Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN vera á milli íslands og annarra landa, til dæmis nágrannalanda okkar. Töluverð neysla bólgu- eyðandi verkjalyfja á sér stað annars staðar og víða er áfengisneysla svipuð eða meiri en hér- lendis. Vel má vera að bráðu síðuheilkenni hafi ekki verið nægur gaumur gefinn erlendis en íslendingar gætu líka verið sérlega móttækilegir, til dæmis vegna arfgengra þátta. Brátt síðuheilkenni er vel afmörkuð sjúkdóms- mynd. Neysla bólgueyðandi verkjalyfja, áfengis- drykkja eða hvors tveggja virðast vera þeir þættir sem helst setja sjúkdómsferlið í gang en mein- lífeðlisfræðin er ekki þekkt. Brátt síðuheilkenni er algengast hjá ungum, hraustum karlmönnum sem oftast hafa tekið lítinn skammt af bólgueyðandi verkjalyfi. Síðuverkur tilheyrir skilgreiningunni. Sú nýrnabilun sem venjulega tengist bólgueyð- andi verkjalyfjum lýsir sér öðruvísi. Það eru helst eldri konur sem fá þann kvilla, oft er löng saga um neyslu bólgueyðandi verkjalyfja og að jafnaði er skert blóðflæði til nýrna.20 Síðuverkur tilheyrir ekki sjúkdómsmyndinni. Því má velta fyrir sér hvort blóðþurrðarskaði í píplum liggi að baki bráðu síðuheilkenni. Pípludrep hefur nokkrum sinnum sést í nýrnasýnum frá sjúklingum með heilkennið.6'9 Yfirleitt er eðlisþyngd þvags lág við komu og flóðmiga er algeng en þetta tvennt kemur heim og saman við pípluskaða. Þurrkur eftir alkóhólneyslu og óhaminn æðasamdráttur sökum bólgueyðandi verkjalyfs gætu valdið blóðþurrðar- skaða í píplum. Að vísu hefur alkóhólneysla sem slík frekar í för með sér tap á vatni en salti í nýrum en slíkt tap hefur ekki teljandi áhrif á utanfrumu- vökva. Hins vegar fylgja lystarleysi, ógleði og uppköst oft áfengisneyslu og þá í kjölfarið skortur á salti og utanfrumuvökva. Umræddur pípluskaði gæti skýrt nýrnabilun bráðs síðuheilkennis en varla síðuverkinn. Hugsanleg ofnæmisviðbrögð í nýrum eða beinn pípluskaði skýra heldur ekki verkinn. Rákvöðvasundrung vegna alkóhóls eða meiðsla gæti valdið bæði nýrnabilun og verkjum en ekki hafa verið merki um vöðvaskaða hjá birtum tilfellum.21 Þvagsýruafsteypur í píplum hafa verið nefndar í þessu samhengi þó fátt styðji þá tilgátu.22 Þannig skýra ýmsar tilgátur nýma- bilunina en ekki síðuverkinn. Brátt síðuheilkenni veldur sjúklingunum sárs- auka og öðrum óþægindum. Oft þarf innlögn á sjúkrahús til verkjastillingar. Meira er þó um vert að ekki er víst að nýrnabilunin gangi alveg til baka. Það er mögulegt að gaukulsíunar- hraðinn verði ekki samur og fyrr og þá er hinn ungi einstaklingur verr búinn undir afleiðingar algengra sjúkdóma eins og háþrýstings, sykursýki og offitu. Þrátt fyrir takmarkaðan skilning á bráðu síðuheilkenni virðist full ástæða til að vara ungt fólk við neyslu bólgueyðandi verkjalyfja samtímis eða í kjölfar áfengisdrykkju. Þakkir Höfundar þakka Ellerti Ágústi Magnússyni hjá Lyfjastofnun margvíslega hjálp við upplýsinga- öflun. Heimildir 1. Epstein M. Non-steroidal anti-inflammatory drugs and the continuum of renal dysfunction. J Hypertens 2002; 20 (suppl): S17-23. 2. Rossi AC, Bosco L, Faich GA, Tanner A, Temple R. The importance of adverse reaction reporting by physicians - suprofen and the flank pain syndrome. JAMA 1988; 259: 1203-4. 3. Hart D, Ward M, Lifschitz MD. Suprofen-related nephrotoxicity - a distinct clinical syndrome. Ann Intem Med 1987; 106: 235-8. 4. Strom BL, West SL, Sim E, Carson JL. The epidemiology of the acute flank pain syndrome from suprofen. Clin Pharmacol Ther 1989; 46: 693-9. 5. Elsasser GN, Lopez L, Evans E, Barone EJ. Reversible acute renal failure associated with ibuprofen ingestion and binge drinking. J Fam Pract 1988; 27: 221-2. 6. Wen SF, Parthasarathy R, Iliopulos O, Oberley TD. Acute renal failure following binge drinking and nonsteroidal antiinflammatory drugs. Am J Kidney Dis 1992; 20:281-5. 7. Mclntire SC, Rubenstein RC, Garmer JC, Gilboa N, Ellis D. Acute flank pain and reversible renal dysfunction associated with nonsteroidal anti-inflammatory drug use. Pediatrics 1993; 92: 459-60. 8. Hirsch DJ, Jindal KK, Trillo A, Cohen AD. Acute renal failure after binge drinking. Nephrol Dial Transplant 1994; 9: 330-1. 9. Johnson GR, Wen SF. Syndrome of flank pain and acute renal failure after binge drinking and nonsteroidal anti- inflammatory drug ingestion. J Am Soc Nephrol 1995; 5: 1647-52. 10. Enriquez R, Sirvent AE, Antolin A, Cabezuelo JB, Gonzalez C, Reyes A. Acute renal failure and flank pain after binge drinking and non-steroidal anti-inflammatory drugs. Nephrol Dial Transplant 1997; 12: 2034-5. 11. Krause I, Cleper R, Eisenstein B, Davidovits M. Acute renal failure, associated with non-steroidal anti-inflammatory drugs in healthy children. Pediatr Nephrol 2005; 20:1295-8. 12. www.hagstofa.is - janúar 2010 13. www.hagstofa.is - ágúst 2010 14. www.dst.dk/ - ágúst 2010 15. www.ssb.no/ - ágúst 2010 16. www.scb.se/ - ágúst 2010 17. Skúladóttir HM, Andrésdóttir MB, Hardarson S, Ámadóttir M. The acute flank pain syndrome: a common presentation of acute renal failure in young males in Iceland. NDT Plus 2010; 3: 510-11. 18. www.saa.is/ - ágúst 2010 19. Olafsdottir H. Trends in alcohol consumption and alcohol- related harms in Iceland. Nordic studies on alcohol and drugs. 2007; 24:47-60. 20. Whelton A, Hamilton CW. Nonsteroidal anti-inflammatory drugs: effects on kidney function. J Clin Pharmacol 1991; 31: 588-98. 21. Haapanen E, Pellinen TJ, Partanen J. Acute renal failure caused by alcohol-induced rhabdomyolysis. Nephron 1984; 36:191-3. 22 Abraham PA, Halstenson CE, Opsahl JA, Matzke GR, Keane WF. Suprofen-induced uricosuria. A potential mechanism for acute nephropathy and flank pain. Am J Nephrol 1988; 8: 90-5. 220 LÆKNAblaðið 2011/97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.