Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.04.2011, Blaðsíða 41
FRÆÐIGREINAR SAGA LÆKNISFRÆÐINNAR Jón Pétursson læknir og ritverk hans I Örn Bjarnason ombjarnason@live.com Höfundur er heimilislæknir og fyrrum ritstjóri Læknablaðsins. Síðari hluti þessar greinar mun birtast i maíblaðinu ásamt heimildalista. Jón Pétursson fæddist árið 1733 á Hofsá í Svarfaðardal. Faðir hans, Pétur Jónsson, var frá Hnjúki í sömu sveit og bjó fyrst á nokkrum stöðum í dalnum en varð síðan kirkju- og staðarsmiður á Hólum í Hjaltadal. Móðir Jóns var Margrét Illugadóttir Jónssonar bónda og snikkara, er bjó austan Eyjafjarðar í Nesi í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi. Jón stundaði nám í Hólaskóla og útskrifaðist 14. maí 1759. Arið 1760 varð hann djákni á Munkaþverá á Staðarbyggð í Eyjafirði.1 Bjarni landlæknir Pálsson og Jón djákni Pétursson Bjarni Pálsson var skipaður fyrsti landlæknir á íslandi með konungsúrskurði 18. marz 1760. Ein af embættisskyldum hans var að kenna læknisfræði og í erindisbréfi hans var tekið fram: að þeir sem gæfu sig í kennslu hjá honum, þyrftu ekki að vera útskrifaðir úr skóla, heldur að eins að þeir ættu að vera af góðu fólki komnir og námfúsir og greindir, og að kunnátta þeirra væri á borð við það, sem stúdentar kynnu, og að þeir væru svo efnum búnir að þeir gætu keypt sér sjálfir bækur og læknisverkfæri og annað, sem þurfa þætti, og að þeir gætu sjálfir borgað kennslu og meðgjöf fyrir mat og klæðnað. Það voru því mikil vandkvæði á því fyrir Bjama að fá menn til kennslu..} Bjami Pálsson ritaði Gísla Magnússyni (biskupi á Hólum 1755-1779) 21. ágúst 1760 og bað hann að útvega sér lærisvein úr Norðurlandi. Biskup svaraði og sagðist á vísitasíuferð yfir Vaðlaþing hafa átt tal við „djákna M[onsieu]r. Jón Pjetursson á Munkaþverárklaustri"2 og virðast þeir hafa ræðst við áður, því biskup segir í bréfinu: „Vel merkti jeg þá sem áður fyr, að hann hafði Inclination til að læra nokkuð til gagns in re medicina .. ,,"2 Gísli biskup ritaði í öðru bréfi 11. júlí 1761 meðal annars: „Þegar jeg yfirvega qvalitates studiosorum í stiptinu, þá veit jeg engan framar til Medicinen genegen en djáknan Jón Pjetursson, sem einnin er skikkanlegur karl og hagferðugur, en blá-fátækur;.. ,"2 Jóni Péturssyni mun hins vegar ekki hafa litizt á námskjörin, auk þess sem hann bar við heilsuleysi, einkum bækluðum höndum af liðagigt. Er það í samræmi við það sem síðar var haft eftir, að Bjami landlæknir hafi sagt: „Jón djákni . . . hefir bæði skarpleik og vilja, en guð betri hans bágu hendur."3 Bjarni hélt áfram fortölum sínum og loksins varð það úr að Jón réðst haustið 1762 til vistar í Nesi við Seltjörn. Jón Pétursson stundaði síðan læknisfræðinámið í tvo vetur, að því er segir í Annál nítjándu aldar,3 en þá varð breyting á högum hans og háttum, sem nú skal frá greint. Flora Danica og Georg Christian Oeder Arið 1752 kallaði Friðrik fimmti Danakonungur til sín lækni sem upprunninn var í Bayern, Georg Christian Oeder (1728-1791). Hann hafði stundað nám í Göttingen og lokið þaðan doktorsprófi. Oeder var skipaður konunglegur prófessor í grasafræði í Kaupmannahöfn og var þetta í fyrsta sinn að stofnaður var sérstakur kennslu- stóll í fræðigreininni í konungsríkinu. Áður hafði greinin verið hluti læknanámsins og kenn- arar læknadeildar kennt grasafræði. Þannig var því til dæmis varið þegar Kristján konungur fjórði fól árið 1645 Simon Paulli (1603-1680), prófessor í líffærafræði og skurðlækningum við Kaupmannahafnarháskóla, að setja saman urtabók á dönsku til gagns fyrir almenning.5 Flora Danica kom út árið 1648 og er yfirlitsrit um villtar jurtir í Danmörku og Noregi og um margar þeirra er þess getið hver verkun þeirra var talin vera. Oeder var falið að koma upp grasafræðistofn- un, grasagarði og bókasafni um grasafræði. Hann vildi einnig efla þekkinguna á öllum villtum jurtum í konungsríkinu, hertogadæm- unum og öðrum lendum konungs, og þess vegna lagði hann árið 1753 til við hans hátign Friðrik fimmta, að gefið yrði út fræðirit með myndum af öllum villtum plöntum í danska ríkinu. Til þess að gera verkið aðgengilegt sem flestum, skyldi textinn vera bæði á dönsku og þýzku og einnig var ráðgerð útgáfa á máli fræðimanna, latínunni. I ritinu skyldi vera inngangur um grasafræðina, nafnalisti yfir allar villtu plönturnar og lýsingar á þeim, auk hagnýtrar grasafræði með fullkomnum upplýsingum um alla gagnlega og skaðlega eigin- leika plantnanna. Konungur féllst strax á tillöguna og fól Oeder að sjá um verkið og gefa út textann og myndirnar. LÆKNAblaðið 2011/97 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.