Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 54
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTI
GERVIGANGRÁÐUR
R
Fyrsta ígræðsla gervigangráðs á íslandi
Ársæll Jónsson
arsaell@simnet.is
Guðmundur
Bjarnason
Ársæll er öldrunarlæknir
og Guðmundur er
barnaskurðlæknir. Þeir eru
báðir sestir í helgan stein.
Lesa má um áhugaverða
sögu gervigangráða á
netinu: en.wikipedia.org/wiki/
ArtificiaLpacemaker
Það er beinlínis ætlast til þess að læknar sem
komnir eru á eftirlaun iðki sitt golf af kappi.
Ársæll lét af störfum í 70 ára afmælismánuðinum í
nóvember 2009. Um vorið var byrjað að leika golf
á ný en allt kom fyrir ekki, forgjöfin fór hækkandi.
Á læknamóti í Leirunni gekk brösuglega og flugu
fjórir golfboltar út í sjó. Verst var þó að það fannst
fyrir mæði og erfitt var að ýta golfkerrunni áfram.
Þegar heim var komið mældist blóðþrýstingur
lágur og púlsinn hægur (96/64, p.38/mín).
Þrátt fyrir mótmæli komu röggsamar konur
(maki, dóttir og gigtarlæknir) Ársæli niður á
móttökudeild Landspítala og tveimur dögum
síðar var græddur í hann gervigangráður vegna
Mobitz typu 2 hjartablokks.
Á hjartadeildinni rifjaðist það upp fyrir Ársæli
að hann hafði aðstoðað Guðmund Bjamason
bamaskurðlækni við fyrstu gervigangráðsísetn-
ingu á íslandi. Guðmundur notaði skemmtileg orð
um tækið sem pantað var flugleiðis. Sjúklingurinn
var silfurhærð eldri kona og fékk margar og
langar pásur í rafleiðni hjartans og aðstoðarlæknar
á lyflæknisdeildinni voru ærið oft kallaðir til
bjargar. Rifjað var upp hið gleðilega augnablik
er hún gekk ein og óstudd út úr sjúkrahúsinu
með ánægjubros á vör. Snorri Páll Snorrason var
ábyrgur sérfræðingur.
Guðmundur man líka vel eftir þessu og
með góðum vilja og aðstoð tókst að hafa upp
á sjúkraskýrslu konunnar, sem var lögð inn á
hjartadeild Landspítalans í júlí 1968. Konan
var 75 ára gömul ekkja, fimm barna móðir sem
hafði verið með vaxandi hjartsláttarköst í rúmt
ár. Hún hafði tvívegis alveg misst meðvitund og
einnig fundið fyrir dofa- og máttleysisköstum
með yfirliðskennd. Hún hafði fengið svæsna
bamaveiki 16 ára og slæma mislinga 23 ára.
Liðverkir og liðbólgur eftir barnaveikina allt fram
undir fimmtugsaldur. Magaskurður 1956.
í sjúkraskrá er einnig sagt frá því að hún
hafi verið skýr í viðtali en þreyttist við að tala.
Grannholda með hryggskekkju. Púls 30/mín.
Ekki merki um hjartabilun. Hjartarafrit sýndi total
AV blokk, vinstri greinrof og stækkun. Hún var
í fyrstu meðhöndluð með atrópíni og isupreli. Á
sjúkrahúsinu fékk hún endurtekin aðsvifsköst
með hjartsláttartruflunum, ýmist sleglatif eða
hraðsláttarglöp, en einnig hjartastopp. Það tókst
ætíð að koma hjartslætti í gang og notað til
þess rafstuð og pronestyl. Aðsvifsköstin héldu
áfram og löguðust ekki fyrr en settur var ytri
gervigangráður, sem staðsettur var á deildinni.
Nokkurn tíma tók að fá ígræðanlegan gervi-
gangráð til landsins, svo að þetta tæki var nýtt til
bráðabirgða þar sem ástand sjúklings bauð ekki
upp á marga daga bið.
ísetningin var ekki mikið frábmgðin því sem
nú er. Innri hóstaræð, hægra megin á hálsi, var
frílögð og niður þá æð var elektróðan þrædd niður
í hægri gátt og áfram niður í hægri slegil. Leiðslan
var síðan tekin út á yfirborðið neðan við viðbein
og gangráðurinn tengdur. Hjartsláttur varð þegar
eðlilegur.
Röskum tveim vikum síðar fékkst svo annar
gervigangráður til landsins og var hann lagður
undir húð framan á brjóstkassa. Þegar þræðirnir úr
eldra tækinu voru klipptir, datt hjartsláttur niður
í 34 slög, en jafnaði sig strax eftir endurtengingu.
Konan náði fljótt upp fullri fótaferð og útskrif-
aðist á Vífilsstaði. í útskriftarbréfi (ÁJ) stendur:
eftirlit veröur aðallega fólgið í því að telja púls, sem á
að vera sem næst 70/mín og reglulegur. Verði aukaslög
tíð, kemur til greina að setja hana aftur á Pronestyl.
Sj. verður kölluð inn mánaðarlega til eftirlits fyrst um
sinn. P.S.; sj. má ekki fá rafmagnsstuð, stuttbylgjur,
diathermi, electrocoagulation eða hita localt. Gæta ber
aðjarðtengja EKG-tæki áður en rit er tekið.
Greining leiðslutruflana í hjarta byggist á töku
hjartalínurits en klínísk saga segir til um hversu
lengi sjúkdómurinn hefur varað. Lyfjameðferð
dugar skammt en ígræðsla gervigangráðs skiptir
sköpum og sjúklingurinn nær sér fljótt. Nú á
dögum er gervigangráður mun léttari og endist
258 LÆKNAblaðið 2011/97