Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 72
Lopress Comp
Lopress Comp 50/12,5 mg og 100/25 mg filmuhúðaðar töflur.
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 50 mg af lósartankalíum og
12,5 mg af hýdróklórtíazíði. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur
100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði.
Ábendingar: Lopress Comp er ætlað til meðferðar á háþrýstingi
hjá sjúklingum þegar hvorki hefur náðst nægileg stjórn á
blóðþrýstingi með lósartani eða hýdróklórtíazíði einu sér. Lopress
Comp má gefa ásamt öðrum blóöþrýstingslækkandi lyfjum.
Lopress Comp töflum á aö kyngja með glasi af vatni. Lopress Comp
má gefa með eða án fæðu. Háþrýstingur: Lósartan og
hýdróklórtíazíð er ekki ætlaö til notkunar sem upphafsmeðferð,
heldur hjá sjúklingum þar sem ekki hefur náðst nægileg stjórn á
blóðþrýstingi með lósartankalíum eða hýdróklórtíazíði einu sér.
Mælt er með að fundinn sé hæfilegur skammtur með hvoru efni
fyrir sig (lósartani og hýdróklórtíazíöi). í þeim sjúkdómstilvikum þar
sem það á við má íhuga bein skipti úr meðferð með einu lyfi yfir í
fasta samsetningu hjá sjúklingum með blóðþrýsting sem ekki hefur
náðst nægileg stjórn á. Venjulegur viðhaldsskammtur af Lopress
Comp er ein tafla af Lopress Comp 50 mg/12,5 mg (lósartan 50 mg/
hýdróklórtíazíö 12,5 mg) einu sinni á dag. Hjá sjúklingum sem svara
ekki meðferð með Lopress Comp 50 mg/12,5 mg á fullnægjandi
hátt má auka skammtinn í eina töflu af Lopress Comp
100 mg/25 mg (lósartan 100 mg/hýdróklórtíazíð 25 mg) einu sinni
á dag. Hámarksskammtur er ein tafla af Lopress Comp
100 mg/25 mg einu sinni á dag. Almennt næst
blóðþrýstingslækkandi verkun innan þriggja til fjögurra vikna eftir
að meðferð hefst. Aðrar töflur sem innihalda losartan 100 mg /
hýdróklórtíazíð 12,5 mg geta verið fáanlegar fyrir þá sjúklinga
þegar skammtur hefur verið stækkaður upp í 100 mg af losartan og
þurfa enn frekari blóðþrýstingsstjórnun. Notkun hjá sjúklingum
með skerta nýrnastarfsemi og sjúklingum í blóöskilun: Aðlögun
skammta í upphafi meðferðar er ekki nauðsynleg hjá sjúklingum
með í meðallagi skerta nýrnastarfsemi. Ekki er mælt með lósartan
og hýdróklórtíazíð töflum fyrir sjúklinga í blóðskilun. Lósartan/
hýdróklórtíazíð töflur má ekki nota hjá sjúklingum með alvarlega
skerta nýrnastarfsemi. Notkun hjá sjúklingum með minnkað
blóðrúmmál: Leiðrétta þarf vökva- og/eða natríumskort áður en
lósartan/hýdróklórtíazíð töflur eru gefnar. Notkun hjá sjúklingum
með skerta lifrarstarfsemi: Lósartan/hýdróklórtíazíð má ekki gefa
sjúklingum með alvarlega skerta lifrarstarfsemi. Notkun hjá
öldruðum: Aðlögun skammta er yfirleitt ekki nauðsynleg hjá
öldruöum. Notkun hjá börnum og unglingum (< 18 ára): Engin
reynsla er hjá börnum og unglingum. Því á ekki að gefa börnum og
unglingum lósartan/hýdróklórtíazíð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir
lósartani, súlfónamíðafleiðum (svo sem hýdróklórtíazíði) eða
einhverju hjálparefnanna. Meðferðarþolin blóðkalíumlækkun eða
blóðkalsíumhækkun. Alvarlega skert lifrarstarfsemi: Gallteppa og
gallteppukvillar. Óviðráðanleg blóðnatríumlækkun.
Þvagsýrudreyri/þvagsýrugigt með einkennum. Annar og síðasti
þriðjungur meðgöngu. Alvarlega skert nýrnastarfsemi. Þvagþurrð.
