Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN 2,4 árum yngri (p=0,002) og með marktækt lægra EuroSCORE en þeir sem voru í viðmiðunarhópi (4,3 sbr. 5,0 p=0,02). Ekki reyndist marktækur munur á tíðni sykursýki, háþrýstings, reykinga né ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Sjúklingar með offitu voru hins vegar líklegri til að hafa greinst með blóðfituröskun og voru oftar á blóðfitulækkandi statínlyfjum (83,3 sbr. 71,2%, p<0,01). Útstreymisbrot vinstri slegils fyrir aðgerð var sambærilegt í báðum hópum. Notkun slagæða- og bláæðagræðlinga var sam- bærileg í báðum hópum. í 92% tilfella var notast við fremri brjóstholsslagæð (LIMA) sem tengd var við framveggsgrein (LAD) kransæðakerfis hjartans. Meðalfjöldi kransæðatenginga var 3,4 (bil 1-6). Tafla II sýnir samanburð á aðgerðatengd- um þáttum milli hópanna. Hlutfall aðgerða sem framkvæmdar voru á sláandi hjarta var svipað, eða tæpur fjórðungur í báðum hópum. Meðalaðgerðartími var átta mínútum lengri, en miðgildi aðgerðartíma hið sama, og tangartími (aortic cross-clamp time) sambærilegur. í töflu III sést tíðni minniháttar og alvar- legra fylgikvilla í báðum hópum. Ekki reyndist marktækur munur hvað varðar minniháttar fylgi- kvilla en aftöppun fleiðruvökva var þó markækt sjaldgæfari í offituhópi (8,2% sbr. 15,0%, p=0,02). Gáttatif/flökt var algengasti fylgikvillinn í báðum hópum og tíðnin í kringum 40%. Yfirborðssýking í skurðsári greindist hjá 12,1% sjúklinga í offituhópi og 7,8% í viðmiðunarhópi, en munurinn reyndist ekki marktækur (p=0,09). Tíðni alvarlegra fylgikvilla var sömuleiðis sam- bærileg í hópunum tveimur (tafla III). Nýmaskaði var algengastur og var tíðnin svipuð í hópunum tveimur sem og tíðni heilablóðfalls, sýkingar í miðmæti, kransæðastíflu, enduraðgerðar vegna blæðingar og fjölkerfabilunar. Heildarlegutími og legutími á gjörgæslu var einnig sambærilegur. Skurðdauði var 1,9% (n=4) í offituhópi og 3,7% (n=19) í viðmiðunarhópi og reyndist munurinn ekki marktækur (p=0,32). Mynd 1 sýnir sjúkdóma-sértækar lífshorfur einu ári frá aðgerð hjá offituhópi, eða 95,2% (95% öryggisbil (ÖB): 92,4-98,2%), og viðmiðunarhópi, sem vom 94,5% (95% ÖB: 92,6-96,5%). Eftir fimm ár vom lífshorfur í hópunum 87,3% (95% ÖB: 82,6-92,3%) og 87,2% (95% ÖB: 84,2-90,3%), og munurinn ekki marktækur (p=0,59, log-rank test). Fjölbreytugreining á áhrifum offitu á tíðni minniháttar og alvarlegra fylgikvilla auk dánar- tíðni innan 30 daga er sýnd í töflu IV. Offita reyndist hvorki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir minniháttar fylgikvillum (áhættuhlutfall=Odds Ratio, OR 1,15, p=0,5), meiriháttar fylgikvillum (OR 1,01, p=0,98) né dánartíðni innan 30 daga (OR Tafla III. Samanburður á minniháttar og aivarlegum fylgkvillum hjá sjúklingum sem gengust undir kransæöahjáveituaðgerð á Landspitala 2002-2006, skipt í offituhóp og viðmiðunarhóp. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og hlutfall (%) ísviga, nema fyrir legudaga þar sem gefin eru upp miðgildi og bil í sviga. Offituhópur (n=207) Viðmiðunarhópur (n=513) p-gildi Allir minniháttar fylgikvillar 109(52,7) 282 (54,9) 0,63 Gáttatif/flökt 80 (38,6) 214(41,7) 0,50 Sýking I skurðsári 25 (12,1) 40 (7,8) 0,09 Lungnabólga 10(4,8) 35 (6,8) 0,41 Aftöppun fleiðruvökva 17(8,2) 77 (15,0) 0,02 Alvarlegir fylgikvillar 18(8,7) 51 (9,9) 0,65 Heilablóðfall 1 (0,5) 15(2,9) 0,83 Sýking I miðmæti 2(1,0) 4 (0,8) 0,84 Kransæðastífla 23 (11,1) 66 (12,9) 0,60 Nýrnaskaði 37 (17,9) 71 (13,8) 0,40 Enduraðgerð vegna blæðingar 9 (4,3) 16(3,1) 0,55 Fjölkerfabilun 5 (2,4) 18(3,5) 0,60 Legudagar (miðgildi, bil) 13(1-60) 10(1-96) 0,06 Legutími á gjörgæslu >2 sólarhringa 28 (13,5) 69 (13,4) 0,92 Skurðdauði (£30 daga) 4(1,9) 19(3,7) 0,32 1,72, p=0,46). Sterkustu sjálfstæðu áhættuþættir skurðdauða voru EuroSCORE (OR 1,36, 95% ÖB: 1,13-1,64, p<0,01) og tími á hjarta- og lungnavél (OR 1,05, 95% ÖB: 1,02-1,09, p<0,01). Að auki reyndist statínlyfjanotkun vera vemdandi áhættu- þáttur hvað varðar skurðdauða (OR 1,12, 95% ÖB: 0,08-0,91 p=0,02). Sérstaklega var kannað hvort sjúkleg ofþyngd, það er sjúklingar með LÞS a35 kg/m2, sem voru 38 talsins (5,3% hópsins), hefði forspárgildi fyrir fylgi- kvilla eða skurðdauða. Enginn í þeim hópi lést á rannsóknartímabilinu. Sjúkleg offita reyndist hvorki vera sjálfstæður áhættuþáttur minniháttar fylgikvilla (OR 1,64,95% ÖB: 0,74 - 3,72 p=0,23) né alvarlegra fylgikvilla (OR 2,17,95% ÖB: 0,50 - 9,37, p=0,30). Einungis fjórir sjúklingar (0,6% hópsins) uppfylltu skilyrði undirþyngdar (LÞS<18,5 kg/ m2) og því var þessi sjúklingahópur ekki tekinn Viömifiunarhópur (n=513) Offituhópur (n=207) 10 20 30 40 Tlmi (mán) 50 60 Mynd 1. Sjúkdóma-sértæk lifun var sambærileg fyrir offituhóp (n=207) og viðmiðunarhóp (n=513) borin saman með log-rank prófi (p=0,59). LÆKNAblaðið 2011/97 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.