Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 3
Mynd og texti: Steinn Jónsson Fundur Læknafélags Reykjavíkur í Borgarnesi Dagana 18.-19. mars var haldinn vinnufundur á vegum stjórnar og samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur í Borgarnesi. Tilgangur fundarins var að ræða ástandið í heilbrigðisþjónustunni og stöðu sjálfstætt starfandi lækna. Flutt voru framsöguerindi um nýjustu hagtölur í heilbrigðisþjónustunni, nýleg lög um heilbrigðisþjónustu og sjúkratryggingar og rætt um samninga sjálfstætt starfandi lækna. Einnig var unnið í hópum við að skoða þær ógnir sem steðja að þjónustunni og þau tækifæri sem fyrirsjáanleg eru. Fundarstjóri var Högni Óskarsson læknir en auk stjómar og samninganefndar LR voru á fundinum fulltrúar frá heilsugæslulæknum, Læknavaktinni og Félagi sjálfstætt starfandi heimilislækna. Mjög góður andi ríkti á fundinum og ljóst er að læknar standa saman um að varðveita okkar ágæta heilbrigðiskerfi. Á næstunni verða gögn frá fundinum gerð aðgengileg á vefsíðu LÍ. LISTAMAÐUR MÁNAÐARINS Magnús Logi Kristinsson (f. 1975) er gjörningalista- maður. Listsköpun hans einskorðast við verk sem hann framkvæmir í eigin persónu á sérstökum stað og stund. Hann fór utan til listnáms í Hollandi árið 1999 og fluttist þaðan til Finnlands þar sem hann býr í dag. Verkið Understandable not Understandable Words (Óskiljanleg ekki óskiljanleg orð) var flutt á norrænni sýningu í Scandinavian House í New York árið 2010. Eins og iðulega í myndlist Magnúsar Loga byggist verkið á tungumáli með samsetningu valinna orða í sérstakri framsetningu. Þrátt fyrir að hafa búið lengi erlendis leikur hann sér að því að vinna með hreim og blæbrigði framsagnar. í þessu tiltekna verki sem myndin á forsíðu Læknablaðsins vísar til, er listamaðurinn uppáklæddur í miðjum hring nótnastatífa. Á hverju statífi er blað með enskum orðalista, ekki texti sem myndar heild heldur orð á stangli. Hann les þau upp, hátt og snjallt, með íslenskum framburði eftir stafanna hljóðan. Frá einu blaði færir hann sig á næsta og snýr sér í hring eftir því sem saxast á blöðin. Hvert blað tekur hann fyrir með sérstökum hætti, ólíkum hraða og áherslu. ( hátalara sem sjá má á myndinni hljóma sömu orðalistarnir aftur á móti með lýtalausum framburði enskumælandi þular. Þannig myndast hálfgert bergmál á milli lifandi framsagnar Magnúsar Loga og upptökunnar í tækinu, ekki ósvipað því þegar maður æfir framsögn í tungumálakennslu. Verkið er sett fram með þeim dæmigerða hætti sem Magnús Logi hefur tileinkað sér, þar sem listamaðurinn er uppáklæddur með nótnastatíf sér til halds og trausts. Ekki furða að fólk tengi verk hans við tónlistarflutning þar sem tungumál og orð verða að eins konar konkret tónlist. Oftast þylur listamaðurinn upp mislanga lista, sumir hafa innihaldslegt samhengi en aðrir formrænt, eins og þeir sem hér um ræðir þar sem um nokkurs konar innrím er að ræða. Gjörningurinn sjálfur er óæfður þótt framkvæmdin sé skipulögð, þannig að hvert verk er í raun tilraun þegar á hólminn er komið. Hvernig til tekst í raun er ekki síður undir þeirri orku komið sem myndast á milli listamanns og áhorfenda og um hana verður ekki spáð fyrr en á því augnabliki er verkið á sér stað. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Bryndís Benediktsdóttir Gunnar Guðmundsson Gylfi Óskarsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Soffía Dröfn Halldórsdóttir soffia@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2011/97 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.