Varúð: Lósartan. Ofsabjúgur. Fylgjast á vel með sjúklingum með
sögu um ofsabjúg. Lágþrýstingurog minnkað blóðrúmmál:
Lágþrýstingur með einkennum getur komið fram, sérstaklega eftir
fyrsta skammtinn, hjá sjúklingum þar sem blóðrúmmál og/eða
natríum er skert vegna kröftugrar þvagræsimeðferðar, takmarkana
á salti í matarræði, niðurgangs eöa uppkasta. Slíkt ástand þarf að
leiðrétta áður en Lopress Comp töflur eru gefnar.Truflun á
blóðsaltajafnvægi er algeng hjá sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi, með eða án sykursýki, og á að taka á því. Því ætti
að fylgjast vel með kalíumstyrk í plasma svo og
kreatínínúthreinsun, sérstaklega á að fylgjast vel með sjúklingum
með hjartabilun og kreatíninúthreinsun á bilinu 30-50 ml/mín. Ekki
er mælt með samtímis notkun kalíumsparandi þvagræsilyfja,
kalfumuppbóta og saltauppbóta sem innihalda kalíum ásamt
lósartani/hýdróklórtíazíði. Skerðing á lifrarstarfsemi: Á grundvelli
upplýsinga um lyfjahvörf þar sem sýnt er fram á marktæka hækkun
á plasmaþéttni lósartans hjá sjúklingum með skorpulifur á að nota
Lopress Comp með varúð hjá sjúklingum með sögu um vægt til í
meðallagi skerta lifrarstarfsemi. Engin meðferðarreynsla er fyrir
hendi varðandi lósartan hjá sjúklingum með alvarlega skerta
lifrarstarfsemi. Því má ekki gefa sjúklingum með alvarlega skerta
lifrarstarfsemi Lopress Comp. Skert nýrnastarfsemi:T\\kyr\nt hefur
verið um breytingar á nýrnastarfsemi, þ.á m. nýrnabilun, (einkum
hjá sjúklingum þar sem nýrnastarfsemin er háð renfn-angíótensín-
aldósterón kerfinu, svo sem hjá þeim sem eru með alvarlega skerta
hjartastarfsemi eða truflun á nýrnastarfsemi fyrir meðferð), en það
erafleiðing af hömlun á renín-angíótensín-aldósterón kerfinu. Eins
og við á um önnur lyf sem hafa áhrif á renín-angíótensín-
aldósterón kerfið hefur einnig verið tilkynnt um aukið þvagefni í
blóði og kreatínfn í sermi hjá sjúklingum sem hafa þrengsli í báðum
nýrnaslagæðum eða hafa eitt nýra og þrengsli í slagæðinni til þess;
þessar breytingar á nýrnastarfsemi geta gengið til baka eftir að
meðferð er hætt. Lósartan á að nota með varúö hjá sjúklingum sem
hafa þrengsli á báðum nýrnaslagæðum eöa hafa eitt nýra og
þrengsli í slagæðinni til þess. Nýrnalgræðsla: Engin reynsla hjá
sjúklingum eftir nýlega nýrnaígræðslu. Frumkomið
aldósterónheilkenni: Sjúklingar meö frumkomið
aldósterónheilkenni bregðast almennt ekki við
blóðþrýstingslækkandi lyfjum sem verka með því að hamla renfn-
angíótensín kerfið. Því er ekki mælt meö notkun Lopress Comp
taflna. Kransæðasjúkdómar og heilaæðasjúkdómar: Eins og á viö um
önnur blóðþrýstingslækkandi efni, þá getur of mikil
blóðþrýstingslækkun hjá sjúklingum með blóöþurrðar hjarta- og
æðasjúkdóma og heilaæðasjúkdóma leitt til hjartadreps eða
heilablóðfalls. Hjartabilun: Hjá sjúklingum með hjartabilun, með
eða án skertrar nýrnastarfsemi, er eins og viö á um önnur lyf sem
verka á renín-angíótensín kerfið, hætta á alvarlegum
slagæðalágþrýstingi og (oft bráðri) skerðingu á nýrnastarfsemi.
