Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 53
 UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR VÍSINDAMAÐUR setri við HÍ í samstarfi við Kaliforníuháskóla í San Diego í Bandaríkjunum. Þetta setur, sem Bernhard Pálsson veitir forstöðu, fékk nýlega fimm milljóna evra styrk til starfseminnar. Ég hef verið að skoða utangenaerfðafræðileg fyrirbæri með aðstoð kerfislíffræðinnar. Doktorsverkefnið snýst því ekki um rannsóknir á einum ákveðnum sjúkdómi, heldur er það frekar hrein grunnvísindi, en hinsvegar má nýta niðurstöðurnar til að skilja betur meingerð ýmissa sjúkdóma á borð við krabbamein og sjúkdóma sem koma fram með vaxandi aldri." Viðurkenning á þingi norrænna brjóstholsskurðlækna Aðspurður um hvort hann hyggist halda þessum rannsóknum áfram, segir Martin Ingi vanda sinn aðallega fólginn í því að hann hafi áhuga á flestu sem hann hafi kynnst í læknisfræðinni. „Ég hef mikinn áhuga á klínískum rannsóknum þannig að ég hugsa að ég muni fikra mig yfir í það með einum eða öðrum hætti. Sennilega mun ég þó halda mig innan erfðafræðinnar að einhverju leyti. Ég vil ekki festast alfarið á rannsóknarstofunni og hef ágætar fyrirmyndir í mörgum sérfræðingum á Landspítala sem hefur tekist ágætlega að sameina farsælan feril í visindarannsóknum og klíníska læknisfræði." Nú í febrúar hlaut Martin Ingi viðurkenningu fyrir næstbesta erindið á þingi norrænna brjóstholsskurðlækna en þar er hann hógværðin uppmáluð og segir að það verkefni sé í grunninn rannsókn Sólveigar Helgadóttur læknakandídats á tíðni nýrnaskaða annars vegar og hins vegar gáttatifs í kjölfar opinna hjartaskurðaðgerða. „Ég hef unnið talsvert með hópi læknanema, kandídata og deildarlækna undir stjórn Tómasar Guðbjartssonar prófessors og tekið að mér flóknari tölfræðiúrvinnslu gagna og ráðleggingar varðandi aðferðafræði og greinaskrif. Ég fór því eiginlega út með þessa kynningu í stað Sólveigar. Á þinginu er efnt til einskonar keppni ungra vísindamanna þar sem rannsóknarverkefnið sjálft og kynningin á því er metið af dómnefnd til verðlauna." Ekki stendur á svörum þegar spurt er hvort hann hafi ákveðið hvaða sérnám hann hyggist leggja fyrir sig. „Ég er eiginlega alveg ákveð- inn í því að sérhæfa mig í svæfingum og gjörgæslulækningum. Ef allt gengur eftir stefni ég á að fara í sérnám til Bandaríkjanna sumarið 2012. Draumurinn er að geta sameinað rannsóknir og klínísk störf í þessari sérgrein. Þarna vonast ég til að geta sameinað áhuga minn á lífeðlisfræði, erfðafræði, lyflækningum og ákveðnu handverki sem ég vil gjarnan hafa með." Martin Ingi (lengst til hægri) ásamt tveimur öðrum vinningshöfum á þingi Norrænna brjósthols- skurðlækna ífebrúar síðast- liðnum. Er ráðstefna framundan? Alhliða skipulagning ráðstefna og funda Engjateigur 5 1105 Reykjavík | 585-5900 | congress@congress.is | wwm.congress.is REYKJAVIK LÆKNAblaðið 2011/97 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.