Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR 0 G
LIFRARBÓLGUSMIT
F R É T T I R
L Æ K N I S
takmarkað vegna þess hvernig stjómunarkerfi
spítalans er byggt upp. Ég verð að segja að eftir að
hafa starfað í Svíþjóð í 13 ár og síðan hér heima í
þrjú ár, er ýmsu ábótavant í rekstri Landspítalans.
Ég var nú reyndar búinn að komast að því áður
en ég veiktist að athugasemdir og tillögur um
breytingar á Landspítalanum voru ekki vel séðar.
Það hafði haft þau áhrif að áður en ég veiktist var
ég farinn að huga að því að færa starfsvettvang
minn aftur til Svíþjóðar og ætlaði satt að segja
að vinna á mínum gamla vinnustað í Svíþjóð
hluta af maímánuði í fyrra. Þegar ég lét félaga
mína þar vita af veikindum mínum og að ég
gæti ekki komið stóð ekki á viðbrögðunum; ég
væri velkominn í rannsóknarvinnu eða hvaða
vinnu aðra en aðgerðir sem ég treysti mér til
meðan á lyfjameðferðinni stæði. Þeir vildu allt
fyrir mig gera, gátu sett sig í mín spor og boðið
raunverulega kosti. Þegar ég kannaði stöðu
mína gagnvart Læknafélagi íslands og hvort
tryggingamál mín væru örugg, fékk ég eiginlega
þau svör að fyrr en ljóst væri á hvom veginn
veikindi mín færu, væri ekki hægt að svara
mér. Ég þurfti sem samt annaðhvort að verða
heilbrigður eða drepast til að fá svar. Líkurnar á
að þetta myndi gera útaf við mig voru kannski
ekki mjög miklar en hversu langan tíma þetta
myndi taka var engin leið að segja til um. En þetta
var ekki svarið sem ég þurfti á að halda í miðjum
þessum veikindum, því ég hafði ekki hugmynd
um hversu langan tíma þetta mundi taka. Vonandi
bara sex mánuði en kannski tvö til þrjú ár. Látum
nægja að segja að bæði yfirstjórn Landspítalans og
stjórn Læknafélags íslands gætu tekið sig verulega
á í mannlegum samskiptum."
Sjúkratryggingar íslands brugðust
Mál læknisins tók síðan nýja stefnu síðastliðið
haust þegar trúnaðarlæknir Landspítala sendi
Sjúkratryggingum íslands tilkynningu um veik-
indi hans þar sem þau voru talin afleiðing
vinnuslyss, enda mætti leiða að því sterkar líkur
að óhappið hefði gerst meðan læknirinn sinnti
aðgerð á spítalanum. „Þetta snerist í rauninni
um prinsipp. Rökin voru þau að ferill minn sem
skurðlæknir væri svo óaðfinnanlegur að varla
kæmi annað til greina en að ég hefði smitast í
vinnunni, varla að ég ætti forsögu um harða
fíkniefnaneyslu eða eitthvað ámóta fáránlegt.
Sjúkratryggingarnar áttu að koma til móts við
kostnað ef veikindi mín yrðu langvarandi en þetta
eru í rauninni svo litlir peningar að þeir skiptu
engu máli, það var prinsippið sem þetta snerist
um. En Sjúkratryggingar Islands höfnuðu þessari
beiðni á þeim forsendum að ekki væri hægt að slá
því föstu að ég hefði smitast í vinnunni þar sem
tilvikið hefði ekki verið tilkynnt og því ekki hægt
að tímasetja það. Ég fékk sem sagt ekki að njóta
vafans á grundvelli starfsferils míns, heldur var
gefið í skyn að ég hefði alveg eins getað smitast
utan vinnu og þá við einhverja misjafna iðju.
Trúnaðarlæknirinn kærði þessa niðurstöðu en allt
kom fyrir ekki og litlu síðar fékk yfirlæknirinn
minn á hjartaskurðdeildinni leyfi mitt til að
birta svar lögfræðings Sjúkratrygginganna á
opnum fundi læknaráðs Landspítala. Þetta
vakti töluverð viðbrögð og einhvern veginn
komst fréttamaður ríkissjónvarpsins á snoðir
um þetta og setti sig í samband við mig. Þegar
fréttin birtist um viðbrögð Sjúkratrygginganna
og hvernig reglugerðarákvæði kæmi í veg fyrir
að skurðlæknirinn fengi að njóta vafans, fóru
hjólin að snúast. Bæði yfirstjórn Landspítala og
stjórn Læknafélagsins höfðu samband við mig og
greinilegt að nú vildu menn gera eitthvað. Mér
fannst þetta dálítið hlálegt en lét bara gott heita
og tók þessu vel. Stjómendur spítalans vildu ræða
málin og sögðust ætla að halda fund með mér
þegar ég væri kominn aftur til vinnu. Sá fundur
hefur ekki enn verið boðaður þó ég hafi verið í
vinnu núna í þrjá mánuði."
Hann segir að vissulega hafi verið mikill
léttir að fá þá niðurstöðu í byrjun desember að
veimtalningin í blóðinu væri núll og því gæti
hann snúið aftur til fyrra lífs.
„Ég byrjaði að vinna um áramótin og fór mér
hægt fyrstu vikurnar, tók engar vaktir fyrr en í
febrúar og fór svo út til Svíþjóðar í tvær vikur
og náði mér enn betur á strik með því að gera
hjartaaðgerðir á 30 grísum áður en ég hóf aftur
aðgerðir á mönnum, en það er mun erfiðara að
koma grís lifandi í gegnum aðgerð en manni. Ég hef
reyndar stýrt endurkomu minni og endurhæfingu
algerlega sjálfur, því það er ekkert ferli sem tekur
við manni á Landspítala þegar snúið er aftur
til starfa eftir svona löng og erfið veikindi. Ég
minnist þess úr starfi mínu sem yfirmaður á 300
manna deild á sjúkrahúsinu í Svíþjóð að þar var
ýmislegt gert til að fólk sem var frá vinnu um
lengri tíma héldi tengslum við vinnustaðinn. Við
kölluðum á fólk í kaffispjall við vinnufélagana
reglulega og síðan var fólki hjálpað að snúa aftur
til vinnu með ýmsum hætti. Það er svo auðvelt að
detta úr sambandi við vinnustaðinn. Auðvitað er
þetta að sumu leyti íslenska aðferðin, harka bara
hlutina af sér og láta eins og ekkert hafi gerst,
enda er ég kominn á fulla ferð í vinnunni aftur þó
þrekið sé ennþá takmarkað. Best er þó að vera laus
úr þessum viðjum og geta horft bjartsýnn fram á
veginn að nýju."
LÆKNAblaðið 2011/97 253