Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 36
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T -■swfc. Mynd 4. Æðatnynd (DSA) sýnir dæmigert útlit viðflysjnn í innri hálsslagæð. Fyrstu myndir (a) eftir inndælingu skuggaefnis gefa til kynna strýtulaga lokun (ör). Sein mynd (b), sýnir daufa fyllingu upp grannt holrúm innri hálsslagæðar („string sign", örvar). Æðin innan höfuðkúpu er merkt meðörvaroddi. Mynd 5. Flæðisviktuð (DWI) seguiómmynd (a) sýnir ferskt drep (ör) á næringarsvæði vinstri miðhjarnaslagæðar sem er afleiðing af flysjun í vinstri innri hálsslagæð. T1 viktuð mynd meðfitumettunar púls (b) sýnir margúl í vegg innri hálsslagæðar (ör). Margúllinn sést sem sigðlaga segulskær rönd umhverfis hol æðarinnar. Enduruppbyggð segulómmynd í krónuskurði (c) afhálsslagæðum eftir skuggaefnisgjöf í æð sýnir strýtulaga þrengingu á vinstri innri hálsslagæð (ör) sem er dæmigert útlit fyrirflysjun á innri hálsæð. rúmi æðar, staðbundin víkkun á eiginlegu holrúmi æðar eða falskur gúll. Þær myndgrein- ingarannsóknir sem geta sýnt fram á eina eða fleiri þessara breytinga eru hefðbundin slag- æðamyndataka, æðamyndataka með tölvusneið- myndatæki (TS), æðamyndataka með segulómtæki (SÓ) og ómskoðun á hálsæðum. Hefðbundin æðamyndataka getur sýnt ílanga, oft reglulega þrengingu á holrúmi æðar, svokallað „string sign" og ef æðin er nær lokuð vegna flysjunar endar skuggaefnisfyllingin í strýtu eða keilu (mynd 4). Ómskoðun kemur einkum að gagni við upphafsmat og frumgreiningu á flysjun í háls- slagæðum. Ómskoðun sýnir óeðlilegt flæði í innri hálsslagæð hjá um það bil 90% tilfella og í hryggslagæð hjá um það bil 75% tilfella.40 Sértækast er þegar tvö æðaholrúm aðskilin með ómríkum æðaþelsflipa greinast. Blæðing í æðarvegg getur sést sem ómríkt svæði umhverfis þrengt holrúm slagæðar. Æðaskoðun með segulómtæki er ekki síðri en hefðbundin æðamyndataka hvað varðar næmi og sértækni til greiningar flysjunar.34-36 Segulómun sýnir vel margúl í æðarvegg sem er meinkennandi fyrir flysjun (sjá mynd 5).37 Margúllinn sést vel á T1 viktuðum myndum sem teknar eru með endurteknum fitumettandi púls (fat suppression), en slík myndröð slær út myndmerki frá róteindum í fitu, sem þá gefur ekki frá sér myndmerki og er dökk á mynd. Margúllinn sést hins vegar sem segulskær rönd umhverfis segulsnautt holrúm æðarinnar. Rannsókn með skuggaefni sýnir einnig vel þrengingu eða lokun á holrúmi æðar og falskt holrúm sem eru dæmigerðar afleiðingar flysjunar. Segulómrannsókn gefur auk þess glögga mynd af stærð og staðsetningu heiladreps sem er algeng afleiðing flysjunar. Greiningargeta segulómunar þegar flysjun hálsslagæðar á í hlut er því bæði öflug og fjölbreytileg. TS-æðaskoðun (mynd 6) er einnig góð rann- sókn til að greina flysjun í hálsslagæðum.38 Niðurstaða nýlegrar rannsóknar mælir þó með því að segulómrannsókn sé beitt fyrst til- greiningar en síðan megi nota TS eða hefð- bundna æðarannsókn til að svara ákveðnum viðbótarspurningum sem upp kunna að koma.38 Önnur nýleg rannsókn leggur greiningarhæfni TS og SÓ að jöfnu.39 Skuggaefnisupphleðsla í æðarvegg utan óreglulegs/þrengds holrúms æðar, ásamt auknu heildarþvermáli æðar borið saman við sömu æð andstæðrar hliðar, er það teikn sem talið er áreiðanlegast fyrir flysjun á tölvusneiðmyndarannsókn. TS getur einnig sýnt flipa frá innsta lagi þar sem rofið verður, þrengingu, lokun á æð og falskan gúlp. 240 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.