Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 11
Helga Margrét Skúladóttir1 deildarlæknir Margrét Birna Andrésdóttir2 nýrnasérfræöingur Sverrir Harðarson3 meinafræðingur Margrét Árnadóttir2 nýrnasérfræöingur Lykilorö: alkóhól, bólgueyöandi verkjalyf, bráð nýrnabilun, síðuverkir. Grein þessi er byggö á niðurstöðum rannsóknar sem birst hefur á formi bréfs til ritstjóra í tímariti samtaka evrópskra nýrnalækna (Nephrology Dialysis Transplantation). Fyrst birtist bréfið á vefnum (NDT Plus e-pub: June 24, 2010) og síðan í tímaritinu sjálfu (NDT Plus 2010; 3: 510-511). 1Lyflækningadeild, Karolinska háskólasjúkrahúsinu, Stokkhólmi, (áður lyflækningasviöi Landspítala), 2nýrnadeild lyflækningasviði, 3meinafræðideild rannsóknasviði Landspítala. Fyrirspurnir og bréfaskipti Margrét Árnadóttir nýrnadeild 13-F Landspítala Hringbraut 101 Reykjavík margarn@landspitali. /s FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN Brátt síðuheilkenni: algeng birtingarmynd bráðar nýrnabilunar hjá ungum mönnum á Islandi Ágrip Tilgangur: Brátt síðuheilkenni var algeng auka- verkun bólgueyðandi verkjalyfsins súprófens sem var afskráð 1987. Síðan hefur fáum tilfellum verið lýst hjá ungu fólki í tengslum við neyslu bólgu- eyðandi verkjalyfja, áfengis eða hvors tveggja. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi bráðs síðuheilkennis hér á landi og lýsa tilfellaröð. Efniviður: Sjúkraskrár þeirra sem uppfylltu eft- irtalin skilyrði voru lesnar: aldur 18-41 árs, bráð nýmabilun og koma á Landspítala 1998-2007. Brátt síðuheilkenni var skilgreint sem svæsinn verkur í síðu eða kviði ásamt bráðri nýmabilun, án annarrar skýringar en hugsanlegrar neyslu bólgu- eyðandi verkjalyfja, áfengis eða hvors tveggja. Upplýsinga var leitað um sölutölur bólgueyðandi verkjalyfja. Niðurstöður: Hundrað og sex sjúklingar fengu greininguna bráð nýmabilun, þar af 21 með brátt síðuheilkenni (20%). Árlegt nýgengi bráðs síðuheilkennis þrefaldaðist á tímabilinu. Átján sjúklingar voru karlkyns og miðgildi aldurs var 26 (19-35) ár. Einkenni gengu yfir á nokkrum dögum eða vikum. Það var saga um nýlega neyslu bólgu- eyðandi verkjalyfja hjá 15, áfengis hjá 15, annars hvors hjá 20 og hvors tveggja hjá níu sjúklingum. Sala á bólgueyðandi verkjalyfjum var mikil og vaxandi, einkum á íbúprófeni í lausasölu. Ályktanir: Nýgengi bráðs síðuheilkennis var hátt. Greinin lýsir stærstu tilfellaröð sem birst hefur síðan súprófen var tekið af markaði. Margföld aukning varð á nýgengi bráðs síðuheilkennis og lausasölu íbúprófens á tímabilinu. Það er ástæða til að vara ungt fólk við neyslu bólgueyðandi verkjalyfja samtímis eða í kjölfar áfengisneyslu. Inngangur Síðustu áratugi hafa bólgueyðandi lyf án barksteraverkunar mikið verið notuð. Þessi lyf, sem hér verða kölluð bólgueyðandi verkjalyf, hafa vel þekktar aukaverkanir á nýru.1 Þau hindra æðavíkkandi áhrif prostaglandína en það leiðir til samdráttar nýrnaæða og skerðingar á gaukulsíunarhraða hjá einstaklingum sem eru veikir fyrir.1 Þannig geta bólgueyðandi verkjalyf stuðlað að nýmabilun ef nýrnablóðflæði er skert af einhverri ástæðu, til dæmis þurrki eða hjartabilun. Þessi lyf geta líka valdið ofnæmisviðbrögðum í nýrum með bráðri millivefsnýmabólgu en það er sjaldgæfara. Bólgueyðandi verkjalyfið súprófen var sett á markað í Bandaríkjunum í janúar 1986.2 Fljótlega fór að bera á svokölluðu bráðu síðuheilkenni (acnte flank pain syndrome) meðal fólks sem hafði tekið súprófen.3 Brátt síðuheilkenni lýsti sér öðru- vísi en hin vel þekkta bráða nýmabilun sem teng- ist bólgueyðandi verkjalyfjum. Sjúklingarnir voru oftast ungt og hraust fólk og leituðu læknis vegna svæsins verkjar í síðu eða kviði og reyndust hafa hækkaða kreatínínþéttni í sermi. Einkennin komu oftast fram innan sólarhrings eftir að súprófens hafði verið neytt og gengu yfir á nokkrum dögum eða vikum. Sjúklinga- og viðmiðsrannsókn (case control study) sýndi að helstu áhættuþættir voru karlkyn, astmi, regluleg líkamsþjálfun og áfeng- isneysla.4 Vegna þessa var súprófen afskráð í maí 1987, bæði í Bandaríkjunum þar sem 366 tilfelli höfðu verið tilkynnt lyfjaeftirliti, og í Evrópu þar sem fáein tilfelli höfðu verið tilkynnt.2 Álitið var að þessi munur á fjölda tilfella skýrðist af auðveldara tilkynningakerfi vestanhafs.2 Höfundar fundu lýsingar á 18 tilfellum af bráðu síðuheilkenni eftir að súprófen var tekið af markaði.511 Þau tengdust neyslu á bólgueyðandi verkjalyfi öðm en súprófeni, áfengisneyslu eða hvoru tveggja. Ekki er að finna lýsingar á stórum hópi tilfella og ekkert hefur birst um efnið nýlega. Hérlendis fóru nýmalæknar að taka eftir bráðu síðuheilkenni á tíunda áratugnum. Hér er lýst afturskyggnri rannsókn á bráðu síðuheilkenni á Landspítala á tíu ára tímabili. Gerð er grein fyrir lágmarksnýgengi og tilfellaröðinni lýst. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var gerð á Landspítala. Lækninga- forstjóri spítalans og Vísindasiðanefnd gáfu leyfi og Persónuvernd var tilkynnt um rannsóknina. Leitað var að sjúkraskrám þeirra sjúklinga sem uppfylltu eftirtalin skilyrði: 1. sjúkdómsgreining bráð nýmabilun (N17) samkvæmt ICD-10 2. aldur við greiningu 18-41 árs 3. koma á bráðamóttöku á tímabilinu 1. janúar 1998 - 31. desember 2007 LÆKNAblaðið 2011/97 21 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.