóknarinnar er margvíslegur. Fyrst skal telja þá nýju þekkingu á stöðu hreyfingar meðal 9 og 15 ára barna sem nú birtist í fyrsta sinn. Þátttökuhlutfall í rannsókninni var ágætt og valið var af handahófi úr úrtakinu hverjir yrðu mældir með hröðunarmælum. Ekki var munur á líkamsþyngdarstuðli þeirra sem völdust í hreyfimælinguna og þeirra sem tóku ekki þátt í henni. Hlutlægar mælingar voru gerðar á hreyfingu þátttakenda sem hugsanlega gefur réttmætari mynd af stöðu mála en niðurstöður spurningakannana. Vert er að minnast á nokkra takmarkandi þætti mælinganna. Hröðunarmælarnir nema einungis hreyfingu í einu plani, sem þýðir að þeir greina ekki mun á erfiðleikastigi við göngu á flatlendi, upp stiga eða til dæmis við hjólreiðar og róður. Þeir greina ekki heldur þungaberandi hreyfingu eins og lyftingu lóða og þess háttar. Mælirinn er ekki vatnsheldur og því fellur til að mynda öll hreyfing í sundlaugum utan útreikninga á áætlaðri hreyfingu þátttakendanna. Ályktanir Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að alltof lágt hlutfall 9 og 15 ára barna hreyfi sig nægjanlega lengi af meðalerfiðri og erfiðri ákefð dag hvern. Eins og í öðrum rannsóknum fundust neikvæð tengsl milli hreyfingar og holdafars 9 og 15 ára íslenskra barna. Einnig virðast drengir almennt hreyfa sig meira en stúlkur, og á það sérstaklega við um meðalerfiða og erfiða hreyfingu. Þessar niðurstöður benda til þess að íhlutana sé þörf til þess að auka meðalerfiða og erfiða hreyfingu barna á skólaaldri. Þakkir Rannsóknarteymið stendur í þakkarskuld við alla þá fjölmörgu þátttakendur rannsóknarinnar Lífsstíll 9 og 15 ára íslendinga sem gáfu tíma sinn, þolinmæði og þrek í þágu verkefnisins. Eins á allt starfsfólk skólanna 18 sem lagði sig fram um að útvega okkur góða aðstöðu og svigrúm til mælinga þakkir skildar. Einnig þakkar rannsóknarteymið fyrir styrkveitingar frá Rannís, íþrótta- og Ólympíusambandi íslands (ISI), Rannsóknasjóðum Kennaraháskóla Islands og Háskóla Islands, menntamálaráðuneytinu og öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd rannsóknarinnar. Heimildir 1. Warburton DE, Nicol CW, Bredin SS. Health benefits of physical activity: the evidence. CMAJ 2006; 174: 801-9. 2. World Health Organization. Physical activity and health in Europe: evidence for action. WHO Regional Office for Europe, Kaupmannahöfn 2006. 3. Lee IM, Buchner DM. The importance of walking to public health. Med Sci Sports Exerc 2008; 40(7 Suppl): S512-8. 4. Johannsson E, Amgrimsson SA, Thorsdottir I, Sveinsson T. Tracking of overweight from early childhood to adolescence in cohorts bom 1988 and 1994: overweight in a high birth weight population. Int J Obes (Lond) 2006; 30:1265-71. 5. Jónsson SH, Héðinsdóttir M. Líkamsþyngd barna á höfuðborgarsvæðinu - er hlutfall bama yfir kjörþyngd hætt að aukast? Lýðheilsustöð og heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Reykjavík 2010. 6. Chinapaw MJ, Mokkink LB, van Poppel MN, van Mechelen W, Terwee CB. Physical activity questionnaires for youth: a systematic review of measurement properties. Sports Med 2010; 40: 539-63. 7. Dencker M, Andersen LB. Health-related aspects of objectively measured daily physical activity in children. Clin Physiol Funct Imaging 2008; 28:133-44. 8. Murphy SL. Review of physical activity measurement using accelerometers in older adults: considerations for research design and conduct. Prev Med 2009; 48:108-14. 9. Ekelund U, Sjostrom M, Yngve A, et al. Physical activity assessed by activity monitor and doubly labeled water in children. Med Sci Sports Exerc 2001; 33:275-81. 10. Trost SG, Ward DS, Moorehead SM, Watson PD, Riner W, Burke JR. Validity of the computer science and applications (CSA) activity monitor in children. Med Sci Sports Exerc 1998; 30: 629-33. 80 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.