ósæðar- og mlturlokuþrengsli, ofvaxtarhjartavöðvakvilli með teppu:
Eins og á við um önnur æðavíkkandi lyf þarf að gæta sérstakrar
varúðar hjá sjúklingum með ósæðar- eða míturlokuþrengsli eða
ofvaxtarhjartavöðvakvilla með teppu. Munur milli kynstofna: Eins
og við á um ACE-hemla þá hafa lósartan og aðrir
angíótensínhemlar minni áhrif við lækkun háþrýstings hjá
einstaklingum af svarta kynstofninum en hjá þeim sem ekki eru af
svarta kynstofninum, hugsanlega vegna þess að lágt renín ástand
er algengara hjá einstaklingum með háþrýsting af svarta
kynstofninum. Meðganga: Ekki á að hefja meðferð með Lopress
Comp á meðgöngu. Konur sem ráðgera þungun ættu að skipta yfir
á aðra blóðþrýstingslækkandi meðferð þar sem örugg notkun á
meðgöngu hefur verið staðfest nema áframhaldandi meðferð með
lósartan/hýdróklórtíazíði sé talin nauðsynleg. Þegar þungun er
greind skal hætta notkun með Lopress Comp strax og ef viðeigandi
hefja aðra meðferð. Hýdróklórtíazíð: Lágþrýstingurog truflun á
blóðsalta-Zvökvajafnvægi: Eins og á við um alla meðferð við
háþrýstingi getur lágþrýstingur með einkennum komið fram hjá
sumum sjúklingum. Hafa skal eftirlit með sjúklingum m.t.t. klínískra
einkenna um truflun á vökva- eða blóðsaltajafnvægi, t.d.
minnkunar blóðrúmmáls, natríumlækkunar í blóði, blóðlýting
(alkalosis) vegna blóðklóríðlækkunar, magnesíumlækkunar í blóði
eða kalíumlækkunar í blóði, sem geta komið fram verði samtímis
niðurgangur eða uppköst. Reglulegar mælingar á blóðsöltum í
sermi skal gera með hæfilegu millibili hjá slíkum sjúklingum. Þegar
heitt er í veðri getur komið fram blóðnatríumlækkun vegna
þynningar (dilutional) hjá sjúklingum með bjúg. Áhrifáefnaskipti
og innkirtlastarfsemi:T\azíðmeöferð getur minnkað sykurþol.
Aðlögun skammta af sykursýkislyfjum, þ.á m. insúlíni, getur verið
nauðsynleg. Dulinn sykursýki getur komið fram við tíazíð meðferð.
Tíazíð geta dregið úr útskilnaði kalsíums í þvagi og valdið öðru
hvoru vægri hækkun á kalsíumi í sermi. Veruleg hækkun kalsíums í
blóði getur bent til dulinnar ofvirkni kalkkirtla. Stöðva skal tíazíð
meðferð áður en mælingar á starfsemi kalkkirtla eru gerðar.
Hækkun á kólesteról- og þríglýseríðagildum getur átt sér stað í
tengslum við tíazíð þvagræsimeðferð.Tíazíðmeðferð getur komið
af stað hækkun á þvagsýru í blóði og/eða þvagsýrugigt hjá
tilteknum sjúklingum. Þar sem lósartan lækkar þvagsýru, dregur
samsetning lósartans og hýdróklórtíazíðs úr þvagsýruhækkuninni
sem verður vegna þvagræsingar. Skert lifrarstarfsemi: Gæta skal
varúðar við notkun tíazíða hjá sjúklingum með skerta lifrarstarfsemi
eða stigversnandi lifrarsjúkdóm þar sem það getur valdið gallteppu
í lifur (intrahepatic cholestasis) og þar sem minni háttar breytingar
á vökva- og saltajafnvægi geta komið af stað lifrardái. Sjúklingar
með alvarlega skerðingu á lifrarstarfsemi mega ekki nota Lopress
Comp. Annað: Hjá sjúklingum sem fá tíazíð geta ofnæmisviðbrögð
átt sér stað, hvort sem um er að ræða fyrri sögu um ofnæmi eða
berkjuastma eða ekki. Greint hefur verið frá versnun eða virkjun
rauðra úlfa í tengslum við notkun tíazíða. Milliverkanir: Lósartan
Tilkynnt hefur verið um að rífampicín og flúkónazól lækki þéttni
virks umbrotsefnis. Klínískt mikilvægi þessara milliverkana hefur
