Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN kviði, yfirleitt sáu skurðlæknar þá fyrst og þeim voru gefin sterk verkjalyf. Verkurinn var ýmist í annarri eða báðum síðum, geislaði til kviðar í um það bil helmingi tilfella og í þremur tilfellum var eingöngu um kviðverk að ræða. Ógleði, þorsti og flóðmiga voru algengar kvart-anir. Sjúklingamir höfðu yfirleitt bank- eða þreifieymsli yfir verk- jasvæði og blóðþrýstingur var eðlilegur eða vægt hækkaður, meðalslagæðaþrýstingur var 94 (83-119) mm Hg. Einkennin liðu í öllum tilfellum hjá á nokkrum dögum eða vikum án sértækrar meðferðar. í töflu III em rannsóknaniðurstöðumar. Hæsta kreatínínþéttni sem mældist í sermi var 251 (137- 529) pmól/L. Kreatínínþéttni lækkaði í 109 (76- 207) pmól/L hjá 20 sjúklingum á meðan fylgst var með þeim en einn sjúklingur mætti aldrei í eftirlit. Aðeins átta sjúklingar náðu kreatínínþéttni innan viðmiðunarmarka en þess ber að geta að eftirfylgnin var að jafnaði stutt. Oftast sýndi þvagskoðun lága eðlisþyngd, 1-3+ fyrir próteini ásamt nokkrum rauðum og hvítum blóðkornum. CRP-þéttni í sermi var yfirleitt vægt hækkuð, 25 (<3-80) mg/L. Nýrun í 13 sjúklingum vom ómskoðuð og kom í ljós ómríkur nýrnavefur hjá níu þeirra en ekki sást annað athugavert. Ómstýrð ástunga á nýra var gerð í þremur tilfellum. í einu sýnanna sáust engar marktækar breytingar en í tveimur sýnum voru merki um brátt pípludrep. í öðm þeirra sáust breytingar í pípluþekju með stækkuðum kjörnum, áberandi kjarnakornum og einstaka frumudeilingum. Inn á milli pípla var bjúgur. í hinu sáust einnig breytingar á píplum. Þær voru útvíkkaðar, smátotur horfnar og um- frymi smábólótt. Engar breytingar sáust í gaukl- um. í sjúkraskrám komu fram upplýsingar um nýlega neyslu bólgueyðandi verkjalyfja í 15 til- vikum, áfengis í 15 tilvikum, annars hvors í 20 tilvikum og hvors tveggja í níu tilvikum (tafla I). Bólgueyðandi verkjalyfin reyndust vera íbúprófen í átta tilfellum, íbúprófen og díklófenak í tveimur tilfellum, díklófenak í tveimur tilfellum og óþekkt tegund í þremur tilfellum. Sjaldnast var að finna nákvæmar upplýsingar um skammta í sjúkraskrá en oft virtist aðeins hafa verið um eina eða tvær töflur að ræða. í hópnum sem ekki hafði brátt síðuheilkenni voru 59 karlar og 26 konur. Ekki var marktækur munur á kynjahlutfalli milli þessa hóps og hóps- ins sem hafði brátt síðuheilkenni. Miðgildi aldurs var 30 (18-41) ár, marktækt hærri en hjá hópnum með brátt síðuheilkenni (p<0,05). í flestum til- vikum voru orsakavaldar bráðrar nýrnabilunar fleiri en einn. Helstir voru þurrkur, sýking, neysla bólgueyðandi verkjalyfs og rákvöðvasundrung. Tafla II. Einkenni og skoðun sjúklinga sem komu á Landspitaia með brátt síðuheilkenni. Eyður tákna skort á upplýsingum. no. staðsetning verkjar ógleði bankeymsli blóðþrýstingur (mm Hg) 1 síður 140/70 2 síður og kviður + + 124/77 3 síður og kviður + + 140/90 4 síður og kviður + + 145/80 5 siður + + 127/75 6 síður og kviður + + 140/75 7 síða og kviður + + 125/71 8 síða og kviður + 134/91 9 síða og kviður + + 160/86 10 síða 140/65 11 síða og kviður + + 159/83 12 kviður + + 148/90 13 síður + + 134/72 14 kviður + 150/58 15 síður + + 130/80 16 síður + + 150/80 17 síður og kviður + 132/72 18 síður + + 154/100 19 síða og kviður + 110/70 20 kviður 160/98 21 síður + + 128/72 I fjórum tilvikum þótti líklegt að um brátt síðu- heilkenni væri að ræða en aðrar skýringar komu til greina. Sölutölur fyrir íbúprófen og díklófenak og heildameysla alkóhóls eru sýndar í töflu IV. Á rannsóknartímabilinu jókst heildarsala íbúprófens um 133%, lausasala íbúprófens um 352% og heild- arsala díklófenaks um 44%. Díklófenak var ekki selt í lausasölu í upphafi tímabilsins og var hún tiltölulega lítil í lokin. Við lok rannsóknartíma- bilsins var lausasala íbúprófens á Islandi tvisvar til fjómm sinnum meiri en í nágrannalöndunum. Alkóhólneysla jókst um 28% á íslandi á tímabilinu og var við lok þess svipuð og í Noregi og Svíþjóð en lægri en í Danmörku. Umræða Hundrað og sex sjúklingar á aldrinum 18-41 árs fengu greininguna bráð nýmabilun á Landspítala á tímabilinu 1998-2007. Af þeim höfðu 21 sjúk- lingur, eða 20%, brátt síðuheilkenni og 18 þeirra voru karlar. Þannig var brátt síðuheilkenni algeng birtingarmynd bráðrar nýrnabilunar hjá ungum mönnum. Hjá 20 sjúklingum kom bráða síðuheilkennið í kjölfar neyslu á bólgueyðandi LÆKNAblaðið 2011/97 21 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.