Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 33

Læknablaðið - 15.02.2011, Síða 33
FRÆÐIGREINAR SJÚKRATILFELLI Blóðsegarek til lungna hjá unglingsstúlku - sjúkratilfelli Sonja Baldursdóttir3 læknir Bjarni Torfason12 sérfræöingur í hjarta- og brjóstholsskurðiækningum Gunnlaugur Sigfússon1'3 sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna Kolbrún Benediktsdóttir1'2 sérfræðingur í myndgreiningu Ragnar Bjarnason1'3 Sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum barna Lykilorð: tölvusneiðmynd, getnaðarvarnarpilla, blóðþynning, skurðaðgerð. ’Læknadeild HÍ, 2Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ragnar Bjarnason Barnaspítala Hringsins Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. ragnarb@landspitali. is Ágrip Blóðsegarek til lungna er sjaldgæf orsök brjóstverkja hjá unglingum og enn sjaldgæfari hjá börnum. Einkenni geta líkst algengum kvillum, svo sem lungna- eða fleiðrubólgu og því mikilvægt að hafa þau í huga til þess að ekki verði töf á greiningu. Yfirleitt er einn áhættuþáttur til staðar, ýmist áunninn eða meðfæddur. Ekki eru til stöðluð ferli fyrir greiningu blóð- segareks til lungna hjá börnum og unglingum en stuðst er við svipaðar rannsóknir og hjá full- orðnum. Tölvusneiðmyndun af lungnaæðum með skuggaefni (spiral CT angio) er mest notaða aðferðin til greiningar á blóðsegareki til lungna. Meðferð felst í blóðþynningu og þegar þörf krefur er gerð skurðaðgerð til að fjarlægja blóðsegann. Lýst er blóðsegareki til lungna hjá unglings- stúlku sem var í bráðri lífshættu þar sem blóð- seginn takmarkaði blóðflæði verulega. í bráða- skurðaðgerð tókst að fjarlægja blóðsegann í tæka tíð. Sjúkrasaga 17 ára stúlka kom á bráðamóttöku bama eftir að hafa verið óglatt og með verki í brjóstkassa í tvær vikur. I fyrstu hafði ógleðin verið meiri, en síðustu daga fyrir komu hafði verkurinn farið versn- andi. Verknum lýsti hún sem sting í bringu sem versnaði við djúpa öndun og litla áreynslu. Auk þess fann hiin fyrir mæði og hröðum hjartslætti og hafði ekki getað sótt skóla í nokkra daga vegna þessara einkenna. Hjá heimilislækni hafði hún verið send í almennar blóðprufur sem voru eðlilegar og þungunarpróf var neikvætt. Tveim dögum fyrir innlögn leitaði hún á bráðamóttöku barna og var talin vera með magabólgur eða bakflæði. Hún var sett á sýruhemlandi lyf sem sló á ógleðina en brjóstverkurinn fór versnandi. Stúlkan hafði fengið mígreni en var annars hraust og tók engin lyf nema Mercilion getnaðar- varnartöflu síðastliðið hálft ár. Við skoðun bar stúlkan sig vel en var föl og and- stutt. Hún vó 56 kg, líkamshiti mældur í holhönd var 36,3°C, blóðþrýstingur 98/65 mm kvikasilfurs, hjartsláttur 110 slög/mínútu og súrefnismett- un 98%. Útlimir voru kaldir átöku og áberandi blámi. Hjartalínurit sýndi sinus takt, eðlilegan öxul og viðsnúna T-takka í hægri brjóstleiðslum (V1-V3) sem er eðlilegt hjá börnum og unglingum. Röntgenmynd af lungum var eðlileg. Blóðhagur, Na, K, kreatínín, CRP, blóðsykur, lifrarpróf og hjartaensímin CK-MB og trópónín-T, var innan marka en D-dímer var hækkaður, 18 mg/L (viðmiðunargildi <0,50 mg/L). Hjartaómskoðun sýndi eðlilega byggingu hjartans og engin merki um gollurshúsbólgu. Hægri slegill var stækkaður og var það talið vegna þrýstingsálags þar sem þrýstingur slegils var metinn hækkaður við óbeina mælingu á þríblöðkulokuleka. Vaknaði við það grunur um blóðsegarek til lungna og var því gerð tölvusneiðmynd með skugga- efni af brjóstholi. Rannsóknin sýndi stóran söðul- blóðsega sem hefti blóðflæði til beggja lungna (mynd 1). Stúlkan var flutt á gjörgæsludeild til undirbúnings fyrir opna hjartaskurðaðgerð. Þegar komið var á skurðstofu versnaði ástand stúlk- unnar skyndilega, súrefnismettun féll í 77%, en blóðþrýstingur var viðunandi, um 90 mm kvika- silfurs. Þegar opnað var inn í gollurshús kom í ljós mjög stórt hjarta, þanin hægri gátt og hægri slegill. Meginlungnaslagæð var opnuð eftir að hjartalungnavél hafði tekið yfir starfsemi hjarta og lungna og þá kom í ljós um 20 cm langur og sver blóðsegi, 2,0-2,5 cm í þvermál (mynd 2). Blóðseginn lá yfir greiningu lungnaslagæðar til hægra og vinstra lunga og fyllti þær nær alveg á löngum kafla. Blóðseginn var fjarlægður, blóð- Mynd 1. Tölvusneiðmynd með skuggaefni afbrjóstholi sýndi söðulblóðsega í lungnaslagæð. LÆKNAblaðið 2011/97 97

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.