ekki verið metið. Eins og á við um önnur lyf sem hindra
angíótensín II, eða áhrif þess, getur samtímis notkun
kalíumsparandi þvagræsilyfja, kalíumuppbóta eða saltauppbóta
sem innihalda kalíum leitt til kalíumhækkunar í sermi. Samtímis
lyfjagjöf er ekki ráðlögð. Eins og viö á um önnur lyf sem hafa áhrif á
útskilnað natríums, getur útskilnaður lítíums minnkað. Því skal
fylgjast vel með gildum litíums í sermi ef litíumsölt eru gefin ásamt
angíotensín II viðtaka blokkum. Þegar angíótensín II blokkar eru
gefnir samtímis bólgueyðandi gigtarlyfjum (þ.e. sértækum COX-2
hemlum, acetýlsalicýlsýru í bólgueyðandi skömmtum) og
ósértækum bólgueyðandi gigtarlyfjum, getur það veikt
háþrýstingslækkandi áhrifin. Samtímis notkun á angíótensín
II blokkum eða þvagræsilyfjum og bólgueyðandi gigtarlyfjum
getur leitt til aukinnar hættu á versnandi nýrnastarfsemi, þar með
talið hugsanlegri bráðri nýrnabilun og aukningu á kalíumstyrk í
sermi, sérstaklega hjá sjúklingum sem fyrir hafa slæma
nýrnastarfsemi. Þessa samsetningu ætti að nota með varúð,
sérstaklega hjá öldruðum. Gefa á sjúklingum nægilegan vökva og
íhuga eftirlit með nýrnastarfsemi eftir að samsett meðferð er hafin
og síðan reglulega eftir það. Hjá sumum sjúklingum með skerta
nýrnastarfsemi sem eru meðhöndlaðir með bólgueyðandi
gigtarlyfjum, þar með talið sértækum cýclooxýgenasa-2 hemlum,
getur samtímis gjöf angíótensín II viðtaka blokka leitt til frekari
versnunará nýrnastarfsemi. Þessi áhrif ganga yfirleitt til baka.
önnur lyf sem valda lágþrýstingi eins og þríhringlaga
þunglyndislyf, geðrofslyf, baklófen, amifostín: Samtímis notkun
þessara lyfja sem lækka blóðþrýsting, sem er þeirra aðal- eða
aukaverkun, geta aukið hættu á lágþrýstingi. Hýdróklórtíazíð:
Eftirfarandi lyf geta haft milliverkanir við tíazíð þvagræsilyf séu þau
gefin samtímis þeim: Áfengi, barbítúröt, ávana- og fíkniefni eða
þunglyndislyf: Réttstöðuþrýstingsfall getur aukist. Sykursýkislyf (til
inntöku og insúlín): Meðferð með tíazíði getur haft áhrif á
glúkósaþol. Nauðsynlegt getur verið að aðlaga skammta
sykursýkislyfsins. Metformín á að nota með varúð vegna hættu á
blóðsýringu vegna mjólkursýru vegna hugsanlegrar nýrnabilunar
sem tengist hýdróklórtíazíði. önnur blóðþrýstingslækkandi lyf:
Samlegðaráhrif. Kólestýramln og kólestipól resln: Séu
anjónaskiptaresín til staðar skerðist frásog hýdróklórtíazíðs. Stakir
skammtar af annað hvort kólestýramíni eða kólestipól resínum
binda hýdróklórtíazíð og draga úr frásogi þess frá meltingarvegi
um allt að 85% og 43% hvort fyrir sig. Barksterar, ACTH: Kröftugra
saltatap, sérstaklega kalíumtap í blóði .Æðaþrengjandiamln: Svörun
við amínum sem draga saman æðar er hugsanlega minnkuð en þó
ekki nægilega mikið til þess að útiloka notkun þeirra. Vöðvaslakandi
lyffyrir beinagrindar vöðva sem ekki eru afskautandi: Hugsanlega
aukin svörun við vöðvaslakandi lyfinu. Litíum: Þvagræsilyf draga úr
nýrnaúthreinsun litíums og auka mikið hættu á litíumeitrun.
Samtímis notkun er ekki ráðlögð. Lyfnotuð til meðferðará
þvagsýrugigt (próbencld, súlflnpýrazón og allopúrinól:) Nauðsynlegt
getur verið að aölaga skammta lyfja sem auka útskilnað þvagsýru
þar sem hýdróklórtíazíð getur aukið gildi þvagsýru í sermi.
