Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 45
Ú R _____UMRÆÐA O G FRÉTTIR PENNA STJÓRNARMANNA LÍ Eitthvað jákvætt... Árdís Björk Ármannsdóttir ardisaflðgmail. com Höfundur er almennur læknir Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir formaður Valgerður Á Rúnarsdóttir varaformaður Sigurveig Pétursdóttir gjaldkeri Anna K. Jóhannsdóttir rítari Ágúst örn Sverrisson Árdís Björk Ármannsdóttir Orri Pór Ormarsson Ragnar Victor Gunnarsson Þórey Steinarsdóttir I pistlunum Úrpenna stjórnarmanna U birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Pistill í Læknablaðið. Um hvað á ég að skrifa? Eitthvað út frá eigin brjósti. Eitthvað gáfulegt auðvitað. Eitthvað sem skiptir máli. Eitthvað sem er í umræðurtni. Eitthvað um lækna. En hvað? Kannski um nýtt vaktaplan unglækna á Land- spítala. Kannski um landflótta íslenskra lækna. Kannski staðgöngumæðrun. Kannski um nýja spítalann. Kannski Læknafélagið og stjórn LÍ. Kannski um Björn Zoéga og stjómunarverðlaunin hans. Kannski um vanlíðan lækna í starfi á Land- spítala. Kannski um ógreidda yfirvinnu. Kannski um FIFL. Kannski um hjúkrunarfræðinga í stjórnun. Kannski um komandi kjarasamninga. Kannski um skammarlega lág laun nýútskrifaðra læknakandídata. Kannski hvemig það er að vera deildarlæknir á bæklunardeild Landspítala. Kannski. Eða ætti ég kannski bara að skrifa um eitthvað jákvætt. En hvað er jákvætt og skiptir einhverju máli? Er eitthvað jákvætt sem skiptir máli? Skiptir einhverju máli að vera jákvæður? Já, það er best að skrifa eitthvað jákvætt. Eitthvað jákvætt sem tengist læknum. Eitthvað sem er jákvætt við það að vera læknir. Af hverju er ég annars læknir? Og af hverju ætla ég að halda áfram að vinna sem læknir? Ég velti þessu stundum fyrir mér og sérstaklega núna þegar ég er allt í einu heimavinnandi húsmóðir að hugsa um ungabam - og viti menn, það er bara svona líka skemmtilegt og það er greinilega margt annað hægt að gera en að vinna á spítala! En aftur að þessu jákvæða með lækna ... Ég fór í læknanám af því ég hélt það væri svo gaman að vera læknir, eða mig minnir það allavega. Það var líka ótrúlega gaman að vera læknanemi, ég sé það mjög vel núna, og kann meira að segja að meta það. Hvað var samt svona ofboðslega gaman? Var það verklega efnafræðin á fyrsta ári, lífeðlisfræðitilraunirnar eða kannski lyfjafræðin? Eða var það kannski verknámið þegar maður loksins komst inn á spítalann og fékk að fara í hvíta sloppinn og hitta sjúkling í fyrsta skipti. Já, það var alla vega gaman, ég man það. í raun og vem voru það allir hinir. Allir hinir læknanemarnir (eða kannski ekki alveg allir...) sem voru svo skemmtilegir og gerðu það að verkum að meira að segja verklega efnafræðin, lífeðlisfræðitilraunirnar og lyfjafræðin voru skemmtileg, eða að minnsta kosti skemmtilegar minningar svona eftir á! Miðað við efni og aðstæður er í raun alveg stórmerkilegt hvað læknanemar eru skemmtilegt fólk. Og núna, þegar allir þessir læknanemar eru orðnir læknar, þá er líka mesta furða hvað flestir þeirra eru áfram skemmtilegir! Satt að segja hef ég kynnst alveg einstaklega mörgu góðu fólki í þessu námi og starfi, vinum sem munu fylgja mér alla ævi, það er ég viss um og það er jákvætt! Með sumum þessara vina hef ég meðal annars ferðast til nokkurra heimsálfa í leik og starfi og haft af því gagn og gaman og það er jákvætt. Ég kann núna að spila póker en Pókerklúbburinn Sápan var stofnaður í byrjun kandídatsárs og virkaði sem nokkurs konar sjálfshjálparhópur fyrir veðurbarða og vinnulúna læknakandídata. Fjallaklúbburinn FOF samanstendur af nokkrum galvöskum og sérdeilis huggulegum kvenlæknum sem hafa klifið saman nokkra tinda og eru ekkert að fíflast með það, það er mjög jákvætt! FAL (Félag almennra lækna) áður FUL (Félag ungra lækna) er dæmi um jákvæðan félagsskap ungra lækna sem hefur komið ýmsu til leiðar og svo er bara alltaf svo gaman þegar margir ungir læknar koma saman, jákvætt. Já, ótrúlegt en satt, þá eru læknar nefnilega bara mjög skemmtilegir og það verður að teljast jákvætt. Á þessum stutta tíma í starfi sem læknir hef ég líka fengið að taka lítillega þátt í kennslu og umönnun læknanema á spítalanum og er það einstaklega skemmtilegt og gefandi. Lengi lifi Gleðispítalinn! Svo er líka frábært að fá sumarfrí. En er þetta þess virði? Á ég að halda áfram? Er í alvörunni gaman í vinnunni? Á ég að flytja til útlanda með litlu fjölskylduna mína og frá öllu hérna heima á íslandi? Eða á ég kannski að fara að kenna jóga og baka hrökkbrauð? Og svarið er víst JÁ, ég ætla að halda áfram, því þegar öllu er á botninn hvolft finnst mér gaman að vera læknir og ég hlakka til að verða stór og fara í sérnám og halda áfram að vera og vinna sem læknir. Ætla svo að reyna að hafa það að leiðarljósi á hverjum morgni að hafa kveikt á jákvæða fattaranum en ekki þeim neikvæða. Hjá mér verður því gaman í vinnunni í framtíðinni og vonandi hjá ykkur líka - en mest af öllu vona ég þó að við fáum soldið meira borgað fyrir vinnuna okkar ... LÆKNAblaðið 2011/97 249 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.