Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 30
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Tafla II. Afdrif 27 sjúklinga sem fengu sértæka greiningu á bráðamóttöku, innan við ári frá því þeir útskrifuðust með greininguna óútskýrðir kviðverkir. Einnig er sýndur tími frá upphaflegri komu á bráðamóttöku og þar til sértæk greining fékkst, en slík greining fékkst ekki alltaf í fyrstu endurkomu. Loks eru sýnd afdrif sjúktinganna. Lokagreining Fjöldi Tími milli greininga Meðferð Gallsteinar 8 5 dagar - 9 mánuðir gallblöðrutaka Botnlangabólga* 5 10 dagar - 6 mánuðir botnlangataka Krabbamein Briskrabbamein** 1 3 mánuðir lyfjameðferð Nýrnakrabbamein 1 7 mánuðir nýrnabrottnám Brisbólga 2 1 dagar stuðningsmeðferð 5 vikur stuðningsmeðferð Magasár 2 4 dagar lyfjameðferð 3 vikur lyfjameðferð Garnaflækja 1 3 vikur samvaxtalosun Þungun 1 2 vikur fóstureyðing Crohns sjúkdómur i smágirni 1 2 mánuðir lyfjameðferð Grindarholsbólga konu (PID)*** 1 4 dagar kviðsjáraðgerð Ósæöargúlpur 1 4 mánuðir eftirlit Hvekksbólga (prostatitis) 1 1 dagur sýklalyfjameðferð Lungnabólga 1 3 vikur sýklalyfjameðferð Sykursýki (ketoacidosis) 1 30 dagar lyfjameðferð ‘Öll tilfelli staðfest með vefjagreiningu. "Lóst sjö mánuðum eftir fyrstu komu. ‘"Pelvic inflammatory disease. í töflu II sjást afdrif þeirra 27 sjúklinga sem fengu sértæka greiningu við síðari komu. Að meðaltali liðu 55±76 dagar (bil 0-271 dagar) frá útskrift uns sértæk greining fékkst, þar af fengu 74% þeirra greininguna innan mánaðar. Hjá fimm sjúklingum fékkst ekki sértæk greining fyrr en í annarri til fjórðu komu, þar af voru tveir með gallsteina og tveir með botnlangabólgu. Allir þessir fimm sjúklingar fóru í skurðaðgerð, en alls fóru 17 af 27 sjúklingum (63%) í skurðaðgerð við endurkomu. Hjá átta sjúklingum var hafin önnur meðferð en hjá tveimur var meðferð ekki breytt þrátt fyrir nákvæmari greiningu. A tímabilinu lést einn sjúklingur af 112, nánar tiltekið úr bris- krabbameini, og dánarhlutfall því 0,9%. Umræða Þessi rannsókn sýnir að 2,3% þeirra rúmlega 62.000 sjúklinga sem leituðu á bráðamóttökur Landspítala fengu greininguna óútskýrðir kvið- verkir. Þetta er sambærilegt við aðrar rannsóknir þar sem þetta hlutfall er yfirleitt á bilinu 1-3,2% sjúklinga sem leita á bráðamóttökur.2-3-8 Aðeins á Landspítala er um að ræða rúmlega 1400 sjúklinga með óútskýrða kviðverki árlega. Þar við bætist að talsverður fjöldi þessara sjúklinga, eða í kringum 8%, leitar aftur á spítalann innan 12 mánaða vegna sömu kvartana, margir oftar en einu sinni. Því er ljóst að óútskýrðir kviðverkir eru töluvert heil- brigðisvandamál hér á landi. Karlar fengu marktækt oftar sértæka grein- ingu við endurkomu. I því sambandi verður að hafa í huga að ekki voru teknar með komur á bráðamóttöku kvenna- eða barnadeildar, sem aftur hefur áhrif á kynja- og aldursdreifingu hóp- anna. Óútskýrðir kviðverkir eru greining með lágt næmi og sértæki, sem fyrst og fremst er notuð þegar aðrar greiningar hafa verið útilokaðar.7 Áður en sjúklingarnir eru sendir heim af bráða- móttöku er brýnt að ganga úr skugga um að ekki sé þörf á innlögn eða skurðaðgerð.3- 5- 9 Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á gildi þess að hafa góða verkferla við uppvinnslu þessara sjúklinga. Er þá meðal annars stuðst við lista yfir mismunagreiningar og blóð- og myndrannsóknir pantaðar samkvæmt ákveðnu kerfi. Sýnt hefur verið að með verkferlum sem þessum má spara bæði tíma og fé, auk þess sem greining verður markvissari.8 Á Landspítala voru verkferlar teknir í notkun þegar árið 2004, en mikilvægt er að þeir séu notaðir rétt og endurskoðaðir reglulega, bæði til að tryggja öryggi sjúklinga og rétta notkun greiningarrannsókna. Sjúklingar í þessari rannsókn voru flestir rannsakaðir við fyrstu komu annaðhvort með blóð- eða myndrannsóknum, eða 83,9% hópsins. Þó hafði tæpur þriðjungur (27,7%) sjúklinga eingöngu gengist undir blóðrannsókn og 14,3% voru hvorki rannsakaðir með blóð- eða myndrannsóknum. I öðrum rannsóknum hefur verið bent á hversu ófullkomnar blóðrannsóknir eru til að fá fram sértæka sjúkdómsgreiningu hjá sjúklingum með kviðverki og til að ákveða hvort hægt sé að útskrifa þá.1-10 Þetta á til dæmis við um mælingar á CRP en einnig amýlasa11-12 sem voru mældir hjá 75,9% og 57,1% sjúklinga í okkar rannsókn. Alls gengust 56,1% sjúklinga undir myndrannsóknir, oftast ómskoðun eða tölvusneiðmyndatöku. Fjöldi myndrannsókna er svipaður og í sambærilegri bandarískri rannsókn, enda þótt þar hafi hlutfall tölvusneiðmynda verið hærra.13 Tölvusneiðmyndir eru öflugt greiningar- tæki fyrir sjúklinga með bráða kviðverki og telja sumir að nota ætti rannsóknina oftar hjá þess- um hópi sjúklinga.14"16 Hefðbundið kviðarholsyfir- lit er hins vegar talin mun síðri rannsókn og á aðallega við þegar grunur er um gamastíflu eða frítt loft og ef aðrar sérstakar ábendingar liggja fyrir.17 Marktækt færri sjúklingar sem höfðu verið til athugunar í 12 klukkustundir eða lengur við fyrstu komu, fengu sértæka greiningu við 234 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.