Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 56

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 56
UMRÆÐUR 0 G FRETTIR SPÁNSKA VEIKIN Minning um spánsku veikina Stutt spjall við Geir R. Tómasson, tannlækni Þorkell Jóhannesson Dr.thorkell@simnet.is Höfundur er læknir og fyrrum prófessor í lyfjafræði - og áhugamaður um sögu læknisfræðinnar. Árið 2008 freistaðist ég til þess að birta í Lækna- blaðinu (94: 768-74) grein sem nefndist: Þankabrot um spánsku veikna 1918-1919. Kveikjan að þessum skrifum var BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands. Ég taldi höfund ritgerðarinnar meðal annars til ágætis, að vitnað væri til viðtala við fólk sem mundi veikina, en væri nú gengið til feðra sinna. Mér kom þá alls ekki í hug að ég væri í vinfengi við mann sem myndi spánsku veikina, þótt segja mætti að í litlu væri. Þessi maður er Geir R. Tómasson, tannlæknir, sem þrátt fyrir háan aldur (hann er fæddur á Jónsmessu sumarið 1916) er enn nær í fullu fjöri. Ég vil ekki láta hjá líða að festa þessa minningu Geirs á blað sem eins konar bragarbót við fyrri skrif. Geir ólst upp með einstæðri móður sinni, Kristínu Hansdóttur (1878-1971). Haustið 1918 bjuggu þau Geir og móðir hans í Pósthússtræti 6 að hann minnir. Þegar kom fram í nóvember og spánska veikin var í hámarki, lagðist móðir hans í veikina og var þungt haldin. Þótt Geir væri ekki nema á þriðja ári, er honum í lifandi minni hve móður hans leið illa og að hún missti mestallt hárið í veikinni. Læknir þeirra mæðgina var Matthías Einarsson (1879-1948). Geir man að Matthías kæmi heim til þeirra og léti flytja hann á bamaheimili sem komið hafði verið upp í Miðbæjarbarnaskólanum. Farið var með hann í stofu á annarri hæð hússins og var hann settur þar í rúm. Voru þar fyrir í rúmum mörg börn á hans reki, en eldri börn voru höfð annars staðar. Geir segir að mikill grátur og angist hafi fyrst verið í stofunni, en smám saman róaðist hópurinn og börnin fóru að leika sér. Þeim var færður matur í stofuna. Hann segist ekki hafa veikst og telur að hið sama hafi gilt um hin börnin. Geir man eftir að séra Jóhann Þorkelsson (1851-1944), dómkirkjuprestur, kæmi í heimsókn í stofuna og Matthías Einarsson hefði litið til hans. Hann segist ætíð hafa litið upp til Matthíasar og viljað verða læknir með hann að fyrirmynd, þótt það ætti raunar fyrir honum að liggja að verða tannlæknir. Dvölinni í Miðbæjarbarnaskólanum lauk svo Geir Reynir Tómasson (f. 1916). Stúdentspróffrá Mennta- skólanum í Reykjavík 1937. Lauk tannlæknaprófi í Köln 1941 og doktorsprófi á sama stað 1943. Starfaði í Svípjóð 1943- 1946. Rak tannlæknastofu í Reykjavík 1947-1996. (Ljósm. á heimili Geirs 3.3.2011; Þorkell Þorkelsson). þegar móðir hans var orðin heil heilsu á ný. Því má svo bæta hér við, að Geir hefur ætíð verið mikill trúmaður og hefur lengi starfað í safnaðarnefnd Dómkirkjunnar. Fyrsta sunnudag í aðventu á síðastliðnu ári flutti Geir aðventuhugvekju í kirkjunni. Hann lagði út af þeim sígilda sannleika að hið eina sem við höfum á höndum hverju sinni, er dagurinn í dag, og mæltist svo: Horfðu því til dagsins í dag - því það er lífið. Dagurinn í gær er þegar draumur og morgundagurinn aðeins hugsýn. En verjirðu deginum í dag vel, verður sérhver gærdagur draumur hamingju, og sérhver morgundagurhugsýn vonar. Orð Geirs eru leiðsögn til gæfu og gengis í starfi hvers manns og þá ekki síður í starfi lækna en annarra. Sjálfur er Geir nú nær 95 ára að aldri og horfir hress og ótrauður til morgundagsins! Til sölu eða leigu húsnæði fyrir heilsutengda starfsemi við Álfabakka 12 í Mjóddinni Húsnæðið er 231 fm að stærð og er tilvalið fyrir heilsutengda starfsemi, meðferðarstofur, nuddara, sjúkraþjálfara eða læknastofur. Lyfta er í húsinu og gott aðgengi. Nánari lýsing: Húsnæðið skiptist í 7 lokaðar vinnustofur sem eru á bilinu 7-20 fm, sal (sem áður var skurðstofa), eldhús, innréttaða móttöku og tvö salerni (annað með sturtu). Dúkur á gólfi, lagnastokkar með veggjum og kerfisloft. Ekki vsk. húsnæði. Húsnæðið er til sölu eða langtímaleigu. Upplýsingar veitir Sigurður Þór í síma 823 7079. 260 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.