Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 7
Steinn Jónsson
steinnj@landsfDitali. is
Höfundur er lungnalæknir
á Landspítala og formaður
Læknafélags Reykjavíkur.
Health care system at a
crossroads
Steinn Jónsson, MD, is
Associate Professor of
Medicine and Pulmonary
Diseases at Landspitali-
University Hospital in
Reykjavik, lceland.
Heilbrigðiskerfi á krossgötum
Það er kunnara en frá þurfi að segja að margvísleg
vandamál steðja nú að heilbrigðisþjónustunni. Á
þeim fáu árum sem liðin eru frá efnahagshruninu
hefur ísland tapað samkeppnishæfni gagnvart
útlöndum. Læknar starfa á alþjóðlegum vinnu-
markaði og víða í nágrannalöndunum er skortur
á vel menntuðum læknum og há laun í boði.
Þetta er þegar farið að hafa áhrif hér á landi og
læknaskortur er farinn að verða tilfinnanlegur,
bæði í heilsugæslunni og meðal yngri lækna á
Landspítala. Kjör lækna á íslandi hafa rýmað
um meira en 50% ef miðað er við nágrannalönd.
Viðhorfsbreyting hefur átt sér stað meðal yngra
fólks á síðustu áratugum. Það sættir sig ekki
lengur við óhóflegt vinnuálag sem kemur niður á
frítíma og fjölskyldulífi.
Frá því sjúkrahúsin í Reykjavík voru sameinuð
árið 2000 hefur verið óopinbert ráðningabann
gagnvart sérfræðilæknum. Mikið aðhald hefur
einkennt allan rekstur í heilbrigðiskerfinu, bæði
á góðæristímanum og eftir efnahagshrunið.
Lítil sem engin nýliðun hefur átt sér stað meðal
sérfræðilækna á undanfömum árum. Er það
mikið áhyggjuefni. Ungir sérfræðilæknar hafa
jafnan komið til íslands með nýja þekkingu og
gegnt mikilvægu hlutverki við þróun heilbrigðis-
þjónustu hér á landi. Víða erlendis sinna læknar á
efri stigum sérfræðináms og ungir sérfræðilæknar
mikilvægum störfum en á íslandi vantar þessa
hópa nánast alveg. Það er því mikilvægt verkefni
að byggja upp framhaldsnám í læknisfræði hér á
landi eftir því sem kostur er.
Deila framkvæmdastjórnar Landspítala við
unglækna vegna vaktakerfis hefur haft slæm
áhrif á starfsanda almennra lækna ef marka
má nýlega viðhorfskönnun meðal starfsfólks.
Framkvæmdastjórnin hugðist spara með nýju
vaktakerfi sem jók vinnutíma en ekki laun. Félag
almennra lækna stóð einhuga gegn þeim áformum
með vinnutímatilskipun EES-samningsins að
vopni. Sérfræðilæknar gáfust upp við að manna
vaktir almennra lækna eftir eina viku í apríl 2010.
Eftir langar samningaviðræður var ákveðið að
vaktakerfi Landspítala skyldi uppfylla vinnutíma-
tilskipun EES. Þessi niðurstaða verður til þess að
fleiri lækna þarf til þess að manna vaktakerfin og
dagvinnuna á spítalanum í framtíðinni. Viðhorf
ungra lækna til starfa á Landspítala hefur versnað
og mátti síst við því í viðbót við önnur aðsteðjandi
vandamál.
Það er athyglisvert að skoða hvemig í pottinn
er búið við stjómun Landspítala. Forstjórinn er
ráðinn af ráðherra og ábyrgur gagnvart honum og
ríkisstjóminni. Framkvæmdastjórar sviðanna sem
hafa mikla rekstrarábyrgð eru ráðnir af forstjór-
anum og ábyrgir gagnvart honum. Forstjórinn
hefur krafist þess að framkvæmdastjóramir segi
sig úr fagfélögum, svo sem Læknafélagi íslands,
til þess að geta sinnt skyldustörfum sínum í
framkvæmdastjóminni. Yfirlæknar hafa verið
beðnir að segja sig úr samninganefndum vegna
hugsanlegra hagsmunaárekstra. Þetta nær ekki
nokkurri átt. Hvaða hagsmunaárekstra er verið að
koma í veg fyrir með þessari kröfu? Erum við ekki
öll að vinna saman að því að byggja upp háskóla-
spítala og varðveita eitt besta heilbrigðiskerfi í
heimi? Er skynsamlegt af stjórnvöldum að stilla
framkvæmdastjóminni upp með þessum hætti?
Margt bendir til þess að innan skamms geti
Landspítali lent í vemlegum vandræðum í mikil-
vægum sérgreinum vegna skorts á almennum
læknum og sérfræðilæknum. Kjaraskerðingar-
stefnan og niðurskurðurinn era farin að hafa vera-
leg áhrif á vinnuþrek og hugarfar margra lykil-
aðila innan spítalans. Það er ekki seinna vænna
að stjómvöld fari að gera sér grein fyrir þessum
vanda og grípa til aðgerða.
Það fyrsta sem menn þurfa að skilja er að fyrsta
flokks heilbrigðiskerfi er byggt upp af fagfólki
og til þess að varðveita þann auð þarf að rækta
hann eins og allt annað sem vel á að virka. Frekari
kjaraskerðing, aukið vinnuálag og ráðningabann
era ekki leiðir að því marki. Stjórnvöld verða
að skoða mjög vandlega hvemig þau hyggjast
umgangast fagfólkið í heilbrigðisþjónustunni
ef ekki á að stefna í algert óefni þegar á þessu
ári. Heilbrigðiskerfið stendur að þessu leyti á
krossgötum og forystumönnum lækna og fram-
kvæmdastjórn Landspítala ber skylda til að kynna
stjómvöldum og almenningi hvert stefnir.
LÆKNAblaðið 2011/97 21 1