Nauðsynlegt getur verið að auka skammt próbencíðs eða
súlfínpýrazóns. Samtímis gjöf tíazíðs getur aukið tíðni
ofnæmissviðbragða við allopúrinóli. Andkóllnvirk lyf: Aukið
aðgengi tíasíð þvagræsilyfja meö minnkandi maga- og
þarmahreyfingum og losunarhraða maga. Frumudrepandilyf:T\az\ð
geta dregið úr nýrnaútskilnaði frumudrepandi lyfja og aukið
mergbælandi áhrif þeirra.So//cý/öt;Við stóra skammta af
salisýlötum getur hýdróklórtíazíð aukið eituráhrif salicýlata á
miðtaugakerfið. Metýldópa: Einstaka sinnum hefur verið tilkynnt
um blóðlýsublóðleysi við samtímis notkun hýdroklórtíazíðs og
metýldópa. Ciklósporín: Samtímis meðferð með ciklósporíni getur
aukið hættu á þvagsýrudreyra og fylgikvillum tengdum
þvagsýrugigt. Digitalis glýkósíðar: Blóðkalíumlækkun eða
blóðmagnesíumlækkun af völdum tíazíðs getur ýtt undir að fram
komi hjartsláttatruflanir af völdum digitalis. Lyfsem verða fyrir
áhrifum afkalíumtruflunum I sermi: Mælt er með reglulegu eftirliti á
kalíumi í sermi og hjartalínuriti þegar lósartan/hýdróklórtíazíð er
gefið með lyfjum sem verða fyriráhrifum af truflunum á kalíumi í
sermi og eftirtöldum lyfjum sem valda.torased de pointes*
(sleglahraðtakti), þar sem kalíumlækkun í blóði er áhættuþáttur
hvað varðar.torsades de pointes" (sleglahraðtakt): Lyf við
hjartsláttartruflunum af flokki la (t.d. kínidín, hýdrokínídín,
disopýramíð). Lyf við hjartsláttartruflunum af flokki III. Sum
geðrofslyf. önnur lyf (t.d. bepridíl, cisapríð, dífemaníl, erýtrómýcín
i.v., halofantrín, mízolastín, pentamídín, terfenadín, vinkamín i.v.).
KalsíumsöltfTiazíð þvagræsilyf geta aukið kalsíumgildi í sermi vegna
minni útskilnaðar. Ef ávísa þarf kalsíumuppbót, skal fylgjast með
kalsíumgildum og breyta kalsíumskammti í samræmi við það.Áhrif
á rannsóknaniðurstöður:\fegna áhrifa tíazíða á efnaskipti kalsíums
geta þau haft áhrif á mælingar á starfsemi kalkkirtla. Karbamazepín:
Hætta er á blóðnatríumlækkun með einkennum. Þörf er á eftirliti
hvað varðar klíníska og líffræðilega þætti. Joð skuggaefni: í tilvikum
vökvaþurrðar af völdum þvagræsilyfs er aukin hætta á bráðri
nýrnabilun, sérstaklega við stóra skammta af joðlyfjum. Gefa á
sjúklingum nægilegan vökva fyrir gjöf. Amfótericín B (parenteral),
barksterar, ACTHeða örvandi hægðalyf: Hýdróklórtíazíð getur aukið
blóðsaltatruflanir, sérstaklega kalíumskort í blóði. Aukaverkanir:
Mjög sjaldgæfarfe 1/10.000 til < 1/1.000): Lifrarbólga,
blóðkalíumhækkun og hækkaður ALT. í klínískum rannsóknum á
lósartankalíumsalti og hýdróklórtíazíði hafa engar aukaverkanir
komið fram sem tengjast samsetningu þessara efna sérstaklega.
