Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKN komudagur og -tími við fyrstu komu þessara 112 sjúklinga, og reyndist hann sambærilegur hjá hópnum sem ekki kom aftur innan árs. Flestar komur voru á þriðjudegi, eða 19,6%, en fækkaði þegar leið á vikuna og voru fæstar á sunnudögum, eða 6,3%. Flestir sjúklingamir komu á morgunvakt, eða 41,8% alls hópsins. Af þeim 112 sem komu í annað sinn, komu á flestir á kvöldvakt (44,6%) en munurinn milli hópanna var ekki marktækur (p=0,62). Við fyrstu komu á bráðamóttöku höfðu kvið- verkir að meðaltali staðið yfir í um 4,5 sólarhringa, eða frá 15 mínútum og upp í 83 daga. í 89,1% tilfella höfðu verkimir staðið í innan við viku. Flestir, eða 85 sjúklingar (75,9%), komu á eigin vegum, 16 sjúklingar (14,3%) voru fluttir með sjúkrabíl og 11 sjúklingar (9,8%) komu eftir tilvísun læknis. A mynd 3 sést staðsetning kviðverkja við fyrstu komu sjúklinganna 112 sem komu oftar en einu sinni á bráðamóttöku, samkvæmt þeim upplýsingum sem fram komu í sjúkraskrám. Upplýsingar vantaði hjá 15 sjúklingum (13,4%). Flestir, eða 27 sjúklingar (24,1%), lýstu dreifðum verkjum, 25 sjúklingar (22,3%) höfðu verk í magál (iepigastrium) og 17 sjúklingar (15,2%) í hægri neðri fjórðungi. Kviðverkir annars staðar voru sjaldgæfari og enginn sjúklinganna kvartaði um verki umhverfis nafla eða í vinstri flanka. Af öðrum einkennum vom uppköst (n=12), niðurgangur (n=4) og ógleði (n=2) algengust. Alls mældust sjö sjúklingar (6,3%) með hita 238°C en líkamshiti var ekki skráður hjá 53 sjúklingum (47,3%). Blóðrannsóknir vom gerðar hjá 94 af þessum 112 sjúklingum, oftast á blóðhag, eða hjá 94 einstaklingum (83,9%), CRP (c-reactive protein) hjá 85 (75,9%) og amýlasi hjá 64 (57,1%). Þvagrannsóknir voru gerðar í 64 tilfellum (57,1%) og álit utanaðkomandi sérfræðings, oft- ast kvensjúkdómalæknis, fengið í 54 tilfellum (48,2%). Myndrannsóknir voru gerðar í 63 tilfellum (56,3%), oftast ómun, eða hjá 34 sjúkl- ingum (30,4%), kviðarholsyfirlit var gert hjá 30 sjúklingum (26,8%) og 21 sjúklingur (18,8%) fór í tölvusneiðmyndatöku. Loks fóru 12 sjúklingar í magaspeglun (10,7%) og þrír (2,7%) í ristilspeglun. Þegar könnuð voru afdrif sjúklinganna 112 kom í ljós að 27 þeirra (24,1%) höfðu fengið sértæka greiningu við endurkomu og 85 (75,9%) fengu aftur greininguna óútskýrðir kviðverkir. I töflu I em hópamir bomir saman við fyrstu komu. Meðalaldur hópanna var sambærilegur en karlar voru marktækt fleiri í hópi þeirra sem fengu sértæka greiningu við síðari komu en þeirra sem aftur voru greindir með óútskýrða Mynd 3. Dreifing kviðverkja viðfyrstu komu hjá 112 sjúk- lingutn með óútskýrða kviðverki sem leituðu aftur á bráðamót- töku vegna kviðverkja innan ársfrá útskrift. Skiptingin í níu svæði miðast við lóðréttar línur frá miðju viðbeini beggja vegna og láréttar línur við neðri rif og mjaðmarnibbur. Alls höfðu 27 (24,1%) sjúklingar dreifða kviðverki. Staðsetning var ekki tiltekin í sjúkraskrám 15 sjúklinga (13,4%). Teikning: ÓSC kviðverki (48,1% samanborið við 25,9%; p=0,035). Hins vegar reyndist ekki marktækur munur á legutíma við fyrstu komu á bráðamóttöku, fjölda eða tegund rannsókna, eða hvort fengið var álit utanaðkomandi sérfræðings fyrir útskrift. Eftir skoðun og rannsóknir voru samtals 26 einstaklingar (23,2%) hafðir inni til athugunar (observation) í meira en 12 klukkustundir, en hinir útskrifaðir heim án innlagnar. Sjúklingar sem fengu sértæka greiningu við endurkomu höfðu marktækt sjaldnar legið inni til athugunar við upphaflega komu á bráðamóttöku (p=0,035). Tafla I. Upplýsingar um fyrstu komu 112 sjúklinga sem leituðu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja innan árs frá útskrift með óútskýrða kviðverki. Hópnum er skipt í tvennt; þá sem fengu aftur greininguna óútskýrðir kviðverkir við endurkomu (n=85) og þá sem fengu sértæka greiningu (n=27). Gefinn er upp fjöldi og hlutfall (%) i sviga, nema annað sé tekið fram. Óútskýrðir kviðverkir (n=85) Sértæk greining (0=27) p-giidi Meðalaldur (ár, bil) 41,5±20,9 (11-94) 40,1±15,3 (18-74) 0,75 Konur (%) 63 (74,1) 14(51,9) 0,035 Meðallegutími (klst., bil) 6,0±5,3 (0,4-24,4) 5,7±5,3 (1,0-21,1) 0,82 Innlögn til eftirlits í meira en 12 klst (%) 24 (28,2) 2 (7,4) 0,035 Fengið álit utanaðkomandi sérfræðings (%)* 45 (52,9) 9 (33,3) 0,08 * oftast var um að ræða álit kvensjúkdómalæknis LÆKNAblaðið 2011/97 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.