Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 35
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T mörgum tilfellum vegna samverkandi áhrifa undirliggjandi galla í æðarvegg og ytri áhættu- þátta.11 Klínísk einkenni Hálsslagæðarflysjun (carotid artery dissection) Algengasta einkennið er verkur í hálsi eða höfði. Verkurinn er venjulega kröftugur, kemur snemma í sjúkdómsferlinu og er staðsettur kringum augað, á gagnaugasvæðinu og/eða hliðlægt á hálsi sömu megin og flysjunin.30'31 Honum getur fylgt púlserandi hljóð sömu megin.31 Verkurinn getur komið skyndilega og verið það slæmur að grunur vaknar um innanskúmsblæðingu (subarachnoid hemorrhage). Horners-heilkenni kemur fyrir í um helmingi tilfella (mynd 3). Það er vegna þrýstingsáhrifa á sympatísku taugaþræðina sem umlykja innri hálsslagæðina. Oft er aðeins hluti af teiknum Horners til staðar.21 Homers-heilkenni ásamt skyndilegum verk í höfði og/eða hálsi sömu megin, á því að vekja sterkan grun um flysjun í innri hálsslagæð. Hafa ber í huga að flysjun í innri hálsslagæð getur gefið einkenni frá neðri heilataugum. Er hér átt við taugar eins og N. hypoglossus og N. Vagus með tilheyrandi ein- kennum frá munnholi og tungu. Ástæðan fyrir þessu er óviss en þrýstingur á smáæðarnar sem næra taugarnar eða beinn þrýstingur á taug vegna blæðingarinnar í æðarveggnum eru mögu- legar skýringar. Þegar einkenni eru frá neðri heilataugum veldur það oft vanda við greiningu þar sem sjónir beinast að heilastofnsáfalli frekar en flysjun. Tíðni heilablóðþurrðar við flysjun í innri háls- slagæð er ekki fyllilega þekkt en rannsóknir benda þó til að heiladrep eigi sér stað í um það bil 60-70% tilfella.5 Heiladrep verða oftast á nær- ingarsvæði miðhjarnaslagæðarinnar (a. cerebri media) og em talin verða á allra fyrstu dögunum eftir flysjunina.5 Blóðþurrðareinkenni vikum/ mánuðum eftir flysjun eru talin afar sjaldgæf.32 Blóðþurrðareinkenni án annarra einkenna geta komið fyrir en oftar er verkur og/eða Homers- heilkenni fyrirboði. Hryggslagæðarflysjun (vertebral artery dissection) Algengustu einkennin era verkur í hnakka eða aftarlega í höfði.33 Yfirleitt er verkurinn verri þeim megin sem flysjunin er. Oft er verknum ekki lýst sem sérstaklega slæmum eða af óvenjulegri gerð, sem getur gert greininguna erfiða. Algeng einkenni frá aftari blóðveitu eru svimi, sjóntraflanir, kyngingarörðugleikar og jafn- vægistraflun. Algengt er svokallað Wallenbergs- heilkenni (lateral medullary sundrome) í heild Mynd 3. Ptosis og iinosis . ,' vmstra megin, sem er hluti eða að hluta til. Það samanstendur af Horners- Horners-heilkeimis. heilkenni, skyntruflun í andliti og slingri (ataxia) maieyf,or. rnmtGaiikrd. útlima sömu megin, ásamt minnkuðu skyni fyrir sársauka og hita í útlimum gagnstæðrar hliðar. Önnur einkenni hryggslagæðarflysjunar geta verið blóðþurrðareinkenni frá litla heila, stúku (thalamus), brú (pons) eða aftari heilaslagæð {posterior cerebral artery,33 Athyglisvert er að Horners-heilkenni getur sést bæði við flysjun í innri hálsslagæð og hrygg- slagæð. Við flysjun í innri hálsslagæð verður áverki á sympatíska taugaþræði sem umlykja æðina. Við flysjun í hryggslagæð orsakast heil- kennið af blóðþurrð hliðlægt í mænukylfu. Blóðþurrðareinkenna verður vart hjá 80-90% sjúklinga sem greinast með hryggslagæðarflysjun5- 18og eru þau því heldur algengari en hjá sjúklingum sem greinast með flysjun í innri hálsslagæð.5'21- 26 Hins vegar hafa heiladrepin á næringarsvæði fremri blóðveitu almennt alvarlegri afleiðingar í för með sér en þau sem verða á svæði aftari blóð- veitu.5 Ávallt er rétt að hafa flysjun í huga hjá einstak- lingum með skyndilegan verk í hálsi, hnakka eða höfði, samfara taugabrottfallseinkennum og/eða Horners-heilkenni. Myndrannsóknir Flysjun í slagæð verður vegna þess að farvegur opnast fyrir slagæðablóð inn í æðavegg. Blæðing inn í æðavegg verður oftast á milli innsta lags og miðlags en blóðið getur einnig rofið miðlag og legið milli miðlags og ysta lags. Ef blóð kemst milli innsta lags og miðlags æðar veldur fyrirferðin þrengingu eða lokun á eiginlegu holrúmi æðarinnar og einnig getur falskt holrúm samsíða því eiginlega myndast. Ef blæðing nær út fyrir miðlag getur það leitt til víkkunar á ytra borði æðarinnar og myndunar falsks æðagúlps. Flysjun getur sést við myndgreiningu sem margúll (hematoma) í æðarvegg, tvö holrúm, staðbundin þrenging eða lokun á eiginlegu hol- LÆKNAblaðið 2011/97 239
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.