Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 21

Læknablaðið - 15.04.2011, Síða 21
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN 2,4 árum yngri (p=0,002) og með marktækt lægra EuroSCORE en þeir sem voru í viðmiðunarhópi (4,3 sbr. 5,0 p=0,02). Ekki reyndist marktækur munur á tíðni sykursýki, háþrýstings, reykinga né ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Sjúklingar með offitu voru hins vegar líklegri til að hafa greinst með blóðfituröskun og voru oftar á blóðfitulækkandi statínlyfjum (83,3 sbr. 71,2%, p<0,01). Útstreymisbrot vinstri slegils fyrir aðgerð var sambærilegt í báðum hópum. Notkun slagæða- og bláæðagræðlinga var sam- bærileg í báðum hópum. í 92% tilfella var notast við fremri brjóstholsslagæð (LIMA) sem tengd var við framveggsgrein (LAD) kransæðakerfis hjartans. Meðalfjöldi kransæðatenginga var 3,4 (bil 1-6). Tafla II sýnir samanburð á aðgerðatengd- um þáttum milli hópanna. Hlutfall aðgerða sem framkvæmdar voru á sláandi hjarta var svipað, eða tæpur fjórðungur í báðum hópum. Meðalaðgerðartími var átta mínútum lengri, en miðgildi aðgerðartíma hið sama, og tangartími (aortic cross-clamp time) sambærilegur. í töflu III sést tíðni minniháttar og alvar- legra fylgikvilla í báðum hópum. Ekki reyndist marktækur munur hvað varðar minniháttar fylgi- kvilla en aftöppun fleiðruvökva var þó markækt sjaldgæfari í offituhópi (8,2% sbr. 15,0%, p=0,02). Gáttatif/flökt var algengasti fylgikvillinn í báðum hópum og tíðnin í kringum 40%. Yfirborðssýking í skurðsári greindist hjá 12,1% sjúklinga í offituhópi og 7,8% í viðmiðunarhópi, en munurinn reyndist ekki marktækur (p=0,09). Tíðni alvarlegra fylgikvilla var sömuleiðis sam- bærileg í hópunum tveimur (tafla III). Nýmaskaði var algengastur og var tíðnin svipuð í hópunum tveimur sem og tíðni heilablóðfalls, sýkingar í miðmæti, kransæðastíflu, enduraðgerðar vegna blæðingar og fjölkerfabilunar. Heildarlegutími og legutími á gjörgæslu var einnig sambærilegur. Skurðdauði var 1,9% (n=4) í offituhópi og 3,7% (n=19) í viðmiðunarhópi og reyndist munurinn ekki marktækur (p=0,32). Mynd 1 sýnir sjúkdóma-sértækar lífshorfur einu ári frá aðgerð hjá offituhópi, eða 95,2% (95% öryggisbil (ÖB): 92,4-98,2%), og viðmiðunarhópi, sem vom 94,5% (95% ÖB: 92,6-96,5%). Eftir fimm ár vom lífshorfur í hópunum 87,3% (95% ÖB: 82,6-92,3%) og 87,2% (95% ÖB: 84,2-90,3%), og munurinn ekki marktækur (p=0,59, log-rank test). Fjölbreytugreining á áhrifum offitu á tíðni minniháttar og alvarlegra fylgikvilla auk dánar- tíðni innan 30 daga er sýnd í töflu IV. Offita reyndist hvorki sjálfstæður áhættuþáttur fyrir minniháttar fylgikvillum (áhættuhlutfall=Odds Ratio, OR 1,15, p=0,5), meiriháttar fylgikvillum (OR 1,01, p=0,98) né dánartíðni innan 30 daga (OR Tafla III. Samanburður á minniháttar og aivarlegum fylgkvillum hjá sjúklingum sem gengust undir kransæöahjáveituaðgerð á Landspitala 2002-2006, skipt í offituhóp og viðmiðunarhóp. Gefinn er upp fjöldi sjúklinga og hlutfall (%) ísviga, nema fyrir legudaga þar sem gefin eru upp miðgildi og bil í sviga. Offituhópur (n=207) Viðmiðunarhópur (n=513) p-gildi Allir minniháttar fylgikvillar 109(52,7) 282 (54,9) 0,63 Gáttatif/flökt 80 (38,6) 214(41,7) 0,50 Sýking I skurðsári 25 (12,1) 40 (7,8) 0,09 Lungnabólga 10(4,8) 35 (6,8) 0,41 Aftöppun fleiðruvökva 17(8,2) 77 (15,0) 0,02 Alvarlegir fylgikvillar 18(8,7) 51 (9,9) 0,65 Heilablóðfall 1 (0,5) 15(2,9) 0,83 Sýking I miðmæti 2(1,0) 4 (0,8) 0,84 Kransæðastífla 23 (11,1) 66 (12,9) 0,60 Nýrnaskaði 37 (17,9) 71 (13,8) 0,40 Enduraðgerð vegna blæðingar 9 (4,3) 16(3,1) 0,55 Fjölkerfabilun 5 (2,4) 18(3,5) 0,60 Legudagar (miðgildi, bil) 13(1-60) 10(1-96) 0,06 Legutími á gjörgæslu >2 sólarhringa 28 (13,5) 69 (13,4) 0,92 Skurðdauði (£30 daga) 4(1,9) 19(3,7) 0,32 1,72, p=0,46). Sterkustu sjálfstæðu áhættuþættir skurðdauða voru EuroSCORE (OR 1,36, 95% ÖB: 1,13-1,64, p<0,01) og tími á hjarta- og lungnavél (OR 1,05, 95% ÖB: 1,02-1,09, p<0,01). Að auki reyndist statínlyfjanotkun vera vemdandi áhættu- þáttur hvað varðar skurðdauða (OR 1,12, 95% ÖB: 0,08-0,91 p=0,02). Sérstaklega var kannað hvort sjúkleg ofþyngd, það er sjúklingar með LÞS a35 kg/m2, sem voru 38 talsins (5,3% hópsins), hefði forspárgildi fyrir fylgi- kvilla eða skurðdauða. Enginn í þeim hópi lést á rannsóknartímabilinu. Sjúkleg offita reyndist hvorki vera sjálfstæður áhættuþáttur minniháttar fylgikvilla (OR 1,64,95% ÖB: 0,74 - 3,72 p=0,23) né alvarlegra fylgikvilla (OR 2,17,95% ÖB: 0,50 - 9,37, p=0,30). Einungis fjórir sjúklingar (0,6% hópsins) uppfylltu skilyrði undirþyngdar (LÞS<18,5 kg/ m2) og því var þessi sjúklingahópur ekki tekinn Viömifiunarhópur (n=513) Offituhópur (n=207) 10 20 30 40 Tlmi (mán) 50 60 Mynd 1. Sjúkdóma-sértæk lifun var sambærileg fyrir offituhóp (n=207) og viðmiðunarhóp (n=513) borin saman með log-rank prófi (p=0,59). LÆKNAblaðið 2011/97 225

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.