Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 22
F R Æ Ð I G R E I
RANNSÓKN
N A R
Tafla IV. Fjölbreytugreining á áhrífum offitu á tíðni minniháttar og alvarlegra fylgikvilla auk minna en 30 daga skurðdauða hjá
sjúkiingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala 2002-2006. Gefið er upp áhættuhlutfall (odds ratio)
og 95% öryggisbil. Marktæk p-gildi eru feitletruð.
Minniháttar fylgikvillar Alvarlegir fylgikvillar Skurðdauði
OR 95% Cl p gildi OR 95% Cl P gildi OR 95% Cl P giidi
Offita (LÞS a30 kg/m2) 1,15 0,77-1,73 0,50 1,01 0,44 - 2,35 0,98 1,72 0,41 - 7,28 0,46
Aldur 1,04 1,02-1,07 <0,01 1,01 0,96-1,05 0,79 1,10 1,01-1,19 0,03
Kvenkyn 0,94 0,57-1,56 0,81 0,90 0,36 - 2,21 0,81 1,37 0,37 - 5,00 0,63
Statínlyfjanotkun 1,12 0,74 -1,71 0,59 1,21 0,55-2,70 0,64 0,27 0,08-0,91 0,03
Útstreymisbrot (EF) (%) 0,99 0,97-1,01 0,26 0,97 0,94-1,00 0,08 0,96 0,92-1,01 0,11
EuroSCORE 1,07 0,99-1,15 0,07 1,34 1,19-1,51 <0,01 1,36 1,13-1,64 <0,01
Tangartimi 0,99 0,98 -1,00 0,16 0,99 0,97-1,01 0,29 1,00 0,98 - 1,03 0,90
Gjöf rauðkornaþykknis 1,02 0,98-1,07 0,32 1,05 1,00-1.10 0,03 1,06 1,01 -1,11 0,02
LÞS = líkamsþyngarstuðull, Body mass index.
út sérstaklega. Einnig var líkamsþyngdarstuðull
notaður sem samfelld breyta í fjölbreytulíkaninu,
og hafði það ekki áhrif á niðurstöðumar (gögn
ekki sýnd).
Umræða
Þessi rannsókn sýnir að offita er hvorki sjálfstæður
áhættuþáttur fyrir fylgikvillum né dauða irrnan 30
daga eftir kransæðahjáveituaðgerð. Þetta gildir
þótt leiðrétt hafi verið fyrir bjagandi (confounding)
áhættuþáttum í fjölbreytugreiningu, svo sem
lægra EuroSCORE og lægri aldri meðal offeitra.
Niðurstöður okkar benda til þess að áhætta
offeitra sjúklinga eftir kransæðahjáveituaðgerð sé
sambærileg við samanburðarhóp.
Niðurstöður okkar em í samræmi við fjölda
rannsókna9- 15- 16 en þó ekki í öllum tilvikum.5
Til dæmis var ekki marktækur munur á tíðni
yfirborðssýkinga enda þótt viss tilhneiging í þá
átt hafi sést. Tíðni miðmætissýkinga var einnig
sambærileg en í nýlegri rannsókn var offita ekki
sjálfstæður áhættuþáttur fyrir miðmætissýkingu17
eins og eldri rannsókn hafði sýnt.10 Var hærri tíðni
sýkinga talin skýrast af lélegra blóðflæði í fituvef
og hærri tíðni sykursýki hjá offitusjúklingum.18
Tíðni bráðs nýmaskaða samkvæmt RIFLE-
skilmerkjum var heldur ekki hærri í offituhópi.
í rannsókn Virani og félaga var nýmaskaði þó
algengari19 og skýringin talin vera sú að offitu-
sjúklingar væm líklegri til að þjást af krónískri
nýmabilun og því næmari fyrir bólguviðbragði
sem fylgir kransæðahjáveituaðgerð.20, 21 I þessu
sambandi getur skipt máli að sjúklingar í okkar
rannsókn vom færri en í mörgum hinna rannsókn-
anna. Engu að síður sýna niðurstöður okkar að
tíðni fylgikvilla og skurðdauða virðist óvemlega
aukin í hópi offitusjúklinga.
Eins og áður kom fram hafa sumar fyrri
rannsóknir sýnt að offitusjúklingum farnast betur
en sjúklingum í kjörþyngd. Þetta kemur á óvart
þar sem aðgerðir á þessum sjúklingum þykja oft
tæknilega erfiðari og taka því oft lengri tíma. Erfitt
er að finna augljósa skýringu á þessari þversögn,
sem stundum er nefnd „offituþversögn" (obesity
paradox). Ein tilgáta er sú að offitusjúklingar séu
jafnan undir meira eftirliti heilbrigðisstarfsfólks
vegna aukinna heilsutengdra vandamála, eins
og sykursýki og háþrýstings. Einnig er hugsan-
legt að árvekni skurðlækna og hjúkrunarfólks sé
meiri þegar offitusjúklingar eiga í hlut og reynd-
ari skurðlæknar framkvæmi aðgerðimar þar sem
þær eru taldar erfiðari.10 í okkar gögnum er þó
ekkert sem rennir stoðum undir slíkar vanga-
veltur. Bjögun í vali á sjúklingum er sennilegri
skýring og ekki víst að unnt hafi verið að leiðrétta
nægilega vel fyrir hugsanlegum bjagandi þáttum.
Mögulega skýra einhverjar óskráðar brey tur mun-
inn milli hópanna. Þannig er hugsanlegt að aðgerð
hafi frekar orðið fyrir valinu hjá offitusjúklingum
sem vom vel á sig komnir en belgvíkkun (PCI)
frekar beitt ef margir undirliggjandi sjúkdómar
vom til staðar. Offitusjúklingamir hefðu þannig
hagstæðari samsetningu annarra áhættuþátta,
sem aftur gæti skýrt af hverju tengsl offitu og
fylgikvilla em jafn veik og raun ber vitni. Það sem
styður þessa kenningu er að EuroSCORE offitu-
sjúklinga var marktækt lægra en í viðmiðunarhópi.
EuroSCORE er staðlað mat á 30 daga dánartíðni
sjúklinga eftir opnar hjartaskurðaðgerðir og er
notað víða um heim. Það byggir á 17 atriðum
sem lagt er mat á fyrir aðgerð enda þótt það taki
ekki tillit til þyngdar sjúklinga.13 Sýnt hefur verið
fram á að EuroSCORE hefur sterka fylgni við
fylgikvilla í kjölfar hjartaskurðaðgerðar, eins og
gáttatif/flökt.22 Að auki vom offitusjúklingar 2,4
ámm yngri en sjúklingar í viðmiðunarhópi og
notuðu frekar statínlyf sem hvomtveggja er talið
226 LÆKNAblaðiö 2010/96