Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 42
FRÆÐIGREINAR
SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR
Oeder hóf söfnun jurtanna í Noregi, þar sem
minnst var vitað um gróðurfar þar. Hann naut
aðstoðar Rössler-feðganna frá Múnchen og var
sonurinn Martin teiknari og málari, en faðirinn
Michael sérfræðingur í koparstungum. Oeder
taldi að hægt væri að ljúka verkinu á tveimur
sumrum, en reyndin varð sú, að eftir fimm sumur
(1755-1759) var mörg jurtin eftir óskoðuð. Eftir
heimkomuna gaf Oeder út fyrsta heftið af Flora
Danica og í maí 1761 var byrjað að safna áskrifend-
um. Þá hafði það runnið upp fyrir ritstjóranum
að hann kæmist ekki yfir þetta einn og Oeder
ákvað að ráða Johan Gerard König til að flýta fyrir
verkinu.
Johan Gerard König á íslandi
Árið 1764 kom út til íslands með vorskipi Johan
Gerard König, þýzkur að kyni, fæddur árið 1723 á
Kúrlandi (nú Litháen). Hann hafði verið nemandi
sænska grasafræðingsins Carls von Linné og
varð síðan lyfjasveinn í apóteki Friðriksspítala
við Breiðgötu í Kaupmannahöfn árið 1759.
Jón Steffensen segir að þeir Bjarni landlæknir
Pálsson hafi vafalaust þekkzt fyrir komu Königs
til íslands.3 Erindi Königs hingað út var að safna
grösum fyrir nýja útgáfu af Flora Danica.
Með König í förinni til íslands var teiknarinn
Sören Johannes Helt. Sumrin 1764 og 1765 voru
þeir í grasasöfnun. Mun Jón Pétursson mjög lík-
lega hafa verið leiðsögumaður þeirra. Jón
Steffensen vísar til dagbókar Sveins Pálssonar
læknis (ÍB 2-4 8vo)6 frá árinu 1798: „October 23.
og 24. Registrjeraj Naturalier Apothjekara]" -
og í framhaldi af því fylgir neðanmáls listi yfir
um 73 plöntur, sem ber heitið „Ex Herbfarioj
chir[urgi] J[óns] P[éturssonar]". Um aðeins eina
plöntu er þess getið hvenær hún sé fundin,
nefnilega Euphorbia helios[copia] lectu inter Oleo
Vidoeensium 1774 [fundin innan um kál í Við-
ey 1774]. En allmargra fundarstaða er getið:
Tröllaháls, Lundeyjar, Gilsbakka, Tunguheiðar,
Gufuness, Odda, Múkaþverár, Eyjafjarðar, Eyrar-
bakka og Reykjahvers í Ölfusi.
Við naflagrasið, Koenigia islandica, gerir Jón
Pétursson þessa athugasemd (ÍB. 2 8vo; minnis-
grein undir dagbók 1.-21., apríl 1798):
Sama haust fluttum við Koening hana báðir til K[iöben]
havn, kallaði eg hana Petræa arctoa og þ[ad] sama nafn féll
h[onu]m nógu vel, en þ[a]r þetta var nýfundin urt,
describ[erede] Linnæus hana upp á sinn máta, og Koenig vin
sín[u]m til æru nefndi hann hana h[an]s nafni hv[er]iu hún
hér eftir mun halda.6
Við eftirgrennslan í Botanisk Centralbibliotek
í Kaupmannahöfn fengust þær upplýsingar,
að farið hafi verið í gegnum öll fylgiskjöl sem
eru í „de kongelige regnskaber" og nafn Jóns
Péturssonar sé þar ekki að finna, en þess jafnframt
getið að upprunalega skjalasafnið hafi brunnið
árið 18847
Nám og störf
Jóns Péturssonar í Danaveldi
Haustið 1765 héldu þeir Jón Pétursson og König
utan og 21. desember 1765 var Iohannes Petri
skráður í stúdentatölu.8 Hann varð „baccalaureus"
31. júlí 1768. Árið eftir kom út ritgerð eftir Johannes
Petersen á dönsku um Den saa kaldede Islandske
Skiörbug, beskreven udi en kort afhandling 9 og
í bókarlok vottar Christen Lodberg Friis bókina
prenthæfa.
Prófessor Friis sat í vísindaráði háskólans
(Consitorium) og hafði ráðið meðal annars það
hlutverk að ritrýna vísindagreinar háskólanema.
Um þetta rit segir Jón Ólafur Isberg:
Þrátt fyrir heiti bókarinnar virðist sem höfundurinn sé alls
ekki að fjalla um skyrbjúg heldur holdsveiki. Hann segir
meðal annars: «Varðandi ólík nöfn sjúkdómsins sem ég
kalla stundum skyrbjúg og stundum holdsveiki er það til
að taka að bæði nöfnin eru notuð yfir sama sjúkdóminn
á mismunandi stöðum. Ég er ekki alveg viss um að
sjúkdómurinn sé skyrbjúgur ...» Töluverðar líkur eru á að
ýmsir hörgulsjúkdómar eins og skyrbjúgur, hugsanlega
vatnssýki sem einkennist af þembum í líkamanum og
kannski einnig húðsjúkdómar, hafi verið kallaðir holdsveiki.
Það má einnig snúa þessu við og gera ráð fyrir að holdsveiki
hafi leynst undir ýmsum öðrum nöfnum.10
Þó þarna hafi ekki verið á ferðinni neitt
tímamótaverk, átti Jón Pétursson tvívegis eftir að
bæta um betur og sanna eftirminnilega að hann
hafði ríka hæfileika til þess að draga ályktanir af
því sem fyrir hann bar.
í Læknum á íslandi segir að Jón hafi verið
herlæknir í sjóher Dana1 og farið víða, meðal
annars til Spánar, Alsír og Egyptalands og mun
það hafa verið á árunum 1770-1771, en á þeim
árum héldu Danir úti flotadeild á þessum slóðum.
Jón Pétursson lauk ekki læknisprófi frá
Hafnarháskóla, en hann gæti hafa stundað nám
í Theatrum anatomico-chirurgicum. Skólinn var
stofnaður fyrir handlækna, meðal annars með
þarfir hers og flota að leiðarljósi og til þess
að menn mættu stunda skurðlækningar í ríki
Danakonungs þurfti frá árinu 1736 próf þaðan.
Tæpast hefði Jón Pétursson verið ráðinn læknir
á skipi í flota Danakonungs nema hann uppfyllti
áðurgreind skilyrði og þaðan af síður verið
skipaður læknir í heilum landsfjórðungi á íslandi
og titlaður handlæknir.
í lækningabók sinni fyrir almúga11 víkur Jón
stuttlega að ferð sinni um Miðjarðarhafið, þegar
hann ræðir um áhrif sjóbaða:
246 LÆKNAblaðið 2011/97