Aukaverkanirnar sem fram koma voru einungis þær sem áður hafa
sést fyrir lósartankalíumsalt og/eða hýdróklórtíazíð. í klínískum
samanburðarrannsóknum á háþrýstingi var sundl eina
aukaverkunin sem skráð var sem lyfjatengd sem kom fram með
hærri tíðni en þegar lyfleysa var gefin hjá a.m.k. 1% sjúklinga sem
fengu meðferð með lósartan og hýdróklórtíazíði.Til viðbótar við
þessar aukaverkanir var tilkynnt um frekari aukaverkanir eftir
markaðssetningu lyfsins eins og fram kemur hér á eftir: Viðbótar
aukaverkanir sem hafa sést með öðru hvoru efninu og gætu
hugsanlega verið aukaverkanir af lósartankalíum/hýdróklórtíazíði
eru eftirfarandi: Lósartan: Algengar (s 1/100 til < 1/10): Svefnleysi,
höfuðverkur, sundl, kviðverkur, ógleði, niðurgangur,
meltingartruflun, vöðvakrampar, bakverkur, verkur í fótleggjum,
vöðvaþrautir, þróttleysi, þreyta, brjóstverkur, blóðkalíumhækkun,
væg lækkun á blóðkornaskilum og blóðrauða. Sjaldgæfar (>
1 /1.000 til < 1/100): Blóðleysi, Henoch-Schönlein purpuri,
flekkblæðing, blóðlýsa, lystarleysi, þvagsýrugigt, kvíði, kvíðaröskun,
felmtursröskun, ringl, þunglyndi, óeðlilegardraumfarir,
svefnröskun, svefndrungi, minnisskerðing, taugaveiklun, náladofi,
úttaugakvilli, skjálfti, mígreni, yfirlið, þokusýn, brennandi/stingandi
tilfinning í auga, tárubólga, minnkuð sjónskerpa, svimi, suð fyrir
eyrum, lágþrýstingur, réttstöðuþrýstingsfall, bringubeinsverkur,
hjartaöng, II. gráðu gáttasleglarof, heilablóðfall, hjartadrep,
hjartsláttarónot, hjartsláttartruflanir (gáttatif, sínus hægsláttur,
hraðtaktur, sleglahraðtaktur, sleglatif), æðabólga, óþægindi í koki,
kokbólga, barkakýlisbólga, mæði, berkjubólga, blóðnasir,
nefslímubólga, þrengsli í öndunarfærum, hægðatregða,
tannverkur, munnþurrkur, vindgangur, magabólga, uppköst,
hárlos, húðbólga, húðþurrkur, roðaþot, andlitsroði, Ijósnæmi, kláði,
útbrot, ofsakláði, sviti, verkur í handleggjum, bólga í liðamótum,
verkur í hné, stoðkerfisverkur, axlarverkur, stirðleiki, liðverkur,
liðbólga, mjaðmarverkur, vefjagigt, vöðvaslappleiki, þvaglát að
nóttu, tíð þvaglát, þvagfærasýking, minnkuð kynhvöt, getuleysi,
bjúgur í andliti, sótthiti, væg aukning á þvagefnis- og
kreatíníngildum í sermi. Mjög sjaldgæfar (s 1/10.000 til < 1/1.000):
Bráðaofnæmisviðbrögð, ofsabjúgur, ofsakláði. Koma örsjaldan fyrir
(< 1/10.000): Aukning á lifrarensímum og bílírúbíni.Tíðni ekki þekkt
(ekki hægt að áætla tíðni út frá fyrirliggjandi gögnum): Óeðlileg
lifrarstarfsemi. Hýdróklórtíazíð: Algengar: Höfuðverkur.
Sjaldgæfar: Kyrningahrap, vanmyndunarblóðleysi,
blóðlýsublóðleysi, hvítkornafæð, purpuri, blóðflagnafæð,
lystarleysi, blóðsykurshækkun, þvagsýrudreyri, blóðkalíumlækkun,
blóðnatríumlækkun, svefnleysi, tímabundin þokusýn, gulsýni,
æðabólgudrep (æðabólga, húðæðabólga), andnauð þar með talið
lungnabólga og lungnabjúgur, munnvatnskirtlabólga, krampar,
erting í maga, ógleði, uppköst, niðurgangur, hægðatregða, gula,
brisbólga, Ijósnæmi, ofsakláði, eitrunardrep í húðþekju,
vöðvakrampar, sykurmiga, millivefs nýrabólga, starfstruflun nýrna,
nýrnabilun, sótthiti, sundl. Mjög sjaldgæfar:
Bráðaofnæmisviðbrögð. Pakkningar og hámarksverð í smásölu
(1. des. 2010): 50/12,5 mg 100 stk: 2.873 kr. 100/25 mg 100 stk:
2.809 kr. Afgreiðslutilhögun: R. Greiðsluþátttaka: B.
Markaðsleyfishafi: Actavis Group PTC efh. Júní 2010.
actavis
hagur í heitsu
276 LÆKNAblaðið 2011/97