Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 33
FRÆÐIGREINAR
Y F I R L I T
Flysjun í slagæðum á hálsi
- yfirlitsgrein
Ólafur Árni
Sveinsson1
sérfræðingur (
taugasjúkdómum
Ólafur Kjartansson2
sérfræðingur í myndgreiningu
Einar Már
Valdimarsson3
sérfræðingur í
taugasjúkdómum
Lykilorð: flysjun í hálsæðum,
innri hálsslagæð, hryggslagæð,
heilablóðþurrð, heiladrep.
’Taugadeild Karolinska
Sjúkrahússins í
Stokkhólmi, 2röntgendeild,
^taugalækningadeild
Landspítala.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Ólafur Sveinsson,
Taugadeild Karolinska
Sjúkrahúsins, Stokkhólmi,
Svíþjóð
olafur.sveinsson@
karolinska.se
Ágrip
Aður var flysjun í innri hálsslagæð (arteria carotis
interna) eða hryggslagæð (arteria vertebralis) talin
sjaldgæf ástæða heilablóðfalls en vegna betri
greiningartækni og aukinnar vitneskju lækna um
sjúkdóminn greinist flysjun mun oftar en áður. Er
flysjun nú talin ein helsta ástæða heilablóðþurrðar
hjá yngri og miðaldra einstaklingum. Meingerð
flysjunar er lítt þekkt. Líklega er oftast um að
ræða undirliggjandi galla í æðarvegg ásamt
útleysandi þáttum eins og áverkum á hálsi eða
sýkingu. Grunur um sjúkdóminn vaknar við
klínísk einkenni á borð við skyndilegan verk á
hálsi, andliti eða höfði og/eða Horners-heilkenni
með eða án einkenna heilablóðþurrðar. Greiningin
er staðfest með því að sýna fram á dæmigerðar
breytingar á æðinni með myndrannsókn. Hefð-
bundin meðferð hefst með heparín-innrennsli í æð
eða lágmólekúlarheparíni gefið undir húð. Síðan
tekur við blóðþynning með warfaríntöflum (með
það að markmiði að halda INR milli 2,0-3,0) í 3-6
mánuði.
Inngangur
Flysjun í innri hálsslagæð (arteria carotis interna)
eða hryggslagæð (arteria vertebralis) hefst með rofi
á innra borði slagæðarinnar, blóð þrengir sér milli
innsta lags (tunica intima) og miðlags (tunica media)
eða milli miðlags og ysta lags (subadventitial)
(mynd 1). Ef blæðing verður milli innsta lags og
miðlags æðar veldur hún þrengingu eða lokun á
eiginlegu holrúmi æðar og myndar falskt holrúm.
Ef blæðing nær út fyrir miðlag getur það leitt til
víkkunar á ytra borði æðarinnar og myndun falsks
æðagúlps (pseudoaneurysma). Þrenging eða lokun
á hinu eiginlega holrúmi æðarinnar getur truflað
blóðflæði til heilans, auk þess sem blóðflæðið
getur orðið iðukennt (turbulent) og forsendur
skapast til segamyndunar- og reks til heilans sem
leitt getur til heiladreps.
Lengi var flysjun talin sjaldgæf ástæða heila-
blóðfalls. Með tilkomu fljótvirkrar og hættulítillar
tækni við myndrannsóknir á æðum og aukinnar
vitneskju um sjúkdóminn, er flysjun nú talin ein
helsta ástæða heilablóðþurrðar og heiladreps hjá
yngri og miðaldra einstaklingum (undir 50 ára
aldri). Flysjun er talin valda 10-25% heiladrepa
í þessum aldurshópi, næst á eftir segareki frá
Hálsslagœð
Hálsæðarflysjun
Margúll'
Rifa í
vegg
Eðlileg hálsslagæð
Mynd 1. Flysjun í hálsslagæö, blóð sést á milli laga og
myndar margúl í æöarveggnum.
Birt með leyfi Mayo Foundation for Medical Education and Research, öll réttindi áskilin.
hjarta.1-2 Því er mikilvægt að hafa flysjun í huga
hjá yngri og miðaldra sjúklingum með heilaslag. í
þessari grein er lögð áhersla á flysjun hálsslagæða
utan höfuðkúpu (extra cranial).
Faraldsfræði
Nýgengi flysjunar í innri hálsslagæð er um 1-3
tilfelli á hverja 100.000 íbúa á ári eftir rann-
sóknum.3'4 Það jafngildir fjórum til níu tilfellum
árlega á íslandi. í nýlegri stórri finnskri rann-
sókn þar sem 301 sjúklingur tóku þátt, reyndist
nýgengi flysjana í hálsslagæðum (bæði innri
hálsslagæð og hryggslagæð) vera heldur lægra
en í heimildum 3 og 4 eða 1,43/100.000/ár.5 í
rannsókninni var skipting flysjana á þann veg
að 52% höfðu flysjun í innri hálsslagæð og 48%
í hryggslagæð. í ofannefndri rannsókn reyndust
flysjanir í slagæðum á hálsi algengari hjá körlum
(68%).5 Um 70% þeirra sem greinast með flysjun
eru á aldrinum 35-50 ára. Þó þarf að hafa í huga að
sjaldnar er leitað að flysjun hjá eldra fólki. Ekkert
er vitað um tíðni einkennalausra flysjana.
LÆKNAblaðið 2011/97 237